Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 79
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 79
TexTi: GíSli kriSTJánSSon
Uppskeruhátíð ÍMARK:
lúðraþytur í Háskólabíói
A uglýsingastofan Brand en burg fékk flest verðlaun, fimm lúðra, á hinni árlegu
afhendingu Íslensku auglýsinga
verðlaunanna, Lúðrinum, sem
fór fram við hátíðlega athöfn í
Há skólabíói.
Næst kom Jónsson & Le’macks
með tvenn verðlaun. Pipar/ TBWA
var valin besta stofan í ár legri
könnun Gallup meðal mark aðs
stjóra og hlaut auk þess verð laun
fyrir bestu herferðina.
Ný verðlaun voru veitt í ár, en
dómnefnd athyglisverðustu
auglýsingar ársins ákvað að
veita sérstök fagverðlaun fyrir
metnaðarfulla og fagmannlega
vinnu í auglýsingagerð á árinu
2014. Þeir sem hlutu fagverð
launin voru:
• 66°norður-teymið hjá
Jóns son og Le’Macks
fyrir textagerð í Jökla
Parka-leik.
• Einar geir ingvarsson
fyrir listræna stjórnun í
geysis herferðinni.
• hörður kristbjörnsson og
daníel freyr atlason fyrir
listræna stjórnun í bláa-
lónsherferðinni.
• sigurður Eggertsson fyrir
myndskreytingu í Lands-
bankaherferðinni.
• Ross McLennan fyrir
kvikmyndatöku í Inspired
by Iceland-herferðinni.
Þetta er í tuttugasta og níunda
sinn sem Lúðurinn er afhentur á
vegum ÍMARK, félags íslensks
markaðsfólks, í samráði við Sam
band íslenskra auglýsingastofa
(SÍA). Tilgangur Lúðursins er að
vekja athygli á vel gerðu auglýs
ingaefni og veita aðstandendum
þess verðskuldaða athygli.
sigurvEgarar í Einstök um
flokkum voru ÞEssir:
Í flokki kvikmyndaðra auglýsinga
vann Íslenska auglýsingastofan
fyrir auglýsinguna Velkomin
heim um jólin sem gerð var fyrir
Icelandair.
Ekki þótti sjálfgefið í dómnefnd
hvaða fimm auglýsingar skyldu
hljóta tilnefningar í flokki kvik
myndaðra auglýsinga í þetta
sinn. Niðurstaða um sigurvegara
var þó með nokkrum yfirburðum:
– Um er að ræða vel útfærða
hugmynd á skilaboðum sem
hitta beint í mark, bæði gagnvart
markhópnum og neyslutilefninu.
í flokki kvikmyndaðra
auglýsinga
tilnEfningar voru:
Velkomin heim um jólin
Icelandair – sigurvegari
Fegurðin kemur að innan (BL)
Lottó
Greip
Styttu ferðalagið
Í flokknum veggspjöld og skilti
vann Brandenburg fyrir auglýs
inguna Tívolí sem unnin var fyrir
Stuðmenn. Margir þóttu koma til
greina í þessum flokki en þó var
sigurinn afgerandi.
– Veggspjöldin fyrir Tívolí þóttu
tengjast viðfangsefninu vel, vera
sérstaklega falleg og koma skila
boðunum vel til skila án frekari
útskýringa eða stuðnings frá
öðr um miðlum.
í flokknum vEggsPjöld
og skilti
tilnEfningar voru:
Tívolí – sigurvegari
Geysir
Hinsegin dagar
Krítarmjólk
Víking
Brandenburg sigraði í flokkn
um umhverfisauglýsingar og
viðburðir með auglýsingu sem
unnin var fyrir Kjörís.
Fjörugar umræður urðu að
sögn í dómnefnd um þennan
flokk og margir góðir kandídatar.
Þó var einhugur um niður
stöðuna.
Sigurvegarar í flokkum auglýsinga og rökstuðningur dómnefnda