Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 87

Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 87
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 87 í hvað set ég tímann minn? Hversu stórt hlutfall af tíma mín um fer í mikilvæg verkefni sem eru þó án tímamarka (e. import ant and not urgent), s.s. að vera til staðar fyrir mitt fólk, leiðbeina því, veita upp­ byggilega endur gjöf, bjóða stuðning, hjálpa því að þróast í starfi, spyrja það um þeirra hugmyndir og tillögur, mynda tengsl o.s.frv. hversu duglegur er ég að sinna eigin þróun í starfi? Hvaða bækur hef ég lesið eða hvaða hljóðbækur hef ég hlustað á nýlega? Hvaða fyrirlestra hef ég sótt eða fylgst með á netinu? Hvað er langt síðan ég sótti námskeið sem getur gert mig að betri stjórnanda? Hef ég nýtt mér markþjálfun? Er ég í öflug­ um mastermind­hóp eða fagfélagi? Öflugir stjórnendur nýta sér nýjustu rannsóknir og kenn­ ingar um það sem best þykir í stjórnun á hverjum tíma. Til þess þarf gjarnan gott sjálfstraust, að þora að láta af ýmsum þrautreyndum aðferð­ um og taka upp nýjar. Nú er mikið í umræðunni að þeir sem vilja ná árangri, stjórnendur og aðrir, þurfi að vera öflugir leiðtogar í eigin lífi og starfi (e. self­leadership). Fyrst þegar fólk hefur náð því getur það farið að vera leiðtogar annarra eða leið­ togar ákveðinna niðurstaðna. Það að vera leiðtogi yfir sjálfum sér krefst þess að þú hafir þroskaða sýn á hver þú ert, hvað þú ert fær um, hvert þú stefnir – ásamt getunni til að hafa stjórn á eigin framkomu, tilfinningum og hegðun á leið þinni að tak­ markinu. Einnig er talað um nýja nálgun við að nálgast og stjórna fólki, með því að tengjast sjálfum sér betur og þannig ná betur að tengjast og vinna með sínu fólki (e. heart based leadership). Þessi nálgun krefst þess að stjórnendur þori að líta inn á við, vita fyrir hvað þeir vilja standa, hvernig þeir geta nýtt styrkleika sína sem best, orðið betri í að eiga góð samskipti og hvert þeir stefna með sig sjálfa. Stjórnend­ ur sem ná þessum tengslum taka ákvarðanir út frá því sem þeir vita að er rétt og samræmist þeirra gildum og góðri siðfræði. Þeir stjórnendur sem þora að vera stjórnendur á þennan hátt, þora að láta af eldri og viður­ kenndum aðferðum og hugmynd­ um, leggja gjarnan mikið upp úr því að fá starfsfólk til að sjá tilgang með störfum sínum, hlusta á starfsfólk sitt, kalla eftir hug­ myndum þess að úrlausn mála og þar fram eftir götunum. Þeir þora einnig að viður­ kenna að þeir viti ekki allt best sjálfir, hika ekki við að spyrja undirmenn sína ráða, þora að endurskoða ákvarðanir, biðjast afsökunar og hafa nógu mikið sjálfstraust til að leyfa sínu fólki að eiga heiðurinn af verkum sínum og blómstra í starfi. Það besta við að fá að vera með mannaforráð og þora að vera góður stjórnandi, sam­ kvæmur gildum sínum og nýj­ ustu hugmyndum um stjórnun, er einmitt að hjálpa sínu fólki að ná árangri, fagna og samgleðjast því. Þorir þú að prófa nýja nálgun í þinni stjórnun? Starfsmenn kvarta yfir því að fá ekki uppbyggj­ andi endurgjöf, hvatn­ ingu, hrós eða fagnaðar­ stundir þegar áföngum er náð – en fá mjög fljótt að vita af því ef eitthvað má betur fara. Við uppeldi barna þarf meðal annars að leiðbeina, styðja, byggja upp traust í samskiptum, hlusta, sýna heilbrigðan aga, vera samkvæmur sjálfum sér, setja skýr mörk, þora að segja já, þora að segja nei, hvetja, hrósa, fagna og halda upp á áfanga, þora að sleppa tökunum, treysta og samgleðjast. Hvað vil ég að mitt fólk læri af mér? Hvað geri ég til að hjálpa mínu fólki að vaxa og eflast í starfi, að verða öflugra en þegar ég fékk það undir mína ábyrgð? Hvaða ákvarð­ anir þarf ég að taka? Hvaða áföngum ætla ég að ná með mitt fólk á hverjum ársfjórðungi þessa árs?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.