Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 66

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 66
66 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 hæfi sem yrði síðar nýtanlegt. Það er greini lega ekki mikið lagt upp úr því að kynna fyrir nemen­ dum hvað verk­ og tækni nám er mikilvægt. Kennarar og um leið nemendur einblína of mikið á eina línu; að fara úr grunnskóla, yfir í menntaskóla og þaðan í bóklegt nám í háskóla. Ungt fólk hættir síðan í starfi sínu eða í háskóla og fer þá í verknám. Þá eru þessi ungmenni jafnvel búin að eyða mörgum árum í nám sem kannski nýtist þeim ekki þegar þau eru komin inn á starfsvettvang sem þau hafa valið sér til framtíðar.“ „Höfum misst af stóru tækifæri“ Árni sagði að Íslendingar hefðu misst af mjög stóru tækifæri í hruninu og eftir það við að endur­ skoða menntakerfið. Ákveða hvar áherslur ættu að liggja og hvert við ættum að beina kröftum okkar og nýta þá varðandi fram ­ tíðarsýn í menntun og menntun­ arstigi þjóðarinnar. „Helsti veikleiki okkar Íslend­ inga er að við erum oft ekki með skýra sýn; það virðist vera mjög veik stefnumótun hjá fyrirtækj­ um og stofnunum. Það vantar langtíma stefnumótun, eins og hvernig við ættum að nýta auð ­ lindir okkar eða varðveita þær. Stefnumótun okkar í þeim efnum er veik. Það er eins og við eigum erfitt með að nýta hlutina sem best til lengri tíma. Við förum yfir ­ leitt alltaf í verkáætlun án stefnu­ mótunar. Við þurfum að breyta þessu og horfa til lengri tíma. Við náum ekki stöðugleika nema vera með góða stefnu mót­ un. Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa stefnumótun okkar, gera langtímaáætlanir. Það verða allir – stjórnarmenn, fyrir tæki og þeir sem eru virkir þátttakendur í samfélaginu – að gera. Mér finnst oft og tíðum eins og við séum að reyna að finna upp hjólið. Það sýnir sig að við erum með mjög litla reynslu í stjórnun og markaðsfræðum. Við erum ekki með mikla alþjóðlega þekkingu á þeim sviðum. Við eigum þess vegna að reyna að fá þessa þekkingu að utan og nýta hana, frekar en að reyna að finna upp hjólið sem hefur verið á ferðinni erlendis í langan tíma. Sækja þekkingu út Við höfum tekið þá stefnu hjá Vífilfelli að sækja þekkingu að utan. Eigendurnir eru erlendir, reka stór fyrirtæki í útlöndum í sömu greinum og við og hafa gert það af miklum myndarskap í marga áratugi. Við fáum þekk­ inguna frá þeim og færum hana yfir til okkar. Sú þekking hefur nýst okkur geysilega vel og mun gera í ókominni framtíð. Við erum ekki að segja þeim hvað þeir ættu að gera – erum ekkert að finna upp neitt hjól í þeim efnum. Fyrirtæki í okkar atvinnugrein­ um ættu að vera ófeimin við að sækja sér þá miklu þekkingu sem má finna úti í hinum stóra heimi.“ Samspil fyrirtækja og háskóla Árni segir að það vanti meira samspil fyrirtækja og háskóla. „Það er t.d. ekki oft sem við fáum óskir frá til dæmis prófessorum, eða þeim sem vinna í háskóla­ samfélaginu, um verkefni. Ef þær koma, þá koma þær frá nemendunum sjálfum. Það þarf að vera miklu virkari samvinna í sam bandi við ýmsar rannsóknar­ s kyldur innan háskólasamfélags­ ins – að gera ýmsar rannsóknir í samvinnu við fyrirtæki. Það verður að koma samskiptum skólakerfisins við fyrirtæki á annað stig þannig að atvinnu rek ­ endur fái betur að njóta þekk­ ingar úr háskólasamfélaginu og reynslan úr atvinnugreinunum gæti jafnframt gagnast í háskóla­ samfélaginu á margan hátt,“ sagði Árni Stefánsson, stjórnar­ maður hjá Vífilfelli. iðnaður skólPhrEinsistöð á stuðlahálsi „Við erum afar stoltir af skólphreinsistöð okkar, enda er stöðin merki­ legt fyrirbæri og margir hefðu gott af því að kynna sér hana. