Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 61
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 61
mikil gróska
Í kringum álVerin
pétur Blöndal, framkvæmdastjóri samáls,
samtaka álfyrirtækja
TexTi: TexTi: SiGMundur ó. STeinarSSon
Myndir: Geir ólafSSon
Öfugt við það sem sumir halda eru íslensk álfyrirtæki ekki þrjú, heldur
skipta þau hundruðum,“ segir
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samáls, samtaka álframleiðenda.
„Það sést vel á því að árið 2012
keyptu íslensku álverin vörur
og þjónustu frá 700 innlendum
fyrirtækjum fyrir 40 milljarða og
eru þá raforkukaup undanskil
in.“ Samál var stofnað 7. júlí
árið 2010 af Rio Tinto Alcan í
Straumsvík, Norðuráli á Grundar
tanga og AlcoaFjarðaáli á
Reyðarfirði. Markmið samtak
anna er að vinna að hagsmunum
og framþróun íslensks áliðnaðar
og efla upplýsingastreymi og
fræðslu um áliðnaðinn.
Pétur segir mikla grósku í
þjón ustugeiranum í kringum
álverin, byggst hafi upp þekking
og sérhæfing og sum fyrirtækj
anna séu farin að þjónusta álver
víða um heim. „Ég hóf störf hjá
Samáli haustið 2013 og tók við
af Þorsteini Víglundssyni, sem
hafði unnið mikið brautryðjanda
starf. Fljótlega setti ég markið
á að stefna fólki og fyrirtækjum
í áliðnaði saman í álklasa, þar
sem lögð yrði áhersla á að auka
verðmætasköpun og samkeppnis
hæfni iðnaðarins í heild.“
Uppbygging álklasans
Álklasinn var einn af níu klösum
sem fengu bronsmerkingu
Evrópu skrifstofu um klasagrein
ingu í október 2013 og í apríl
2014 var tveggja daga stefnu
mót unarfundur álklasans haldinn
í Borgarnesi í samstarfi við
Sam tök iðnaðarins og Samál.
Fund inn sóttu um 40 fyrirtæki
og stofnanir og var dregin upp
mynd af óskalandslaginu árið
2020. „Við héldum síðan stefnu
mót í haust, þar sem fjallað var
um nýsköpunarumhverfi í ál iðnaði
og átján frumkvöðlar fengu
tækifæri til að kynna hugmyndir
sínar,“ segir Pétur. „Í kjölfarið
voru frumkvöðlarnir til viðtals um
hugmyndirnar og fulltrúar hátt í
80 fyrirtækja og stofnana fóru á
milli kennslustofa og ræddu við
þá. Þetta heppnaðist afar vel og
margar af þessum hugmyndum
hafa verið þróaðar áfram með
góðum árangri.“
Eitt mála í forgrunni hjá álklas
anum hefur verið að efla rann
sóknir og þróun. Er horft til sam
starfs við Nýsköpunar mið stöð,
háskólana og ýmsar menntastofn
anir í því samhengi. Nýverið var
komið á fót Þróunarsetri í efnis
tækni við Nýsköpunarmiðstöð
sem Guð björg Óskarsdóttir er
verkefna stjóri yfir og er meðal
annars horft til þess að nýta
allan úrgang sem til fellur í
„Ég hóf störf hjá Samáli haustið 2013 og tók
við af Þorsteini Víglundssyni, sem hafði unnið
mikið brautryðjanda starf.“