Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 61

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 61
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 61 mikil gróska Í kringum álVerin pétur Blöndal, framkvæmdastjóri samáls, samtaka álfyrirtækja TexTi: TexTi: SiGMundur ó. STeinarSSon Myndir: Geir ólafSSon Öfugt við það sem sumir halda eru íslensk álfyrirtæki ekki þrjú, heldur skipta þau hundruðum,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. „Það sést vel á því að árið 2012 keyptu íslensku álverin vörur og þjónustu frá 700 innlendum fyrirtækjum fyrir 40 milljarða og eru þá raforkukaup undanskil­ in.“ Samál var stofnað 7. júlí árið 2010 af Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Norðuráli á Grundar­ tanga og Alcoa­Fjarðaáli á Reyðarfirði. Markmið samtak­ anna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og efla upplýsingastreymi og fræðslu um áliðnaðinn. Pétur segir mikla grósku í þjón ustugeiranum í kringum álverin, byggst hafi upp þekking og sérhæfing og sum fyrirtækj­ anna séu farin að þjónusta álver víða um heim. „Ég hóf störf hjá Samáli haustið 2013 og tók við af Þorsteini Víglundssyni, sem hafði unnið mikið brautryðjanda­ starf. Fljótlega setti ég markið á að stefna fólki og fyrirtækjum í áliðnaði saman í álklasa, þar sem lögð yrði áhersla á að auka verðmætasköpun og samkeppnis­ hæfni iðnaðarins í heild.“ Uppbygging álklasans Álklasinn var einn af níu klösum sem fengu bronsmerkingu Evrópu skrifstofu um klasagrein­ ingu í október 2013 og í apríl 2014 var tveggja daga stefnu ­ mót unarfundur álklasans haldinn í Borgarnesi í samstarfi við Sam tök iðnaðarins og Samál. Fund inn sóttu um 40 fyrirtæki og stofnanir og var dregin upp mynd af óskalandslaginu árið 2020. „Við héldum síðan stefnu ­ mót í haust, þar sem fjallað var um nýsköpunarumhverfi í ál iðnaði og átján frumkvöðlar fengu tækifæri til að kynna hugmyndir sínar,“ segir Pétur. „Í kjölfarið voru frumkvöðlarnir til viðtals um hugmyndirnar og fulltrúar hátt í 80 fyrirtækja og stofnana fóru á milli kennslustofa og ræddu við þá. Þetta heppnaðist afar vel og margar af þessum hugmyndum hafa verið þróaðar áfram með góðum árangri.“ Eitt mála í forgrunni hjá álklas ­ anum hefur verið að efla rann ­ sóknir og þróun. Er horft til sam­ starfs við Nýsköpunar mið stöð, háskólana og ýmsar menntastofn­ anir í því samhengi. Nýverið var komið á fót Þróunarsetri í efnis­ tækni við Nýsköpunarmiðstöð sem Guð björg Óskarsdóttir er verkefna stjóri yfir og er meðal annars horft til þess að nýta allan úrgang sem til fellur í „Ég hóf störf hjá Samáli haustið 2013 og tók við af Þorsteini Víglundssyni, sem hafði unnið mikið brautryðjanda starf.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.