Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
Í flóknu
umhverfi
leynast
tækifæri
Að ná markmiðum í flóknu og
síbreytilegu umhverfi kallar á
einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við
einföldum leiðina og gerum þér
kleift að ná markmiðum þínum.
kpmg.is
Kröfuspjöld
um tugprósenta
launahækkanir á
línuna eru í raun
krafan: Ég vil
hafa það verra!
Ég vil hafa það verra
Þ
að er eflaust stemning í því að fægja
gömlu góðu kröfuspjöldin. En það er
þyngra en tárum taki að boðuð séu
stór felld verkföll á vinnumarkaði til að
ná fram kröfunni um að hafa það fjár
hagslega verra. Þjóðfélagið skaðast
allt en barnafólk með lágar tekjur fer verst út úr verð
bólgu. Í engu öðru vestrænu ríki dettur mönnum í
hug að fara fram á tuga prósenta launahækkanir yfir
línuna vitandi vits að verðbólgan tekur þær strax til
baka – hvað þá þegar stór hluti heimila landsins er með
verð tryggð lán. Við Íslendingar erum ágætlega mennt
uð þjóð en lærum hins vegar seint á formúluna um
víxl verkun launa og verðlags. Hún er sagan endalausa.
Í Þýskalandi og flestum ríkjum Evrópu er þjóðarsátt
um að hafa ekki verðbólgu. Þar eru laun hækkuð í takt
við hagvöxt – aukna verðmætasköpun – og einblínt á
kaup mátt ráðstöfunartekna. Þetta eru engin ný tíðindi
heldur gömul vitræn tugga í umræðunni um efna hags
mál. Hún heyrist en það er ekki hlustað. Eftir stöðug
leika undanfarinna ára á vinnumarkaði, sögulega lága
verðbólgu, umtalsverðan aukinn kaupmátt ráð stöf unar
tekna og stórfellda niðurfærslu hins opinbera á skuld um
margra heimila telur launþegahreyfingin ástæðu til að
boða til allsherjarverkfalls sem skaðar stöðug leikann.
Fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar ala á úlfúð í þeirri
einu von að komast sem fyrst í stólana aftur og helstu
foringjar launþegahreyfingarinnar ræða um óstöðug
leikann sem náttúrulögmál tengt krónunni fremur en
afleið ingu af hegðun og ákvörðunum.
Launþegahreyfingin segist fara fram með þá stefnu
sem ríkið hafi markað í viðræðum sínum við lækna og
kennara og nefnir tuga prósenta launahækkun. Í lækna
deilunni virtist breið samstaða um það í samfélaginu að
laga þyrfti kjör lækna sérstaklega og stöðva flótta þeirra til
útlanda. Núna er komið á daginn að þessi mikla sam staða
var hjóm eitt; einungis sett fram í fréttatímum almanna
tengla til að brjóta ísinn fyrir aðra til að koma í kjölfarið á
sömu nótum.
Í ritstjórnargreinum Frjálsrar verslunar hefur margoft
verið varað við ofurlaunum stjórnenda vegna þess að
þau eru afleit fyrirmynd. Vandinn er sá að það hefur
engin áhrif á þjóðarbúið og atvinnulífið þótt 400 for
stjórar hefðu 15 milljónir á mánuði. En því miður hefur
það verulegar fjárhagslegar afleiðingar þegar allur
fjöldinn fær tugprósenta launahækkanir og vísar til
hárra launa stjórnenda. Svona er þetta í reynd, hversu
ósanngjarnt sem það kann að vera. Hvernig á annars að
svara launamanninum sem segir: Þið viljið ekki hækka
við mig launin og haldið því fram að þá fari allt til
fjand ans. Reynið sjálfir að lifa af 300 þúsund krónum á
mánuði! Þessu er ekki auðvelt að svara í orði en í amstri
dagsins er svarið miskunnarlaust; afleiðingin er minni
kaupmáttur og atvinnuleysi. Samanburður á prósentu
hækkunum launa ýtir sömuleiðis oft undir reiði almennra
launþega. Stjórnandi með tvær milljónir á mánuði, sem
fær 10% launahækkun, fær 200 þúsund krónur á meðan
sá með 300 þúsundin fær 30 þúsund krónur.
Í kröfugöngu BHM, Bandalags háskólamanna, stóð
á einu spjaldinu að meta ætti menntun til launa. Það
hljómar ágætlega á spjaldi en raunveruleikinn er sá að
vinnumarkaðir líkt og aðrir markaðir ráðast af fram
boði og eftirspurn. Þegar fólk fer í nám er það að
fjárfesta í kunnáttu til að standa betur að vígi á vinnu
markaði. Það hefur hins vegar enga vissu eftir fimm ára
háskólanám um að fá störf og laun við sitt hæfi – og að
vinnuveitandinn sé tilbúinn að greiða laun sem standi
straum af öllum námskostnaðinum. Það getur þess vegna
staðið uppi atvinnulaust og byrjað að vinna við allt
annað en það menntaði sig til. Auðvitað ætti öll menntun
að skila sér í launaumslagið en það gerist engan veginn
sjálfvirkt.
Framleiðni er mikið í umræðunni. Hún stendur fyrir
verðmætasköpun á mann. Ef enginn vill til dæmis
kaupa fréttir er ekki um mikla framleiðni í þeirri grein
að ræða. Fréttastofa sem framleiðir lítið af verðmætu
efni á hvern starfsmann skilar ekki mikilli framleiðni.
Helstu sjónvarpsstöðvar um allan heim kvarta undan því
að ungt fólk sé að hverfa frá hefðbundnu sjónvarpi og
nemi sannleikann í gegnum hljóð og mynd á netinu – og
telji að það eigi að fá allar fréttir ókeypis og helst líka
kvikmyndir og tónlist. Þetta hefur orðið til þess að fram
leiðni stórstjarna í tónlistinni er miklu minni en áður og
koma tekjur tónlistarmanna núna helst í gegnum tónleika.
Komin er fram kynslóð ungs fólks á Íslandi sem segir að hún „eigi að fá“ hærri laun fyrir styttri vinnudag alveg eins og þekkist annars staðar
á Norðurlöndunum. Vandinn við þessa kröfu er sá að
aðeins aukin framleiðni og verðmætasköpun getur
staðið undir henni. Það sem ræður mestu um framleiðni
atvinnu greina og fyrirtækja eru frjáls markaðsöfl sem
ákveða hvað sé framleitt, hvernig og fyrir hverja. Í
kommúnískum hagkerfum var mikið framleitt, sam
kvæmt fimm ára áætlunum, af vörum sem enginn vildi
kaupa. Mikið var unnið og stritað en framleiðni og verð
mætasköpun var lítil. Berlínarmúrinn féll að innan verðu
vegna lítillar framleiðni og fátæktar í AusturEvrópu.
Vinnumarkaðurinn er brothættur og spenntur.
Fyrirmyndir, framleiðni og launamunur er í umræðunni.
Af litlum neista verður oft mikið bál. Því miður lærum
við aldrei og tekst ekki að feta leið nágrannaþjóða og
hugsa um kaupmáttinn frekar en krónutölur.
Kröfuspjöldin sem núna eru dregin fram, fægð eða
máluð upp á nýtt með kröfu um tugprósenta launa hækk
un á alla línuna eru í raun krafan: Ég vil hafa það verra!
Jón G. Hauksson
leiðari