Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Page 21

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Page 21
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 samrýmist því kenningu okkar að fjölskyldulæg beinþynning orsakist að stórum hluta af einum eða fleiri genabreytileikum í „major genes" sem kunni að vera mismunandi milli fjölskyldna og þjóða. V-35 Minnkuð tjáning á PD-1 ónæmisviðtakanum hjá sjúklingum með rauða úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE) og tengsl við PD-1.3A arfgerðina Helga Kristjánsdóttir1-, Marta E. Alarcón-Riquelme2, Iva Gunnarsson3, Gerður Gröndal1-4, Kristján Erlendsson14, Kristján Steinsson1-4. 1 Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala, 2Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, Uppsölum, Svíþjóð,3 Department of Medicine, Rheumatology Unit, Karolinska University Hospital, Solna, Svíþjóð,4 læknadeild HÍ helgak@landspilali.is, krstein@landspitali.is Markmið: Að kanna yfirborðstjáningu PD-1 hjá SLE sjúkling- um, ættingjum og viðmiðunarhópi í tengslum við PD-1.3A arfgerðina. PD-1.3A er skilgreindur áhættuþáttur fyrir SLE. PD- 1.3A breytir bindistað RUNX umritunarþáttar í PDCDl geninu, sem skráir fyrir ónæmisviðtakann PD-1, sem er tjáður á ræstum T og B frumum og gegnir mikilvægu hlutverki í útvefjaþoli með bælingu á frumuræsingu. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 15 SLE sjúklingar, 7 ættingjar og 16 viðmiðunareinstaklingar. Einkjarna hvítfrumur voru ræstar með aCD3 and aCD28 og merktar með einstofna flúrljómandi mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 fyrir frumuflæðisjárgreiningu. Skoðaður var fjöldi fruma sem tjá PD-1 og meðaltjáning á PD-1. Tölfræðilegur samanburður var gerður á SLE sjúklingum, ættingjum og viðmiðum og á PD- 1.3AG og PD-1.3GG arfgerðum. Niðurstöður: Fjöldi PD-1+ fruma var marktækt lægri hjá SLE sjúklingum samanborið við ættingja og viðmið. Meðaltjáning PD-1 var marktækt lægri hjá SLE sjúklingum og ættingjum samanborið við viðmið og var þessi munur mest áberandi á CD4+CD25+ T frumum. í öllum hópum var PD-1 tjáning marktækt hærri á CD4+CD25h' T frumum samanborið við CD4+CD25'°. Bæði FoxP3+ og FoxP3- CD4+CD25+ tjáðu PD- 1. Marktæk fylgni er á milli lágrar PD-1 tjáningar og PD-1.3A arfgerðar. SLE sjúklingar og ættingjar með PD-1.3AG sýndu marktækt lægri PD-1 tjáningu samanborið við SLE sjúklinga og ættingja með PD-1.3GG arfgerð. Ályktanir: Þetta er fyrsta rannsókn á mönnum sem sýnir minnkaða tjáningu á PD-1 hjá SLE sjúklingum og ættingjum og jafnframt tengsl við PD-1.3A arfgerðina. Við ályktum að PD- 1.3A erfðabreytileikinn sé undirliggjandi þáttur í breyttir virkni CD4+CD25+ T fruma hjá SLE sjúklingum og gegni mikilvægu hlutverki í brostnu sjálfsþoli. V-36 Cushings sjúkdómur á íslandi í 50 ár Steinunn Arnardóttir1, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Lyflækningadeild Landspítala steinam@landspitali.is Bakgrunnur: Cushings sjúkdómur (CD) er sjaldgæfur sjúkdómur sem verður vegna offramleiðslu adrenocorticotropic hormóns frá heiladingli, sem síðan leiðir til offramleiðslu kortisóls frá nýrnahettum. Fylgikvillar CD s.s. sykursýki, hækkaðar blóðfitur og háþrýstingur, eru talin skýra háa tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og hátt dánarhlutfall hjá sjúklingum með CD. Sjúkdómsgreining CD er erfið og rannsóknaraðferðirnar flóknar.. Markmið rannsóknarinnar var að taka saman sjúklinga sem greinst hafa með CD frá árinu 1955-2008 á íslandi og fá hugmynd um nýgengi, sjúkdómsmynd, greiningu og meðferð sjúkdómsins hérlendis. Aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greinst hafa með heiladingulsæxli á íslandi frá 1955-2007 finnast nú í rafrænni sjúkraskrá Landspítala og var því leitað þar en auk þess haft samband við starfandi sérfræðinga í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á íslandi Niðurstöður: Árin 1955-2007 greindust 18 íslendingar með CD, 1 greindist tímabilið 1955-1964, enginn 1965-1974, þrír 1975-1984, sex 1985-1994, fimm 1995-2004 og þrír 2005-2008. Meðalalgengi CD síðustu 5 árin er 0.12/100.000. Meðalaldur við greiningu var 44,1 ár. Algengustu einkenni við greiningu var almennur slappleiki og þyngdaraukning. Fjórtán sjúklingar töldust læknaðir eftir meðferð. Samantekt: Nýgengi CD á íslandi er líkt og lýst hefur verið erlendis og hefur aukist með batnandi greiningaraðferðum. Greiningaraðferðir sem notaðar hafa verið og hlutfall sjúklinga sem læknast er sambærilegt erlendum niðurstöðum. V-37 Hiti og hvítkornafæð á blóðlækningadeild Landspítala 2007 Unnur Þóra Högnadóttir, Hlíf Steingrímsdóttir, Vilhelmína Haraldsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson Blóðlækningum, smitsjúkdómum, lyflækningasviði I og II Landspítala unnu rthora@hotmail.com Inngangur: Hvítkornafæð er algengur fylgikvilli sjúklinga sem eru í lyfjameðferð vegna illkynja sjúkdóma. Hiti er oft eina vísbendingin um sýkingu í alvarlegri hvítkornafæð. Að-eins hjá helmingi sjúklinga með hvítkornafæð og hita finnst sýkingarvaldur og þar sem sjúklingur getur þróað með sér alvarlega sýkingu á stuttum tíma verður að grípa til reynslu-meðferðar með breiðvirkum sýklalyfjum. Engin fyrri rannsókn hefur verið gerð á hita og hvítkomafæð hjá íslenskum sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og voru gögn unnin úr rafrænni sjúkraskrá og rafrænu lyfjafyrirmælakerfi Landspítala. Hiti var skilgreindur sem ein stök munnmæling >38,3°C eða >38,0° í meira en 1 klukkustund. Kyrningafjöldi <0,5 (*10E9/L) eða <1 (*10E9/L) ef búist er við að þeim fækki LÆKNAblaðið 2009/95 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.