Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 12
12 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
móðir og gefa mér ákveðið rými
til að vinna þessa vinnu 100%.
Þeir fylgjast mjög vel með öllum
þáttum starfseminnar og taka
þátt í verkefninu af miklum eld
móði. Það er gott að hafa traust
bakland og stuðning og ekki síst
þekkingarbrunn til að leita í á
sviði alþjóðaviðskipta.“
EDDA USA og EDDA
EUROPE
Jón Axel er mikið á ferðinni og
fer reglulega til Bandaríkjanna.
„Markaðssvæði okkar er náttúr
lega í Bandaríkjunum og ég þarf
þess vegna að vera mikið þar.
Þá eru þar margir að vinna fyrir
okkur; við erum t.d. í samvinnu
við stórt dreifingarfyrirtæki,
markaðsfyrirtæki og sölumenn.
Ég fer út nánast í hverjum
mánuði til að fylgja þessu eftir,
hitta kaupendur eða undirbúa
sýningar.“
Jón Axel segir að markmiðið
hvað varðar Bandaríkjamarkað
sé að EDDA USA verði innan
fárra ára einn af fimm stærstu
leyfishöfum Disney á sviði útgáfu
– og fyrirtækið verði arðbærast
af þessum fimm. „Við ætlum að
gera það með því að framleiða
vörurnar hérna heima; við sjáum
að við getum framleitt meira efni
á skemmri tíma á hagkvæmari
hátt en keppinautar okkar. Það
er það sem við stefnum á.
Fyrst við erum komin af stað
er alls ekki útilokað að við lít
um til fleiri markaðssvæða og
Evrópa stendur okkur nærri
þannig að hver veit nema það
opnist tækifæri þar líka í náinni
framtíð. Að minnsta kosti er það
áhugavert út frá þeirri stað reynd
að það eykur hagræði okkar að
vera á fleiri en einu markaðs
svæði og dregur mikið úr hlutfalli
fasts kostnaðar.“
Um 260 milljóna
króna velta
Hverjir ætlu draumarnir séu
svo varðandi samvinnuna við
Disney?
„Disney er náttúrlega einn
draum ur frá upphafi til enda.
Auðvitað er draumurinn sá að
geta skapað sér skemmtilegt
viðurværi, vinna með frábæru
fólki og náttúrlega geta skilað
hluthöfunum arði af fjárfestingu
sinni. Það er kannski stóra
málið. Svo er það draumastarf
að geta unnið með skemmti
legan leir á hverjum einasta
degi og vera alltaf í nýju
umhverfi. Mér leiðist
að vera á sama
staðnum mjög
lengi þann ig
að það
er náttúrlega mjög skemmtilegt
og spennandi að geta verið í
nýjum verkefnum og á hverjum
degi skapað eitthvað og byggt
eitthvað upp úr engu.“
Jón Axel segir að velta EDDU
útgáfu sé á milli tvö og þrjú
hundruð milljónir króna en ekki
sé tímabært að gefa upplýsing
ar um önnur fyrirtæki að svo
stöddu.
Fyrsta flokks vara
Disneyheimurinn er óþrjótandi
uppspretta af skemmtilegum við
fangsefnum.
„Disney er í raun og veru lof orð
um mikil gæði og það er alltaf
hægt að treysta Disneyvöru
merk inu. Það fylgir því öryggi,
það fylgir því gleði og það fylgir
því í raun og veru vissa um að
varan sé í lagi, alveg sama
hvaða vara það er – hvort sem
það eru bækur0, kvikmyndir,
skemmtun eða leikföng. Allt sem
fólk fær og upplifir undir nafni
Disney er alltaf fyrsta
flokks.
Takmark mitt er að við
munum framleiða vöru
sem stendur undir þessu
loforði. Það er kannski
aðalatriðið – að fá að
vera í hópi sem er með
svona gríðarlega sterka
ásýnd eins og Disney. Það er
náttúrlega mikill heiður að fá að
vinna að verkefn um undir þessu
vörumerki. Maður fer ekkert
hærra en það. Þetta tekst heldur
ekki nema að þessu komi fagfólk
úr öllum áttum og ég er svo
lánsamur að allt í kringum mig er
samstarfsfólk hjá Eddu og Eddu
USA sem hefur áratuga reynslu
í framleiðslu bóka sem þessara
og án þessara fagmanna gengi
þetta aldrei. Það á stærstan
hlutann af því að þetta verkefni
er komið á flug; útgáfustjórar,
hönnuður, ljósmyndarar,
markaðsfólk og allir aðrir. Þetta
er teymisvinna og samstarfsfólk
mitt lætur ekk ert stoppa sig og
við erum rétt að byrja.“
Jón Axel er í lokin spurður
persónulegrar spurningar: Hver
er uppáhalds Disneyfígúran?
„Það er Andrés Önd,“ segir
hann ákveðinn og hlær. „Hann
er svolítið skemmtilegur. Hann
er náttúrlega mjög sérlundaður
og þrjóskur og hann á það til að
vera fúll og skapmikill en í enda
dags er hann mjög góðhjartaður,
blíður og skemmtilegur karakter.
Hann er mikill og góður vinur
minn.“
Stytta af Andrési Önd stendur
keik á skrifborði Jóns Axels.
Hann er þar í sparifötunum; það
er ekkert annað. Með bláa húfu
og bleika og rauða slaufu.
Nettari afgreiðsla
HP RP2 kassakerfislausnin
Intel® Quad Core™J2900 Pentium®
J2A63AV
Fyrirferðalítill vinnuþjarkur
HP RP2 kassakerfið er traust og áreiðanleg lausn
sem uppfyllir ströngustu kröfur og er hönnuð fyrir
langtímanotkun.
Meiri sveigjanleiki
Stilltu skjáinn eins og þér hentar best hvað varðar
hæð, snúning og sjónarhorn og veldu þá aukahluti
sem hæfa þínum rekstri.
Kynntu þér RP2 kassakerfalausnina nánar á
www.ok.is/rp2/
OPIN KERFI | HÖFÐABAKKA 9 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI 570 1000 | OK@OK.IS
Sérfræðingar þér við hlið
Allar nánari upplýsingar á www.ok.is.
Intel, merki Intel, Intel Inside, Intel Inside merkið, Intel Atom
og Intel Atom Inside eru vörumerki Intel Corporation í
Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.
frá kr. 9.900
á mánuði*
EIGÐU
eða
LEIGÐU
*Verð getur breyst miðað við mismunandi útfærslur.
Útgáfa