Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 54
MENNING
ÁTTATÍU OG ÁnA ÁRA
ÁSTARSÖGUHÖFUNDUR
Blá augu og biksvört hempa, skáldsaga eftir
Tryggva Emilsson
Út er komin bókin „Blá augu og biksvört
hempa“ eftir Tryggva Emilsson og er
þetta fyrsta skáldsaga hans. Vaka Helga-
fell dreifir bókinni. Tryggvi, sem nú er
88 ára hefur áður gefið út endurminning-
ar sínar í þremur bindum; Fátækt fólk
sem kom út árið 1976, Baráttan um
brauðið frá 1977 og Fyrir sunnan frá
1979. Síðar kom út sagnasafnið Kona
sjómannsins árið 1981 og fyrir tveimur
árum ættfræðiritið Sjómenn og sauða-
bændur þar sem ættir foreldra hans eru
raktar. Að auki hafa tvær ljóðabækur
komið út eftir hann, Rímuð ljóð frá 1967
og Ljóðmæli frá 1971.
vær fyrstnefndu bækurnar, þ.e. Fá-
tækt fólk og Baráttan um brauðið,
voru á sínum tíma tilnefndar af Islands
hálfu til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs og voru settar upp í leikbúning
eftir Böðvar Guðmundsson hjá Leikfé-
lagi Akureyrar síðastliðið vor við metað-
sókn.
Blá augu og biksvört hempa byggir á
raunsæum atburðum er áttu sér fyrir-
myndir úr raunveruleikanum. Allflestar
persónur í sögunni eiga sér hliðstæður úr
veruleikanum þó svo að nöfnum þeirra
hafi verið breytt. Fjallar sagan um fátæk-
an prest sem giftist ríkri sýslumannsdótt-
ur, en fórnar síðar bæði auði og hempu
fyrir unga umkomulausa stúlku sem hann
verður ástfanginn af. Hún verður þunguð
og deyr stuttu eftir fæðingu barnsins.
Presturinn flytur með nýfæddan son sinn
til Reykjavíkur þar sem þeir búa saman
meðal fátæks alþýðufólks.
Sagan lýsir aðbúnaði og kjörum hinnar
vinnandi stéttar og því óréttlæti sem hún
þurfti að þola líkt og í endurminningum
Tryggva. Kemur misréttið vel fram í frá-
sögninni af því þegar unga stúlkan er send
eins og hver önnur skepna á prestssetrið til
að þjóna ríku sýslumannsdótturinni:
„Þessi unglingsstúlka sem maddaman
tók til sín hét Eygló. Hún var yngst vinnu-
hjúa á kirkjustaðnum og hafði alist upp á
mölinni á vegum sýslumannsins og þar
með hreppsins og var svo lítilla manna að
maddaman leit á hana sem eign þeirra
feðgina af sömu mynt og hver önnur hús-
dýr.“
Síðar segir í þessari sömu frásögn:
„Ekki þótti maddömunni taka því að
nefna það við prestinn þó hún léti sækja
stelpuskjátu í kauptúnið ráðskonunni til
handarauka og aldrei sá hann þessa vinnu-
Tryggvi Emilsson. Blá augu og biksvört
hempa byggir á raunsæum atburðum er áttu
sér fyrirmyndir úr raunveruleikanum.
konu staðarins nema hálfbogna undir
þungum eldiviðarpokum ellegar við
vatnsburð og þá í strigapilsi yst fata.“
Og ennfremur segir í lýsingu á stúlk-
unni:
„Fermingunni fylgdi sú umbreytni að
vinnuálag jókst um allan helming, engin
frístund var gefin. Hún vann við þvotta og
hreingerningar, þar á milli í fiskverkunar-
húsinu eða þá við ræstingar í húsum fisk-
verkunarstöðvarinnar þar sem allt var á
sífelldu kafi í óþverra vegna illrar um-
gengni."
TRYGGVI EMILSSON
Tryggvi situr enn við skriftir þrátt
fyrir háan aldur. Hann byrjaði
reyndar ekki að skrifa fyrr en um sjötugt
þegar langri starfsævi lauk. I viðtali sem
birtist við Tryggva í Þjóðlífi fyrir þremur
árum í tilefni af 85 ára afmæli hans segir
hann m.a. frá forsögu þess hvers vegna
hann ákvað að setjast að skriftum á elliár-
um, þ.e. að heilsunni hafi farið að hraka
og því ekki auðvelt fyrir mann sem unnið
hefur baki brotnu allt sitt líf að setjast
snögglega í helgan stein.
„Að skrifa bækur án kunnáttu hafði
lengi blundað í hugarfylgsnunum og nú
dró ég fram allt það sem gat orðið mér að
ævisöguefni. Minni þakka ég föður mín-
um sem kunni bækur og lausavísur utan-
bókar, og ömmu minni, móður hans sem
gat þulið upp úr sér stólræður þegar hún
kom úr kirkju, orðrétt. En þrátt fyrir gott
minni þá var það aldrei óskeikult og því
tíndi ég allt til sem til var af skrifuðum
orðum allt frá því að ég, tólf ára tók til við
að skrifa minnisbækur á umbúðapappír
með illa ydduðum blýant. Þetta var ólæsi-
legt öðrum en þeim sem hafði geymt krot-
ið af eðlishvöt og haldið upp á þetta ásamt
samanbörðum bögum allt frá æskuárun-
um. Þarna fólust frásagnir af hálfgleymdu
lífshlaupi fram um fermingu og varð mér
næ^tum að gullum sem fyrrum voru
geymd í handraðanum,“ sagði Tryggvi
meðal annars í viðtali þessu.
bókinni Blá augu og biksvört hempa er
því að finna frásagnir samtíðar- og
samverkamanna Tryggva sem hann hefur
annað hvort skrifað hjá sér á blöð eða
bakvið eyrað. Spanna þær hálfrar aldar
sögu öreiga þessa lands, baráttu þeirra og
örlög. Fátæku fólki sem hann kynntist af
eigin raun, fólki sem barðist áfram til að
eiga fyrir brauði.
0
54 ÞJÓÐLÍF