Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 79

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 79
MENNING KÓNGULÓARVEFURINN Joseph Roth er orðinn einn vinsœlasti rithöfundur Þýskalands hálfri öld eftir dauða sinn. Sagan um bjórkjallarauppreisnina í Munchen 1923, sem kom út áður en hún var gerð! EINAR HEIMISSON ÞÝSKALANDI Ein þekktasta kvikmynd seinni ára hér í Þýskalandi er óefað kvikmynd Berhards Wickis „Das Spinnennetz“ eða „Kóngu- lóarvefurinn", sem frumsýnd var hér í landi í fyrra. Hún er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Josephs Roths, sem upphaflega kom út árið 1923 og var flest- um gleymd uns kvikmynd Wickis gerði hana fræga. Sagan Kóngulóarvefurinn þykir ein- hver merkasti vitnisburður um þjóð- félagsveruleika Weimarlýðveldisins og hrun þess. Hún lýsir aðdragandanum að því þegar Hitler og Ludendorff gerðu þá frægu uppreisn, sem kennd er við bjór- kjallara, í Miinchen í nóvember 1923. Samband bókmennta og kvikmynda hefur löngum verið viðkvæmt og raunar hefur samspili þessara tveggja tjáningar- forma verið líkt við flókið systkinasam- band. Stundum er sagt um bók að hún sé eins og kvikmynd og þess jafnframt getið að það vanti eitthvað í þá sömu bók, - því bókin eigi sér ávallt önnur lögmál en kvik- myndin. En það er samt sem áður stað- reynd að stundum hafa kvikmyndir verið lífgjafi bóka og tryggt höfundum þeirra hylli, sem þeir nutu ekki fyrir. Svo er einmitt um gleymdan rithöfund, sem nú hefur hlotið mikla athygli í Þýskalandi, Joseph Roth. Þann 7. október árið 1923 hóf dagblaðið Arbeiterzeitung í Vín að prenta kafla úr skáldsögu, sem hafði óvenjuríka skírskot- un í atburði samtímans. Þetta tiltekna dagblað var gefið út af jafnaðarmönnum og ef til vill hafði hinn skýri boðskapur verksins úrslitaáhrif á að það var tekið til útgáfu. Höfundur hennar var óþekktur, hafði aldrei sent frá sér neitt bókmennta- verk. En tengsl þessarar stuttu skáldsögu við veruleikann voru ótrúleg; eins og sagt var um aðra bók, sem kom út um sama leyti í Þýskalandi þá var Kóngulóarvefur- inn hrein og klár skýrsla um sannleikann. Síðasti kafli Kóngulóarvefsins birtist í Arbeiterzeitung 6. nóvember 1923. Tveimur dögum síðar, 8. nóvember 1923, gerðu Hitler og Ludendorff þá uppreisn í Munchen, sem kennd var við bjórkjallara. Og það er einmitt aðdragandi þessarar uppreisnar, sem er kjarni bókarinnar. Uppreisn hægriöfgamanna gegn lýðræðis- þjóðfélaginu unga í Þýskalandi. Sögusvið Joseph Roth skrifaði sög- una árið 1923. bókarinnar er reyndar ekki Múnchen heldur Berlín og þeir Hitler og Luden- dorff koma þar lítið við sögu í eigin per- sónu. Hins vegar er vefurinn sá sami, kóngulóarvefur spunninn af hægriöfga- mönnum, sem vilja seilast til valda í Þýskalandi og skynja veikleika stjórnkerf- isins og ólgu þjóðfélagsins. ðalpersóna Kóngulóarvefsins er Theodor nokkur Lohse, fyrrum her- maður í fyrri heimsstyrjöldinni og tákn þáverandi vonbrigða og niðurlægingar þýskrar þjóðar. Lohse kemst fljótlega í samband við neðanjarðarhreyfingu hægri- manna, hann gengur erinda hennar, flæk- ist inn í flókna atburði og starfar jafnvel um tíma sem flugumaður í hópi kommún- ista. Lohse er tækifærissinni: Til að öðlast frama innan hersins skirrist hann ekki við að hafa mök við samkynhneigða yfir- menn, hann á í ástarsambandi við ríka og fagra gyðingakonu, fjöldamargar götu- drósir og launráða kommúnistakonu því Theodor Lohse sækist eftir skjóli í hinu kvenlega og hinu móðurlega þess á milli, sem hann vinnur að því sem óðast að öðl- ast frama í þjóðfélaginu og jafna þær mis- gjörðir, sem það og raunar heimurinn all- ur, hefur valdið honum á umliðnum ár- um. Það sem mönnum þykir nú um stundir merkilegast við Kóngulóarvefinn er þessi persónusköpun, þessi tiltekni Theodor Lohse. Hann er holdgervingur nasis- mans, tækifærismennskunnar, hann stendur sem slíkur sem tákn fyrir afar marga Þjóðverja á árunum milli 1920 og 1930. Sumir hafa líkt Theodor Lohse við Himmler: Þarna hafi persóna valdamanns í Hitlers-Þýskalandi verið dregin upp heil- um áratug fyrir þess dag. Og hvernig skáldið Joseph Roth fór að því að draga upp slíka mynd svo snemma er undrum líkast. Joseph Roth var fæddur árið 1894, hann lagði stund á heimspeki og bókmennta- fræði við háskólana í Vín og Lemberg en varð síðan hermaður í fyrri heimsstyrjöld- inni. Eftir stríðið starfaði hann sem blaða- maður í Vín og Berlín og frá árinu 1923 til 1932 hjá Frankfurter Allgemeine. Hann flýði land eftir valdatöku nasista 1933 og bjó til dauðadags 1939 í París. Hann féll í gleymskunnar dá, verk hans, þeirra á meðal skáldsögur eins og Hægri og vinstri eða Rechts und Links og Radetzky-mars- inn voru ekki gefin út og fáum kunn. Kvikmynd Bernards Wickis, þar sem frægasti leikari landsins Klaus Maria Brandauer lék eitt af aðalhlutverk- unum, hefur hins vegar vakið slíka athygli hér í Þýskalandi að Joseph Roth er orðinn að víðlesnum og viðurkenndum höfundi. Þó eru verk hans knöpp og afar ólík því, sem viðurkenndast er í þýskum bók- menntaheimi nú um stundir. Kóngulóar- vefurinn er það sem kalla mætti einföld saga en hins vegar borin uppi af náðargáfu sagnameistarans, þeim hæfileika að geta sagt sögu þar sem persónum er stanslaust ögrað, þar sem atburðirnir sjálfir eru burðarafl verksins en ekki sjálfskrufning persóna. Sagt hefur verið um Kóngulóarvefinn að hann sé í rauninni orðinn að meiru en aðeins skáldskap: nú á tímum sé hægt að vitna í verkið eins og hverja aðra sam- tímaheimild. Skáldið, sem lést í einsemd í París fyrir hálfri öld, er orðið eitt af þeim skáldum, sem hvað helst höfða til þýskra lesenda þetta haustið og eru hvað mest áberandi í bókaverslunum. Joseph Roth hefur snúið aftur. () ÞJÓÐLÍF 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.