Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 108

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 108
NATTURA Tölva mælir blóðþrýsting Franskir læknar hafa tekið tölvur í þjónustu sína og nota þær nú einnig til að mæla blóðþrýsting sjúklinga sinna. Blóðþrýstingurinn er mæld- ur meðan læknirinn spyr eftir nauðsynlegum upplýsingum um sjúklinginn og síðan jafn- vel almæltra u'ðinda ef hann er sæmilega málhress. Eftir þetta inngangsspjall spýtir tölvan út hjartalínuriti og festir þær upplýsingar jafnframt í minni sér. Tölvan skráir og sýnir einnig blóðþrýsting og breyt- ingar á honum meðan sjúkl- ingurinn er í tölvusambandi. í lokin fær læknirinn niður- stöður tölvunnar um sjúk- dómsgreininguna og getur jafnvel afhent sjúklingnum diskling með öllum upplýsing- um. Þær getur hann skoðað sjálfur og ígrundað eða sýnt þær öðrum lækni ef svo ber undir. Sjúklingur í tölvusambandi. Læknatölvan mælir blóðþrýstinginn með- an á viðtalinu stendur og allarniðurstöður eru færðar á diskling, sjúkra- skrá sjúklingsins. Læknatölvur sem þessi hafa breiðst út í Frakklandi og sumar þeirra geta sýnt niður- stöður um blóðþrýsting, hjarta- og vöðvalínurit, metið súrefnisupptöku og mælt lík- amshita og sýrustig. Úr heimi stærðfræðinnar eða af raunum veðurfræðinga í stærðfræðinni hefur verið uppgötvuð ný tegund óreiðu. Stærðfræðingar hafa fyrir langalöngu sett fram fræðin um óreiðuna, það er að segja vísindin um hið ófyrirsegjan- lega. Nú hefur háskólastúdent við Cornellháskóla í Banda- ríkjunum uppgötvað nýja mynd óreiðunnar og nefnir hana flókaóreiðu (complex chaos). Þessi nýja óreiða er svo torræð og ófyrirsegjanleg að ekki er nokkur vinnandi vegur að segja nokkuð fyrir um hana. Fram til þessa hafa stærð- fræðingar talið að ekki sé unnt að ráða í óreiðu eða henda á henni reiður vegna þess að aldrei sé til fullnustu mögulegt að mæla upphafsástand óreiðukerfis og sú staðreynd hefur verið nefnd fíðrildahrif- in. Til skýringar er tekið það dæmi að ekki sé kleift að spá fyrir um veður með fullri vissu vegna þess að aragrúi smá- vægilegra atriða, til dæmis það að fiðrildi blakar vængjum sín- um, gæti skipt sköpum og ráð- ið því hvort gola strýkur kinn eða fellibylur geisar. Þar eð enginn veit með vissu hversu mörg fiðrildi iðka vængjablak á tiltekinni stundu í öllum heiminum er ógerningur að segja fyrir um veðrið. Háskólaneminn fyrrnefndi, Christopher Moore, hefur ennfremur komist að því að óreiða er ekki eingöngu háð takmarkaðri þekkingu okkar á kringumstæðum í óreiðukerfi. Uppgötvun hans byggist á furðueinföldu ferli sem hann setti upp. Hann skipti ferningi í átta rétthyrninga og merkti hvern þeirra með sérstökum bókstaf. Moore notaði stærð- fræðiformúlu til að skipta í sí- fellu um stöðu og vídd rétt- hyrninganna í ferningnum. Hann komst að raun um það að hann gat ekki með neinu móti sagt til um það loka- mynstur sem upp kæmi í lok skiptinganna þrátt fyrir að vita upphafsstöðu allra rétthyrn- inganna. Niðurstaða Moores er því sú að þótt við vissum nákvæmlega á tiltekinni stundu hversu mörg fiðrildi blaka vængjum sínum nægði það ekki til að geta spáð fyrir um veðrið. Það ætti því að vera ljóst að veðurfræðingar verða engu betri spámenn þótt þeir sæki námskeið í skordýra- fræði. () Vitaskuldir Gildasta slagæð líka- mans er ámóta gild og garðslanga en grennstu æð- arnar, háræðarnar, eru svo grannar að rauðkornin verða að raða sér upp í ein- falda röð til að komast í gegn. ★ Hugvitssamir uppfinn- ingamenn hafa hannað fæðingarvél með fóstri og öllu sem tilheyrir. Vélin er ætluð til nota við þjálfun lækna og ljósmæðra. ★ Nýtt lyf við þunglyndi sem er á tilraunastigi í Bandaríkjunum hefur jafn- framt reynst vinna gegn of bráðu sáðláti hjá körlum. ★ Ferskir óvextir minnka líkur á blóðtappa ftalskir læknar hafa sett fram það álit sitt að neysla ferskra ávaxta og grænmet- is dragi verulega úr líkum á blóðtappa í hjarta hjá kon- um. Kjöt, smjör, skinka, spægipylsa, kaffi og feitmeti var meira áberandi í fæði kvenna sem urðu fórnar- lömb hjartasjúkdóma þegar mataræði þeirra var borið saman við fæði viðmiðunar- hóps sem var skipaður heils- ugóðum konum. Af niður- stöðum rannsóknanna mátti draga þá ályktun að fiskur, gulrætur, grænmeti og fersk- ir ávextir vernduðu hjartað. Síðastnefndu fæðutegund- irnar hafa einkum áhrif á magn kólesteróls í blóði en það er sannanlega sterkasti áhættuþátturinn sem tengist fituhrörnun slagæða og blóð- tappamyndun á kransæðum hjartans. Neysla áfengis virðist mun margslungnari þegar áhrif þess á heilsufar eru metin. Svo virðist sem dagleg neysla þess í litlu magni sé heppileg og vinni gegn blóðtappa- myndun en umtalsverð neysla auki hinsvegar hættu á blóðtappa. 108 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.