Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 51
Einar Már Gudmundsson. Það má segja að ég hafí verið að færa mig nær hefðinni í skáldsagnaformi.
(Ljósmynd: Leifur)
verkalýðsbaráttunni, andúðin gegn yfir-
völdunum sem setja svip sinn á þennan
tíma.
Hvernig náðir þú anda tímans, sem sag-
an gerist á?
— Ég man vel eftir þessu sem ungling-
ur. Ég man t.d. skýrt eftir allsherjarverk-
föllum þegar borgin var nánast í herkví.
Eins man maður eftir hinum alþjóðlega
anda sem fylgdi öllum uppreisnunum er-
lendis og eins því andrúmslofti sem ung-
lingar hrærðust í í popptónlistinni. Sjálfur
gekk ég í Fylkinguna í kringum 1970 og
þar eru þessir tímar mjög lifandi. Þá var
Fylkingin meira í ætt við stjórnleysingja-
samtök. Þá var margt fólk sem kom af
götunni og miðlaði hinum af því sem var
að gerast, jafnt utangarðsmenn sem og
sögumenn. Þetta var fyrir daga hinna
pottþéttu lausna. Á vissan hátt var þetta
miðstöð hinnar andlegu leitar.
En þú hefur samt þurft að vinna heim-
ildavinnu?
— Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn um
1980 var ég byrjaður að fikta dálítið við
þetta efni. En ég náði aldrei að skjóta und-
ir það þeim jarðnesku fótum sem ég vildi.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar ég byrja
að fikta aftur í þessu efni, þá var ég fljótur
að sjá að þetta var miklu stærra og viða-
meira mál en ég hafði í fyrstu haldið. Þá
athugaði ég og skoðaði dagblöð og ýmiss
gögn og bækur.
Norðanstúlkan kemur í bæinn og hittir
sérkennilegt fólk og lendir í hringiðu,
sem hún eiginlega ræður ekkert við.
Manni dettur í hug að Ragnhildur gæti
verið systir Uglu. Hvað segir þú um
þessi vensl?
— Stúlkan sem kemur til borgarinnar
er auðvitað ákveðin klisja. Hún á sér
sterka hefð í íslenskum bókmenntum og
er mjög áberandi í bókmenntum eftir
seinna stríð samanber sögur Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar. En ég er náttúrulega
með þessa „klisju“ á öðrum tíma og í öðru
rúmi. Ég er á vissan hátt neyddur til að
snúa þessum hlutum á haus. Þannig segir í
upphafi annars kafla: „Sú tíð var löngu
liðin að ungar stúlkur komu til borgarinn-
ar og réðu sig til starfa í híbýlum háttsettra
embættismanna.“ Mín stúlka ferðast
meira í gegnum undirheima borgarinnar
og það setur frekar mark sitt á hana heldur
en hið sígilda þema um að fara úr sveit í
borg. Ég beini sumsé sjónum mínum að
lífi hennar í borginni, einveru hennar,
basli og sambandi hennar við hræringarn-
ar sem eiga sér stað. En það er klárt mál að
ég er undir áhrifum þessarar hefðar.
Nú er hægt að þekkja ýmsa drætti í sögu-
persónum þínum í mörgum samtíðar-
mönnum úr pólitíkinni, — er sagan að
einhveru leyti uppgjör Einars Más?
— Nei á engan hátt. Ég hef ekkert að
gera upp við. í sögunni er ein persóna sem
gerir upp, og sú persóna endar í hjálpræð-
ishernum. Það hafa verið skrifaðar margar
„uppgjörsbækur“ þar sem menn iðrast
synda sinna, en skáldsagan er ekki vett-
vangur fyrir slíka yfirbót. Ég hef mjög
gaman af öllum persónunum í bókinni og
það er fyrst og fremst sú sagnaskemmtun
sem rekur söguna áfram. Mönnum er síð-
an frjálst að túlka þetta á hvern hátt sem
þeir vilja.
0
ÞJÓÐLÍF 51