Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 56

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 56
56 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 iðnaðurinn TexTi: Jón G. HaukSSon Myndir: Geir ólafSSon Össur og Marel hafa í áraraðir verið við toppinn í árlegri könnun Frjálsrar verslunar á vinsælustu fyrirtækjunum. Í síðustu könnun í upphafi árs lentu þau í þriðja og fjórða sæti. Mjólkursamsalan, CCP, Góa og Vífilfell hafa sömuleiðis verið á listanum. V insælasta iðnfyrirtæki landsins, samkvæmt árlegri könnun Frjálsrar verslunar, hefur um nokkurt skeið verið stoð ­ tækja fyrirtækið Össur. Fjögur ár í röð, eða frá 2010 til 2013, trónaði það á toppi listans. Annað iðn­ fyrirtæki, Marel, hefur sömu leiðis vermt eitt af efstu sætunum um árabil. Bæði þessi iðnfyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa byrjað smátt á heimamarkaði á Íslandi en vaxið til útlanda og teljast bæði alþjóðleg fyrirtæki með stærsta hluta tekna sinna erlendis. Þau hafa bæði skorað hátt í kauphöllinni Nasdaq Iceland og er Össur raunar bæði skráður í kauphöllinni hér á landi og í Danmörku. Eigendur hans eru Danir að stærstum hluta. Af öðrum iðnfyrirtækjum sem hafa skorað á listanum má nefna Mjólkursamsöluna, Nóa­Síríus, Góu, Vífilfell, Ölgerðina og tölvu­ leikjafyrirtækið CCP. Í síðustu össur og marel langVinsælust Vinsælustu iðnfyrirtækin, samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar: Hluthafar í Össuri hafa ávaxtað sitt pund vel. Össur hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og er nú með starfsemi í 18 löndum. Árangur fyrirtækisins byggir á atorkusömu starfsfólki sem leitar á hverjum degi nýrra leiða til að bæta hreyfanleika fólks. Össur mun halda áfram að þróa vörur sem gera fólki á Íslandi, og um heim allan, kleift að yfirstíga líkamlegar hindranir, njóta sín til fulls og öðlast betra líf. ÖSSUR ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÁRS OG FRIÐAR OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.