Þjóðlíf - 01.12.1990, Side 66
KVIKMYNDIR
JÓLAMYNDIRNAR
KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON
Skammdegi, él og slydda. Nenni ekki að
vera heima, ekkert í sjónvarpinu og ekk-
ert í ísskápnum. Hvað á ég að gera? Bíó!
Jólamyndirnar! Eg skoða bíósíðuna í
dagblaði og missi allan mátt. Hvaða
mynd á ég að fara á? Þær eru svo margar!
Og sagan endurtekur sig.
essi litla dæmisaga endar vel, sögu-
hetjan gefst ekki upp og leitar nánari
upplýsinga um jólamyndirnar í Reykjavík
1990 í fréttatímaritinu Þjóðlífi, gerir upp
hug sinn á hvaða mynd skuli fara og situr
núna örugg í hlýjum bíósal og lætur sér
líða vel. Og ef þú, lesandi góður, lítur í
kring um þig þegar þú ferð á einhverja
eftirtalinna mynda þá sérðu kannski
hetjuna okkar. Jafnvel við hliðina á þér.
áskólabíó verður með tvær myndir
til sýninga um jólin og eru þær mjög
ólíkar. Fyrsta ber að nefna myndina sem
„strákurinn okkar“, Sigurjón Sighvats-
son ásamt félögum sínum í Propaganda
Films framleiddi, „Wild at Heart“.
Myndin vann gullpálmann í Cannes og
hefur af mörgum gagnrýnendum víðs veg-
ar um heim verið talin besta mynd ársins.
Leikstjórinn sérvitri David Lynch stýrir
hér frábærum hópi leikara í mjög sérstakri
mynd. Aðalhlutverkin eru í höndum
Nicolas Cage („Raising Arizona“) og
Laura Dern („Blátt Flauel“) en með
aukahlutverk fara Willem Dafoe („Plat-
oon“) og ástkona Lynch, Isabella Ros-
sellini („Blátt Flauel“). Lynch bregður
ekki útaf vananum og býður áhorfandan-
um nasasjón af stórfurðulegri ef ekki af-
brigðilegri heimsmynd sinni þar sem ekk-
ert er sem sýnist og allt gerist. „Wild at
Heart“ er víst býsna gróf en allir sannir
íslendingar láta það ekkert á sig fá og
mæta á myndina, hún er þó næstum ís-
lensk.
Önnur mynd sem Háskólabíó sýnir er
táningasmellurinn „Teenage Mutant
Ninja Turtles“ eða í lauslegri þýðingu:
„Táninga stökkbreyttu austrænuhuldu-
bardagalista skjaldbökurnar“. Það er lítt
þekkt sjálfstætt fyrirtæki, Goiden Har-
vest, sem framleiddi þessa mynd sem fjall-
ar um fjórar talandi risaskjaldbökur, sem
slá Bruce Lee ekki við, og samskipti
þeirra við blaðakonu, sem leikin er af Jud-
ith Hoag. Hún tekur þátt í baráttu skjald-
bakanna og leiðtoga þeirra, sem er risa
rotta, við fólskulegt táninga glæpagengi
sem stjórnað er af illri veru. Hljómar eins
og teiknimynd? Myndin er byggð á teikni-
myndaseríu og það var Jim Henson heit-
inn sem gaf þessum verum líf svo að úr
yrði stórskemmtileg ævintýramynd fyrir
alla fjölskylduna. Það má til gamans geta
að myndin kostaði aðeins um 14 milljónir
dollara en hefur nú tekið inn 130 milljónir
og er þar af leiðandi vinsælasta kvikmynd
frá sjálfstæðu fyrirtæki allra tíma.
augarásbíó sýnir myndirnar
„Problem Child“ og „Pump up the
Volume“. „Problem Child“ er grínmynd
og fjallar um lítinn munaðarlausan dreng-
hnokka sem er tekinn inn í opinn faðm
hjóna sem ekki geta átt börn. Það sem þau
vita ekki er að þessum litla freknótta
STJÖRNUR
Bíóhöllin:
Tveir í stuði (My Blue Heaven)
Vonbrigði *l/2
Snögg skipti (Quick Change)
Skemmtilegt tríó **l/2
Ungu byssubófarnir (Young Guns 11)
Gott afþreyingarefni **
Bíóborgin:
Óvinir — Ástarsaga (Enemies - a Love
Story)
Mjög góð. Frábært handrit, Lena Olin
einstök ***l/2
Góðir gæjar (Good fellas)
Leikstjórinn Scorcese einn sá besti í dag,
stórkostleg tónlistarnotkun og nýstárleg
myndataka ***l/2
Háskólabíó:
Draugar (Ghost)
Allra sæmilegasta afþreying, en ekkert
meira **l/2
Ruglukollar (Crazy People)
Óttaleg vitleysa *l/2
Laugarásbíó
Chicago Jói og sýningarstelpan
Alvöruþrungin og kemur skemmtilega á
óvart ***
Regnboginn
Sigur andans (Triumph of the Spirit)
Vel leikin og sannfærandi—, nauðsyn-
leg mynd ***
Sögur að handan
Slöpp, á varla heima nema á myndbandi
*l/2
Dignus
66 ÞJÓÐLÍF