Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 89
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 89
sér gjarnan sjálfir til hreyfings ef
tækifæri til starfsþróunar eru ekki
sýnileg á vinnustaðnum. Þannig
getur það líka verið mikil hvatn
ing fyrir efnilega millistjórnendur
og sérfræðinga að sjá tækifæri
til vaxtar og starfsþróunar innan
fyrirtækisins.
Það er alls ekki sjálfgefið að
mannauðurinn ávaxtist í daglegri
vinnu starfsmanna. Ef ekki er
hugað að þessum þætti sérstak
lega er alls ekki víst að til verði
heppilegir arftakar þegar á þarf
að halda.
Það ætti þess vegna að vera
markmið hjá öllum fyrirtækjum
sem vilja standa vel að vígi að
huga vel að arftaka og starfs
þróunaráætlunum. Með því móti
geta þau ævinlega haft á að
skipa hæfum einstaklingum sem
eru tilbúnir að takast á við ný
verkefni og störf á hverjum tíma
ef lykilmenn hverfa á braut.
mikilvægasta auðlindin
Þótt mörgum finnist stundum
vanta að hugur fylgi máli þá er
ekki ofsögum sagt að mann
auðurinn er ein mikilvægasta
auðlindin og eitt helsta sam
keppnisvopnið í hinu kvika og
síbreytilega umhverfi sem við
búum við í viðskiptalífinu. En
þrátt fyrir að mannauðurinn búi
yfir mikilli þekkingu og hæfni
er alls ekki sjálfgefið að unnt
sé að virkja það til árangurs.
Til að svo megi verða þurfa að
koma til bæði hvatning og réttar
aðstæður.
Starfsþróunaráætlanir og starfs
þróunarverkefni eru verk færi
sem geta, ef vel er að staðið,
virkað mjög hvetjandi og jafn
framt skapað kjöraðstæður til
efl ingar og vaxtar fyrir efnilegt
starfsfólk. Þátttaka í starfsþró
unarverkefnum getur stuðlað að
jákvæðum viðhorfum og hugs
unarhætti starfsfólks og um leið
aukið afkastagetu og framleiðni.
Ánægðir starfsmenn eru fúsir til
þess að leggja harðar að sér í
þágu fyrirtækisins og skapa gott
andrúmsloft og starfsanda.
Markviss beiting verkfæra sem
stuðla að ánægju og gleði bygg ir
undir starfshvatningu og starfs
þróun. Það er þekkt staðreynd
að ánægðir starfsmenn eru
áhuga samari en óánægðir starfs
menn. Fyrirtæki með ánægða
starfsmenn ná því gjarnan betri
rekstrarárangri en fyrirtæki þar
sem starfsleiði er ríkjandi. Þess
ari staðreynd ættu stjórnendur
að taka mið af við skilgreiningu á
starfsmannastefnu fyrirtækisins.
Til að geta skipulagt markviss
ar aðgerðir til að efla fólk í starfi
þurfa stjórnendur að vita hvaða
atriði efla og hvaða atriði skyggja
á ánægju hvers og eins í starfi.
Lítil starfsánægja getur orsakað
mikla starfsmannaveltu hjá fyrir
tækinu sem ekki aðeins þýðir það
að mikilvæg þekking og reynsla
getur tapast heldur getur það líka
verið mjög kostnaðarsamt.
Með því að veita starfsmönnum
umboð til að taka sjálfstæðar
ákvarðanir í starfi, sem geta leitt
til hagræðingar hjá fyrirtækinu
eða bættrar þjónustu, næst betri
árangur. Ef vel tekst til stendur
fyrirtækið sterkara eftir og er
með ánægðari starfsmenn.
starfsÞróunarvErkEfni
Starfsþróunarverkefni miðast við
að samstilla og fá þarfir, hæfni
og markmið starfsmanna til þess
að falla að framtíðartækifærum
sem fyrirtækið getur veitt. Slík
verkefni eru skipulögð með það
fyrir augum að auka líkur á því
að fyrirtækið hafi á að skipa rétt
um einstaklingum, á réttum stað,
á réttum tíma. Markviss stjórnun
starfsþróunar gerir í raun kleift
og tryggir að mannauðurinn sé
nýttur á skilvirkan hátt.
Helsta áskorunin við skipu
lagða starfsþróun er að skilgreina
markmið með verkefninu og for
sendur fyrir vali á þátttakendum.
Þá reynir m.a. á að fyrirtækið
hafi góðar upplýsingar um og
yfirsýn yfir hæfni og frammistöðu
starfsmanna.
Algengt er að skilgreina
starfs þróunarverkefni á þrjá
vegu:
1. starfsþróun í núverandi
starfi. Þar sem mark
miðið er að auka hæfni og
ábyrgð í núverandi starfi
og auka þannig ánægju
og ábyrgð starfsmanns.
2. Starfsvíkkun. Þessi
aðferð er stundum kölluð
lárétt endurhönnun í
starfi. Hún gengur út á að
auka fjölbreytni starfsins
með því að bæta við
tengdum verkefnum á
sama stigi.
3. starfsauðgun. Þessi
aðferð er svonefnd lóðrétt
endurhönnun í starfi.
Markmiðið er þá að gefa
einstaklingnum meira
sjálfstæði og ákvörðunar
vald yfir skipulagningu,
framkvæmd og eftirliti á
eigin vinnu. Starfið verður
flóknara og gerir meiri krö
fur til starfsmannsins og
með tímanum verður hann
hæfari til að takast á við
meira krefjandi verkefni.
Það eru einkum fjórir þættir
sem huga þarf sérstaklega vel
að við skipulagningu starfsþró
unarverkefna. Í fyrsta lagi að
skilgreina skýr markmið með
verkefninu. Í öðru lagi að vanda
val á þátttakendum. Í þriðja lagi
að vanda til viðtala við þátttak
endur sem tekin eru við upphaf
verkefnisins. Í fjórða lagi að út
búin sé skýr starfsþróunaráætlun
til næstu tólf til átján mánaða.
1. Markmið starfsþróunar-
verkefnis:
• Markmið starfsþróunar
verkefnis ætti að tengjast
stefnu fyrirtækisins.
• Verkefni þarf að tengj
ast því hver lykilhæfni
fyrirtækisins er og
hvernig henni verður
viðhaldið.
• Mikilvægt er að svara
spurningum eins og
hvort tilgangurinn með
verkefninu sé að finna
framtíðarstjórnendur eða
arftaka í almenn störf.
• Jafnframt að íhuga hver
er æskileg breidd innan
fyrirtækisins m.t.t. bak
grunns starfsmanna.
Hve margar konur eru
í skipuriti fyrirtækisins?
Hver er aldursdreifing
stjórnenda? Hvernig er
menntun og meðalaldur
stjórnenda? Allt þetta
gæti haft áhrif á val á
þátttakendum.
Við val á framtíðarstjórn
anda er mikilvægt að
skoða hvort hann hefur
ánægju af því að sjá aðra
vaxa í kringum sig, hefur
leiðtogahæfileika, jákvæð
áhrif á aðra og nær
árangri.