Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 78

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 78
Súldin er cin fremsta jasssveit okkar Islendinga. Súld: Blindflug Engin súld hér Hljómsveitin „Súld“ hefur á undanförnum árum getið sér góðs orðs fyrir tónlist sína þó ekki hafi verk hljómsveitar- innar farið með látum á öldum ljósvakans hérlendis. í Kan- ada hefur Súldin t.d. verið vinsæl á jasshátíðum. Já, það eru ekkir allir spámenn í sínu föðurlandi. Árið 1988 gaf Súld út sína fyrstu breiðskífu og nefndist hún „Bukolikf‘. Nú er komin út ný breiðskífa sveitarinnar en hana skipa; Lárus Grímsson (hljómborð), Steingrímur Guðmundsson, Steingrímssonar (trommur), Páll Pálsson (bassi), Tryggvi Hubner (gítar) og Hollending- urinn Martin Van Der Valk (ásláttur), en þrír síðastnefndu voru ekki með á Bukoliki. Á „Blindflugi“ er ekki einn einasti tónn sunginn og á henni kennir margra grasa, jass, blús, rokk, samba og sambland af þessu öllu saman því þeir félagar blanda gjarnan fleiri en einni stíltegund saman í tónlistinni. Það örlar jafnvel á áhrifum frá bresku gæðasveit- inni „Sky“, eins og heyrist glögglega í laginu „Sól yfir eyðibæ“. Og að gæðunum þarf ekki að spyrja því hér eru þunga- vigtarmenn á ferðinni í brans- anum, en þó er platan alls ekki þung, það svífur yfir henni nett og létt stemmning, nema kannski að undanskildum fyrri hluta lagsins „Kjarn- orkulaus heimui“. Allir taka þeir félagar sóló í lögum plötunnar og njóta sín greinilega vel. Hér er metnað- arfullt verk frá hendi bestu sveitar Islands á sínu sviði. Friðrik Karlsson: Point Blank Bræðingsmaðurinn Alla sína hunds og kattartíð í tónlist hefur Friðrik Karls- son, eða Frissi eins og hann er kallaður, verið maður bræðingsins. Bræðingur kallast sú tónlist sem samsett er úr fleiri en einni tónlistar- tegund og í þessu tilfelli er bræðingurinn settur saman úr jassi og rokki, þó heyra megi áhrif frá öðrum tónlist- arstefnum, s.s. S-amerískri tónlist. Öll lögin eru eftir Friðrik og útsetningarnar líka. Þau eru öll nema eitt „instrum- entaf‘, eða spiluð. Lagið „Sin Tt‘, sem hefur áður komið út á íslensku undir nafninu „Hvert liggur mín leiff‘, er hér með spænskum texta eftir Tómas R. Einars- son, jassmann. Ellen Kri- stjánsdóttir syngur. Það eru bæði íslenskir og erlendir tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni, sem er hugsuð fyrir erlendan markað og eru t.d. allir félag- ar Friðriks úr „Mezzoíorte“ til staðar á P.B. Bræðingur Friðriks lætur ljúflega í eyrum, reyndar svo ljúflega að það tekur nær ekkert á hlustandann að hlusta á plötuna. Þetta er af- skaplega mjúk tónlist og áður en maður veit af er plat- an búin. Gítarleikurinn og þ.a.l. Friðrik er að sjálfsögðu í aðalhlutverki og fer Frissi fimum höndum um hljóð- færið enda mjög góður gíta- risti, einsogheyrist t.d. í lag- inu „Morning Mist“. í því lagi ber kannski örlítið á því sem mér finnst helst vanta í gítarleik Friðriks, og laga- smíðar, það er blóð, sviti og tár. En fyrir unnendur ljúfr- ar og þægilegrar bræðings- tónlistar er „Point Blank‘ kjörgripur. 78 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.