Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 76

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 76
76 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Grunnvinnan alltaf sú sama Hann leggur þó líka áherslu á að hefð bundn­ ir miðlar gegna enn mikilvægu hlut verki. Prentuð auglýsing er enn mikilvæg og mikið notuð. Hann spáir að svo verði um fyrirsján lega framtíð á Íslandi þótt það eigi ekki endilega við í öllum öðrum löndum. Sama er að segja um útvarp og sjónvarp. Þetta eru mikil­ vægir miðlar þótt vissulega nái rafrænir miðlar sífellt sterkari stöðu. „Auglýsand­ inn þarf líka að vinna sína grunnvinnu alveg eins og áður. Hann þarf að finna sinn markhóp og finna bestu leiðina til að koma boðskap sínum til þessa markhóps og með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Friðrik. Nýir miðlar marka þannig ekki endalok þeirra gömlu en nýju miðlarnir laða fram nýj­ ar aðferðir. Núna er svokölluð efnismarkaðs­ setning – content marketing á ensku – vinsæl. Þetta felst í að búin er til afþreying eða jafnvel skemmtiefni þar sem kynning á vöru eða þjónustu blandast inn í. Framleið­ andi orkudrykksins Red Bull hefur nýtt þessa aðferð með góðum árangri. Nýtt vín á gömlum belgjum „Með efnismarkaðssetningu er reynt að nálg­ ast neytandann á annan hátt en verið hefur. Ágæti vörunnar er ekki lýst beint fyrir honum heldur er vörumerkið látið tengjast einhverju áhugaverðu og skemmtilegu,“ segir Friðrik. Dæmi um þetta er þegar Red Bull lætur drykki sína tengjast ýmsum jaðaríþróttum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og mynd­ efninu oft dreift á netinu. Youtube og ýmsir félags­ miðlar eru mikilvæg ir við dreifingu á þessu efni. Markhópurinn notar Youtube. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt heldur en það er meiri vitund núna um að þessi aðferð við markaðssetningu er til og skilar árangri. Ný tækni og nýir miðlar ýta undir þetta,“ segir Friðrik. Spilað á tilfinningar Þetta leiðir líka hugann að mikilvægi vöru ­ merkja. Vörumerkin eru notuð til að ná tilfinningatengslum við neytandann. Friðrik bendir á að Apple, verðmætasta vörumerki okkar daga, nær þessum tengslum. „Tölva frá Apple gegnir sömu grunn þörf og venjuleg PC­tölva en samt er það nánast tilfinningamál fyrir notendur tölvunnar frá Apple að hún sé betri eða á mikilvægan hátt öðruvísi en aðrar tölvur,“ segir Friðrik og þarna ráða auglýsingar og markaðssetn ing úrslitum. Þannig verður tengingin til. Coca Cola er annað mjög verðmætt vörumerki þar sem tilfinningatengsl milli vörunnar og neytandans skipta öllu og þau tengsl hafa verið byggð upp á löngum tíma með markviss­ um hætti. „Tilfinningin hefur áhrif á bragðskyn ið. Þetta hefur verið prófað og við finnum raun veruleg an mun á bragðinu þegar við vitum hvaða vörumerki um ræðir en síður ef við vitum ekki um hvaða vörumerki ræðir. Þetta er því að einhverju leyti blekking en áhrifin eru raunveruleg,“ segir Friðrik. Dýr en viðkvæm vörumerki Hins vegar getur verið mjög flókið og dýrt að byggja upp vörumerki. Að einhverju marki er hægt að mæla verðmæti þeirra og meta til fjár. Þó er enginn algildur mælikvarði til á verðmæti vörumerkja annar en hvað aðilar á markaði eru tilbúnir til að borga fyrir þau. Og verðmæti vörumerkis getur glatast á einni nóttu ef þess er ekki gætt að verja þau. Dæmi um þetta eru franska flöskuvatnið Perri­ er og bandaríski barnamat urinn frá Gerber. „Eigendur þessara merkja – fyrirtækin – brugðust of seint við fréttum um eiturefni í vatninu og glerbrot í matnum. Töldu sig sennilega of sterka á markaði til að þurfa að hafa áhyggjur af málinu og vöru­ merkjavirði glataðist. Verðmætið liggur í tilfinningu neytand­ ans,“ segir Friðrik. Tíska skiptir miklu Tilfinningin fyrir vörumerkjunum er líka háð tísku. Þau þurfa að vera nútímaleg og töff ef þau eru ætluð fyrir þannig þenkjandi markhópa. Það selur að segjast vera vist­ vænn – organic – og laus við eiturefni. Það vekur jákvæðar tilfinningar. Jafnvel seljendur ákveðina vodkategunda segja vöru sína vistvæna og þó er vínandinn í vökvanum miklu hættulegri en óveruleg aðskotaefni. Það skiptir miklu að nota réttu orðin. Friðrik skrifaði sjálfur dokt orsritgerð um ímynd raforku á mörkuðum í nok­ krum ríkjum Evrópu. Uppruni orkunnar skiptir máli fyrir ímynd hennar og verð. Krafa um jákvæða ímynd getur verið breytileg eftir mörkuðum en það skiptir máli að vera vistvænn og það hefur áhrif á vilja fólks til að greiða hærra verð fyrir „góða“ raforku. Það er þó enn þá svo að mikill meiri hluti horfir svo til einungis til verðs. Ókeypis samfélags miðlar? Fyrirtæki leitast líka við að vera á félags miðl­ um eins og facebook og twitter. Þó má spyrja sig hvort þetta skilar árangri við kynningu á vöru eða þjónustu. Er það fyrst og fremst nútímalegt að vera virkur á þessum miðlum? „Ég held ekki að fjöldi „læka“ sé mælikvarði á vinsældir. Það má heldur ekki gleyma að fyrirtæki ná ekki til allra gegnum þessa nýju samfélagsmiðla og þeir spara ekki fyrirtækj­ unum grunnvinnuna, sem er að skilgreina markhópinn og aðferðina til að ná til hans. Það er grunnvinnan sem verður að vinna í öllum fyrirtækjum. Þetta fæst ekki ókeypis bara með því að vera á netinu,“ segir Friðrik og bendir á að því markaðshneigðara sem fyrirtæki sé, því betur farnist því. „Félagsmiðlarnir skipta ef til vill mestu í því að þeir hafa selt fyrirtækj unum aðgang að þér. Þar sést á hverju þú hefur áhuga og svo MarkaðsMál „Erlendis er æ algengara að mark aðsstjórarnir færist upp í forstjóra­ stólinn. “
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.