Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 30

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 30
30 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 E inar Guðbjartsson segir að það geti verið mjög varhugaverð þróun að sérsmíða lög og reglur fyrir mismunandi starfs­ greinar þegar kemur að gerð og framsetningu reikningsskila viðkomandi félaga eða stofnana. Hættan sé m.a. fólgin í því að mismunandi skilgreining sé sett í það hvað sé glögg mynd af rekstrar­ og fjárhagsstöðu viðkomandi einingar, hvernig skráningu skuli háttað á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum sem og hvaða skýringar sé þörf með ársreikningi. Þetta getur valdið erfiðleikum á markaði við lestur og greiningu ársreikninga þegar forsendur um vægi og skilgreiningar á hugtökum og efnistökum eru jafnmargar og starfsgreinarnar eru. „Á hlutabréfamarkaði eru 14 íslensk fyrirtæki skráð og öll nota þau IFRS við gerð og framsetn­ ingu reikningsskila. Á vef RSK er listi yfir félög er nota IFRS og eru þau 77 talsins eða um fimm sinnum fleiri en þau sem skráð eru á hlutabréfamakað. Þar eru taldar upp þrjár meginástæður fyrir því að fyrirtæki noti IFRS. Í fyrsta lagi sem útgefandi að fjármálagerningum (34), í öðru lagi vátryggingarfélög (11) og í þriðja lagi með heimild (32). Mörg félög sjá því hag sinn í því að nota IFRS, önnur eru skyldug.“ Einar segir að það sé ekki nóg að birta reikningsskil, þau eigi að uppfylla ákveðin markmið. IFRS er þannig uppbyggt að öll aðferðafræði, skilgreining og notkun hugtaka hefur opið ferli, allir sem vilja kynna sér það geta kynnt sér þessi atriði og markmiðið er ljóst. IFRS er þann­ ig gæðamál er kemur að gerð og framsetningu reikningsskila, fylgja verður ákveðnum verklags­ reglum IFRS 15 um skráningu tekna og samstarf IASB og FASB og sýnir það mikilvægi þess að skilgreiningar á reikningsskila­ hugtökum séu samhæfðar yfir heimsálfur sem og reiknings­ skilaleg meðferð. IFRS 15 leysir jafnframt af hólmi tvo reiknings­ skilastaða (IAS 11 og IAS 18) og fjórar túlkanir þeim tengdar. álitsgjafar „Á hlutabréfamarkaði eru 14 íslensk fyrirtæki skráð og öll nota þau IFRS við gerð og framsetningu reikningsskila.“ ifrS og aðrar reikningsskilaaðferðir einar guðbjartSSon dósent við HÍ REIKNINGSSKIL K annski var það reynslu­ leysið en forystu menn ríkisstjórnarinnar hafa ekki haldið vel á spöðunum í samskiptum við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga.“ Þetta sagði Stefanía þegar hún var spurð um horfurnar á vinnumarkaði. „Reynslan sýnir að best fer á því að ráðherrar segi sem minnst í opinberri umræðu um kjaramál nema því aðeins að þeir séu að kynna eigin aðgerðir og stefnumið. Það var t.d. óvarlegt af forsætisráðherra að lýsa því yfir í aðdraganda kjarasamn­ inga að laun væru allof lág og stefna yrði að verulegum krónutöluhækkunum. Það kann að vera freistandi að halda slíku fram í von um auknar vinsældir. En slík afstaða gerir lítið annað en að skrúfa upp væntingar hjá launamönnum og auka líkur á verkföllum. Það er afar vand­ meðfarið að stilla kjarasamn­ inga þannig af að þeir tryggi raunverulega kjarabót og stuðli hvorki að aukinni verðbólgu né atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefði betur fylgt þeim ásetn­ ingi sínum, sem kom fram í stjórnarsáttmálanum, að eiga gott samráð við aðila vinnu­ markaðarins. Samráð þarf að vera viðvarandi og miða að því að viðhalda trausti og samvinnu á milli aðila. Vandinn nú liggur líka í því að verkalýðshreyfingin er sundruð í sinni kröfugerð. Af þeim sökum mun það reynast erfiðara en ella fyrir ríkið að miðla málum með tilboðum á borð við skattalækkanir eða ný félagsleg úrræði í anda þjóðarsáttar.“ „Reynslan sýnir að best fer á því að ráðherrar segi sem minnst í opinberri umræðu um kjaramál nema því aðeins að þeir séu að kynna eigin aðgerðir og stefnumið.“ Ófriður á vinnumarkaði STJÓRNMÁL dr. Stefanía ÓSkarSdÓttir dósent við stjórnmálafræðideild HÍ

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.