Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 96

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 96
eru til húsa að Tryggvagötu 10. I því hús- næði eru skrifstofur Plús Film og mynd- ver þar sem aðstaða er til upptöku, vinnslu og frágangs á sjónvarpsþáttum, auglýsing- um og myndböndum á Betacam kerfínu. Plús Film var stofnað haustið 1986 um sama leyti og Stöð 2 hugðist fara í loftið. Unnið var myrkranna á milli við að safna sjónvarpsefni fyrir nýfæddu sjónvarps- stöðina og þar átti Plús Film drjúgan þátt að máli. Plús Film sá um framleiðslu fyrstu innlendu þáttana sem stöðin lét gera. Þegar upp er staðið hefur Plús Film framleitt hátt á þriðja hundrað þátta fyrir sjónvarp, nær eingöngu fyrir Ríkissjón- varpið síðastliðin tvö ár. Plús Film hefur einnig gert töluvert af auglýsingum og tónlistarmyndböndum. „Samkeppnin í kvikmyndaiðnaðinum fer stöðugt vaxandi og getum unnið fyllilega úr því efni sem við tökum og skilað af okkur tilbúnu til útsendingar", sagði Sigurður. Helsti starfsvettvangur Þumals hefur verið gerð heimilda- og fréttaþátta en einnig hefur fyrirtækið séð um kynningu dagskrár Utvarps og Sjónvarps um árabil. Um fréttaþætti og myndir sem Þumall hefur framleitt sagði Karl: „Við hjá Þumli höfum einbeitt okkur að gerð fréttatengds efnis og má þar nefna sem dæmi þátt um verkfall BSRB ’84 og heimildarmyndina um Grænhöfðaeyjar sem við unnum að árin ’86-’87. Einnig höfum við unnið fréttaþætti fyrir sjónvarpsstöðvar í Þýska- landi og fleiri lönd í Evrópu.“ Auk Sigurðar og Karls hjá Þumli sér Kristjana Rósmundsdóttir um rekstur og bókhald fyrirtækisins og Friðgeir Axfjörð starfar sem klippari og tæknistjóri Þum- als. Um fjölda starfsmanna sagði Kristj- ana; „Það telst kannski skrítið að í fyrir- tæki af þessari stærð séu svona fáir starfs- menn en hlutirnir ganga samt fljótt og vel fyrir sig. Að sjálfsögðu höfum við þann kost að kalla í lausafólk til aðstoðar við stór verkefni." Um framtíðaráform Þumals sagði Karl: „Við erum núna að fara í gang með fram- leiðslu á fréttaþáttum fyrir erlendar sjón- varpsstöðvar en þjónusta okkar í alhliða kvikmyndagerð stendur ávallt til boða fyrir landann einnig." Eigandi og framkvæmdastjóri Plús Film er Sveinn M. Sveinsson en hann, ásamt föstum starfsmönnum þeim Jóni Karli Helgasyni kvikmyndatökumanni, Gunnari Jóhannssyni tæknistjóra og Friðriki Erni Jónssyni skrifstofustjóra Ólafur Rögnvaldsson og Þorbjörn Á. Erlingsson í Klappfilm við iðju sína. íslendingar í Portúgal. Sveinn og Jón Karl íPlús Film ásamt fvlgdarliði. og fleiri bætast í hópinn. Undirboð eru grimm og afföll ör eins og vera ber á frjálsum markaði. Með harðnandi samkeppni eykst þáttur mark- aðsöflunar í íslenskri kvikmyndagerð. Við hjá Plús Film höfum lagt land undir fót í efnisleit og selt sjónvarpsstöðvunum til- búna þætti utan úr heimi. I því skyni ferð- uðumst við til Indlands, Norður Portúgal, Spánar, Frakklands og víðar, söfnuðum efni og unnum úr“, segir Sveinn. Sem dæmi um spennandi verkefni framundan sagði Sveinn: „Plús Film er að jafnaði með 7 -10 verkefni í vinnslu og má sem dæmi nefna þætti á undirbúningsstigi frá Yakutsiu héruðum Rússlands. Hópur íslenskra listamanna er að undirbúa ferð þangað í júní á næsta ári og hyggjumst við Plús Film menn slást í förina og gera fjóra þætti um ferðina, menningu, land og þjóð.“ Stöðu Plús Film í dag taldi Sveinn nokkuð góða og vaxandi notkun og eftir- spurn á fræðslu efni á myndböndum sönn- un fyrir tilverurétti fyrirtækis síns og annasamri framtíð. Um horfur kvikmyndagerðar á Islandi sagði Sveinn: „Fáir verða feitir á íslenskri kvikmyndagerð í dag og er fjársvelti og vanmat þjóðarleiðtoga á þessari grein þar helst til skýringa. Þetta er dýr list, og ekki allt list, en sögulegt og menningarlegt gildi kvikmyndarinnar er mjög vanmetið. íslenskir kvikmyndagerðámenn hafa sannað ágæti sitt á alþjóðavettvangi og landamæri iðnaðarins víkka stöðugt. Framtíð iðnfyrirtækja á þessu sviði tel ég nokkuð bjarta, en annað er að segja um íslenska kvikmyndagerð er snýr að gerð alvöru kvikmynda, en þar er frekar dekkra framundan.“ () 96 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.