Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 69
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 69 DHL er stærsta alþjóðlega flutningsfyrirtækið í heiminum og hjá því starfa 320.000 manns í 220 löndum. Frábært starfsfólk grunnur að viðskiptatryggð TexTi: Hrund HaukSdóTTir / Myndir: Geir ólafSSon oG Úr einkaSafni Hjá DHL á Íslandi eru 50 starfsmenn, en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í hrað­ flutningum allt frá stofnun þess árið 1982. Í dag býður fyrirtækið einnig upp á lausnir í flug­ og sjófrakt. Atli Freyr Einarsson er fram­ kvæmdastjóri DHL Express á Íslandi: „Eftir erfið ár í kringum hrunið hefur sendingamagn auk ist ár frá ári síðan 2010. Aukin net­ verslun, inn og út úr landinu, og breytt flutningsmynstur ís lenskra fyrirtækja spila þar stærstu rulluna. Fjármagnsbinding og kostnaður við stórt lagerhald hef­ ur í för með sér að árangursrík vörustýring styðst í síauknum mæli við hraðflutninga og flug­ frakt til að taka vörur skjótt inn til landsins í stað þess að hýsa þær til lengri tíma á eigin lager.“ Á seinni árum hefur DHL lagt ríkari áherslu á mikilvægi við ­ skipta tryggðar og áttar sig á að sú tryggð hefst hjá hæfu og „mótíveruðu“ starfsfólki, sem veit ir gæðaþjónustu, sem leiðir svo til aukinnar viðskiptatryggðar. Þjálfun á heimsvísu „Árið 2010 var lagt af stað með CIS (Certified International Spe­ cialist Program) í þeim tilgangi að þjálfa alla starfsmenn DHL á heimsvísu í að verða „vottaðir alþjóðasérfræðingar“. Þjálfunin gengur út á að þjálfa starfsfólk í öllu sem snýr að flutningsferlinu; auka hæfni þess og færni þannig að það sé betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavininn sem best. Allir starfsmenn í heiminum fara í gegnum sömu þjálfun og stöðugt bætast við ný námskeið. Í byrjun maí er næsta námskeið hjá DHL á Íslandi þar sem farið verður yfir gæðastefnu fyrirtækisins. DHL leggur einnig ríka áherslu á að verðlauna starfsfólk fyrir góðan árangur og vel unnin störf. Ársfjórðungslega er starfs­ maður ársfjórðungsins val inn í hverju landi fyrir sig og svo í lok árs er starfsmaður ársins valinn. Sigurvegarar hvers lands í Evrópu fara svo í lúxusferð á verðlaunahátíð, sem í ár verður haldin í Istanbúl. Á hverju ári fer fram ítarleg starfsmannakönnun sem gefur okkur innsýn í hvað er vel gert og hvað betur mætti fara. Niðurstöðurnar eru svo skoðaðar af vinnuhópi starfs­ manna sem kemur með tillögur að úrbótum. Margt af því sem við gerum í dag er tilkomið vegna grein ingar þessa vinnuhóps starfsmanna. Mæling viðskiptatryggð- ar mikilvæg Vegna áherslu okkar á tryggð viðskiptavina leggjum við metn­ að í að mæla viðskiptatryggð daglega með því að hringja fimm símtöl á dag í viðskiptavini sem hafa nýlega notað þjónustu okkar. Markmiðið er bæði að mæla NPS (Net Promoter Score), þ.e. hversu líklegir þeir eru til að mæla með þjónustunni, en eins til að geta farið yfir málin ef þeir hafa einhverjar athugasemdir varðandi þjónustuna. Í þeim tilvikum hringir deildarstjóri í við­ komandi viðskiptavin, gefi hann leyfi fyrir því, til þess að komast að því hvað mátti betur fara og fylgir málinu eftir og sér til þess að það sé leyst á farsælan hátt. Rödd viðskiptavinarins Mánaðarlega hittist vinnuhópur starfsmanna og stjórnenda og fer yfir það sem við köllum rödd viðskiptavinarins. Það eru þá til dæmis athugasemdir úr NPS­símtali. Í þessum vinnuhópi eru ákveðin verkefni tekin fyrir sem ættu að hafa bein áhrif til batn aðar á þjónustu okkar. Af framangreindu er ljóst að stefnan er sett á að veita gæða þjónustu í hvert einasta skipti. Markmið okkar undanfarið hefur verið að einfalda lífið fyrir við skiptavininn. Ef hann getur eytt meiri tíma í að skapa virði fyrir sitt fyrirtæki og minni tíma í umsýslu sendinga er hann líklegri til að ná árangri og hans árangur er okkar árangur. Með rafrænum flutningslausnum og MyDHL­viðmótinu hefur okkur tekist að einfalda flutnings­ ferlið og með því að finna hina full komnu flutningsleið styttum við flutningstímann og lækkum kostn að og veitum þannig yfir­ burði heim að dyrum.“ „Netlausnir okkar í gegn­ um MyDHL­viðmótið gera allt flutnings ferlið auðveldara, hvort sem það er að skrá sendingar, rekja feril þeirra eða fá rafræna reikninga.“ Fyrirtækið sinnir alþjóða hraðsendingum og fraktsendingum um allan heim. dHl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.