Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 23 Þ ó að sumir myndu gera hvað sem er fyrir frægð ina þá er kannski langsótt að frægðin geti falist í að vera fyrsta konan sem flytur aðalræðu á stórri ráðstefnu. Þetta var þó stað­ reyndin þegar hin sádi­arabíska Lubna Suliman Olayan hóf upp raust sína á Jeddah Economic Forum fyrir áratug. Ósagt er látið hver skutlaði henni á ráðstefn­ una. Lubna er framkvæmdastjóri Olyan Financing en starfsemi fyrirtækisins og dótturfyrirtækja er með afbrigðum fjölþætt og spannar margar atvinnugreinar. Rætur fyrirtækisins, sem faðir hennar stofnaði, eru olíubornar ef svo má að orði komast og skyldi engan undra. En svo rúll­ aði boltinn í margar áttir. Fjöldi fyrirtækja innan samstæðunnar skiptir tugum, flest í fullri eigu fyrirtækisins en önnur rekin í samstarfi við önnur fyrirtæki. Nefna má framleiðslu á vörum Coca Cola­fyrirtækisins, en fyrir tilstilli Olyan Financing gátu Sádar aftur handleikið flöskuna sem hinn sænski Samuelson frá Vestur­Gotlandi hannaði upp­ haflega. Mendelez, Schindler, Colgate­Palmolive, Cummins, Atlas Copco og Kimberly­Clark eru einnig fyrirtæki sem eiga í samstarfi við Olyan­fyrirtækið. Rekið er öflugt fasteignafélag sem m.a. reisti fyrstu stóru verslunarmiðstöðina í Sádi ­ Arabíu og fjárfestingararmur samstæðunnar einbeitir sér að fjárfestum í skráðum sádi­ara b­ ískum fyrirtækjum. Önnur félög hafa nýtt sér krafta Lubnu en hún hefur t.d. setið í stjórnum eða ráðgjafarráðum hjá Rolls Royce, Citigroup og breska markaðs­ og auglýsingafyrirtækinu WPP. En Lubna er að mörgu leyti fyrst og fremst frumkvöðull. Árið 2010 var hún valin frumkvöðull ársins hjá Cornell­háskóla. Stundum verður upphefðin að koma að utan.“ Á grænu ljósi í Sádi-arabíu Loftur ÓLafSSon sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN „Fjöldi fyrirtækja innan samstæðunnar skiptir tugum, flest í fullri eigu fyrirtækisins en önnur rekin í samstarfi við önnur fyrirtæki.“ H vernig má það vera að stærsta leigubíla­ fyrirtæki heims, Uber, á enga bíla og stærsti smásali heims, Alibaba, á engan lager? Og hvernig má það vera að flestar gistinætur ferðalanga í heiminum eru skráðar hjá félagi sem á engar fasteignir, Airbnb, og vinsælasti fjölmiðill heims, Facebook, skrifar ekkert efni sjálfur? Það mætti halda að við værum farin að selja norðurljósin.“ Guðrún Högnadóttir segir að þessi nýju markaðstorg sem spretta upp í okkar rafræna vel tengda heimi byggist á einstöku líkani viðskipta þar sem gagnkvæmt traust er hinn nýi gjaldmiðill, upplýsingar eru forsenda ákvörðunartöku og nýting á auðlindum drífur framboð og eftirspurn. Hún bendir á að deilihagkerfið hafi þeg ar breytt heiminum og muni bylta því hvernig fólk skiptist á vöru, þjónustu og þekkingu til framtíðar. „Líkt og örlánahugmyndafræð­ in einfaldaði aðgang að fjár­ magni hafa „örþjónustumiðlar“ sprottið upp víða og einfaldað líf okkar. Vanti fólk aðstoð við að setja saman IKEA­borðið finnur það hjálparhönd á Task­ Rabbit, það finnur gæslu fyrir hvutta í fríinu á góðu heimili hjá DogVacay, „Dogtastic Home Away From Home“, og hægt er að stofna sína eigin skyn­ diskilaboðasjónvarpsstöð t.d. með Snapchat.“ Guðrún segir að mögulegur hagur deilihagkerfisins fyrir samfélagið felist í betri nýtingu á aðföngum, auknum hagvexti og velferð með því að hvetja til neyslu, aukinnar framleiðni og nýsköpunar. „Deilihagkerfið býður upp á milliliðalaus viðskipti, lægri kostn að, einfaldleika, fjölbreyti­ leika og eykur gagnkvæman hag seljenda og kaupenda. Mikilvægt er að hið opinbera nýti sömu gildi hagkvæmni, einfaldleika og sjálfbærni í að hanna ramma eftirlits og skatta­ umgjarðar til að þjóna vexti á sameiginlegri vegferð okkar.“ Sótt fram án eigna guðrÚn HÖgnadÓttir framkvæmdastjóri FranklinCovey ÁRANGUR OG FORYSTA „Vanti fólk aðstoð við að setja saman IKEA­borðið finnur það hjálparhönd á TaskRabbit, það finnur gæslu fyrir hvutta í fríinu á góðu heimili hjá DogVacay.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.