Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 53

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 53
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 53 iðnbyltingin Framleiðni, menntun og nýsköpun: Nýja iðnbyltingin gengur út á að auka framleiðni, menntun og nýsköpun í íslensk um iðnaði. Mikil þörf er á að fjölga fólki með iðn-, verk- og tæknimennt- un. Aukin framleiðni eykur samkeppnishæfnina og er undirstaða bættra kjara almennings. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir hér frá brýn ustu málunum innan iðnaðarins. ný ja TexTi: BJörn viGnir SiGurpálSSon Myndir: Geir ólafSSon N ýja iðnbyltingin var mál málanna á ný af ­ stöðnu Iðnþingi. Hún gengur út á að bæta framleiðni, menntun og nýsköpun í íslenskum iðnaði sem og ís ­ lensku atvinnulífi. Þetta er í raun þrenns konar bylting. Aukin fram­ leiðni er það sem mestu skiptir og Samtök iðnaðarins leggja höfuðáherslu á – en bæði mennt­ un og tækniframfarir eru meðal annars leiðin að því markmiði. Almar Guðmundsson, fram­ kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar­ ins, fer í gegnum þessi mál með okkur. Hann tók við sem fram kvæmdastjóri Samtaka iðn ­ að arins í september á síðasta ári. Fimm ár þar á undan gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda og er því með drjúga reynslu af stjórnun hagsmunasamtaka. En skyldi eitt­ hvað hafa komið honum á óvart í starfsemi samtakanna hingað til? „Ég þekkti reyndar samtökin fyrir í gegnum fyrri störf mín en það kom mér samt á óvart hversu víðfeðm starfsemin er og marg­ brotin,“ segir Almar. „Samök iðnaðarins eru bæði með mun fleiri félagsmenn og starfsmenn. Hér eru átján starfs­ menn þegar allt er talið miðað við fjóra til fimm á hinum staðnum. Vegna þess hversu breið sam­ tökin eru þá er hópur inn eðlilega mislitari og áherslur jafnvel

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.