Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 28

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 28
28 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 álitsgjafar „Svíinn Fredrik Eklund hef ur náð þeim áfanga að vera titl að ur „besti sölumaðurinn“ á fasteigna­ markaði í New York.“ Skrýtinn maður selur best STJÓRNUNARMOLI gíSLi kriStjánSSon blaðamaður S víinn Fredrik Eklund hefur náð þeim áfanga að vera titlaður „besti sölumaðurinn“ á fasteignamarkaði í New York. Samkeppni er hvergi meiri en þar. Aðeins bestu sölumennirnir ná á toppinn. Eklund segir að „allt sé til sölu, alltaf, og allir séu sölumenn, alltaf“. Með þessu vill hann þó ekki réttlæta það að „selja ömmu sína“ bara ef rétt verð fæst. Heldur hitt að í lífi nu eru allir á einn eða annan hátt að selja sig: Mannleg samskipti, þar á meðal á vinnustað, eru með einum eða öðrum hætti sölumennska. Þessi sölumennska liggur í mannlegu eðli og ekkert við hana að athuga. Aðalatriðið er, að mati Svíans, að viðurkenna þetta fyrir sjálf um sér. „Lífið er lotterí og ég tek þátt í því,“ sagði skáldið og á vissan hátt eru allir alltaf að reyna að selja sjálfa sig sem happ­ drættismiða. Nýliði á vinnustað er eins og nýkeyptur happdrættismiði. En hvað hvað gEtur sölumaður af harðasta fastEignamarkaði í hEimi kEnnt fólki á vEnju- lEgum vinnustöðum? Eklund hEfur skrifað bók um málið og hér Eru hElstu ráðin: 1Vertu þú sjálfur. Sölumaður getur ekki tileinkað sér stíl sem er ólíkur hans eigin persónuleika. Það þýðir ekkert að þykjast. Það sparar mikla orku að vera bara maður sjálfur. 2Vertu skrýtinn. Allir menn eru skrýtnir. Í staðinn fyrir að fela strýtileikann er rétt að vera bara skrýtinn. Það er ekkert gaman að tala við fólk sem hefur tamið sér formlega og staðlaða framkomu. Láttu fólk sjá að þú ert líka svolítið skrýtinn. Það selur. 3Vertu vingjarnleg/ur. Svíinn segir að það séu mistök margra í sölumennsk­unni að forðast vináttu við viðskipta­ vininn. Hikaðu ekki við að verða vinur þeirra sem þú skiptir við og ekki bara vingjarnlegur á yfirborðinu. Þetta á jafnt við um fasteigna­ viðskipti, mannaráðningar og dagleg störf. 4Viðurkenndu staðreyndir. Staðreynd­in, sem Svíinn talar um, er að fólk er alltaf að selja sig. Í vinnunni eru starfsmenn að selja sig og sína hæfileika, hvort sem það er utan vinnustaðar eða innan. Stjórinn er að selja starfsfólkinu sína hæfileika og starfsfólkið er að selja stjóran­ um sína. Svona er þetta bara og eins gott að viðurkenna það. 5Viðurkenndu mistök. Þeir sem ekki vilja viðurkenna eigin mistök eru óviss­ir um sjálfa sig. Öllum verður á og enginn nær alltaf öllum markmiðum sínum. Sjálfsöruggt fólk viðurkennir mistök. 6Hvað ertu eiginlega að selja? Allir ættu að spyrja sig þessarar spurningar. Er ég að selja vinnutíma, hugmynd ir, hæfileika, vöru, þjónustu, fasteign eða bara vináttu? Allt er til sölu og eins gott að huga strax að því hvað þú hefur að selja. Fredrik Eklund VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA ÚRVALS ÚTSÝNAR HRINGDU EÐA SENDU OKKUR LÍNU OG FÁÐU RÁÐGJAFA FRÁ OKKUR Í HEIMSÓKN 585 4400 VIDSKIPTAFERDIR@UU.IS Við erum óháð flugfélögum og finnum því hagkvæmustu leiðina fyrir þitt fyrirtæki. • Neyðarsími 24/7 og eigin ferðaráðgjafi fyrir samningsbundin fyrirtæki. • Ferðaráðgjafar með áralanga reynslu og þekkingu. • Sérsníðum ferðir fyrir einstaklinga og hópa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.