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi og hreinsar allt skólp og úrgang frá verksmiðjunni. Við skilum út í skólpkerfi Reykjavíkurborgar nánast hreinu vatni. Þetta er lífrænt ferli hjá okkur, sem brýtur niður skólpið og býr til metangas. Við nýtum það núna til að hita upp vatn,“ sagði Árni Stefánsson þegar hann sagði okkur frá skólphreinsistöðinni sem kostaði tæplega fimm hundruð milljónir króna. Stöðin, sem var byrjað að byggja árið 2011 og var tekin í notkun 2012, stendur á lóð Vífilfells við Stuðlaháls. „Þetta er dæmi um þekkingu sem hefur ekki verið fyrir hendi á Íslandi, að stjórna svona verksmiðju og sjá hvaða tækifæri gefast og geta komið út úr henni. Sum sveitarfélög og bæjarfélög á Íslandi uppfylla ekki staðla ESB varðandi losun úrgangs. Það er ánægjulegt að við hjá Vífilfelli séum að byggja upp þekkingu í þessum efnum. Með skólphreinsistöðinni erum við að svara kröfu frá The Coca­Cola Company. Allar verksmiðjur sem framleiða gosdrykki frá fyrirtækinu verða að vera með þannig hreinsistöð. Ef stöðin er ekki til staðar fá verksmiðjur ekki að framleiða vörur fyrirtækisins.“ Starfið í kringum stöðina, sem er sjálfvirk, er vel skipulagt. Það eru starfsmenn á sérstakri rannsóknarstofu sem bera ábyrgð á stöðinni. „Við erum með starfsfólk sem hefur byggt upp mjög góða þekkingu á hlutum sem aðrir hérlendis hafa litla reynslu af.“ Árni segir að Vífilfell sé mjög framarlega í umhverfismálum. „Draum­ urinn hjá okkur er að draga úr allri mengun, til dæmis frá bílunum sem við nýtum til að dreifa vörunum. Metangasið sem búið er til í hreinsistöðinni gæti nýst í því sambandi.“ öryggi Árni Stefánsson segir að Vífilfell leggi mikla áherslu á öryggi neytenda og starfsfólks. „Við erum með öryggisfulltrúa sem hefur yfirumsjón með öllu öryggi og sér um þjálfun og eftirlit. Öryggismál eru lengst komin á Íslandi innan álfyrirtækjanna, en við höfum tekið vel á þeim málum í samræmi við öryggisstefnu fyrirtækisins.“ • gæði: Árni segir að gæðastefna Vífilfells sé í samræmi við The Coca­Cola Company og að henni sé fylgt fast eftir. • Þjálfun starfsmanna: Allir starfsmenn Vífilfells hljóta þá þjálfun sem nauðsynleg er til að tryggja gæði vörunnar, markaðsstarfs og þjónustu. • Plast: Plastflöskurnar eru langvinsælustu umbúðirnar hjá Vífil­ felli. Verksmiðj an framleiðir allar plastflöskur sem fyllt er á. Flutt eru inn lítil plasthylki, sem blástursvélar blása upp. Aftur á móti eru dósir og gler flutt inn. Þess má geta að endurnýtingarhlut­ fall plastumbúðanna er yfir 90% og fara umbúðirnar í gegnum Endurvinnsluna. árni sagði að Íslendingar hefðu misst af mjög stóru tækifæri í hrun­ inu og eftir það við að endur skoða menntakerfið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.