Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 90

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 2. Val á þátttakendum • Það getur verið kostnaðar­ samt ef ekki tekst vel til með val á þátttakendum. Mjög góður sölumaður þarf t.d. ekki endilega að verða góður stjórnandi. • Það þarf að íhuga hvaða starfsmenn eru með yfirburðahæfni, sýna af­ burða frammistöðu og hafa möguleika á að vaxa innan fyrirtækisins. • Skoða hvaða starfsmenn vinna best samkvæmt gildum fyrirtækisins. • Skynsamlegt er að skoða hvort hætta er á að mikil­ væg þekking tapist vegna núverandi samsetn ingar starfsmannahóps eða vegna aldurs. • Við val á framtíðarstjórn­ anda er mikilvægt að skoða hvort hann hefur ánægju af því að sjá aðra vaxa í kringum sig, hefur leiðtoga­ hæfileika, jákvæð áhrif á aðra og nær árangri. • Starfsmenn sem eru valdir í starfsþróunarverkefni verða að fá svigrúm til að læra og þróast í starfi og þurfa því stuðning frá sínum næsta yfirmanni. Oftast eru þátttakendur tilnefndir í verkefnið, annaðhvort af stjórnendum eða samstarfs­ mönnum. • Í flestum fyrirtækjum fá starfs menn ekki greitt aukalega fyrir að taka þátt í starfsþróunarverkefni. Þjálfunin getur verið kostn­ aðarsöm og er yfirleitt litið á tækifæri til þátttöku sem umbun í starfi og möguleika á starfsþróun síðar meir innan fyrirtækisins. 3. Viðtal við þátttakendur • Ekki er óalgengt að þátt­ takendur fari í formlegt ráðningarviðtal áður en endanlegt val á þátttak­ endum fer fram og oft er þeim falið að leysa ein­ hvers konar verkefni. • Í viðtali við þátttakendur er rýnt í hvaða þekkingu, færni eða viðhorf starfs­ maðurinn þarf að efla til að ná árangri í starfi. Farið er yfir hvort skortir þekkingu á fyrirtækinu og starfsemi þess, á hvaða hátt þekking og hæfileik­ ar geta nýst betur, hvaða möguleika starfsmaður sér til starfsþróunar innan fyrirtækisins og hvert framtíðarmarkmið viðkomandi í starfi innan fyrirtækisins er. • Starfsþróunarmöguleikar skoðaðir þ.e. á starfs­ þróun í eigin starfi, starfsauðgun eða starfs­ víkkun. 4. starfsþróunaráætlun útbúin • Áætlun útbúin til tólf til átján mánaða. • Áætlunin er klæðskera­ saumuð að viðkomandi starfsmanni og getur falið í sér formlega þjálfun, fræðslu, sjálfs­ nám, markþjálfun, hitta starfsþjálfa (mentor), inn­ an eða utan fyrirtæksins, starfaskipti milli deilda, nám á neti o.fl. • Í flestum fyrirtækjum eru það mannauðsdeildir sem bera ábyrgð á skipulagn­ ingu og utanumhaldi starfsþróunarverkefna. • Það er árangursríkt að stjórnendur innan fyrir ­ tækisins taki þátt í þjálfun starfsmanna og taki að sér hlutverk starfsþjálfa á þessu tímabili. • Huga þarf að því að efla tengslanet þátttak­ enda og þekkingu þeirra á fyrirtækinu. Rannsóknir sýna að formleg starfsþróunar­verkefni auka árang ur fyrirtækja og ánægju starfsmanna. Sjálfstraust starfsmanna og hæfni eykst, þekking þeirra á rekstri og starfsemi fyrirtækisins eykst og tengslanet eflist. Með öflugum starfsþróunar verkefnum aukast líkurnar á því að þú eigir góðan liðsauka á varamannabekknum þegar á þarf að halda. Áætlunin er klæðskera­ saumuð að viðkomandi starfsmanni og getur falið í sér formlega þjálfun, fræðslu, sjálfsnám, markþjálfun, hitta starfs­ þjálfa (mentor), innan eða utan fyrirtæksins, starfaskipti milli deilda, nám á neti o.fl. Fyrirtæki með ánægða starfsmenn ná því gjarn­ an betri rekstrarárangri en fyrirtæki þar sem starfsleiði er ríkjandi. Vinnan er stór hluti af lífi þínu og til að njóta starfsánægju þarftu að takast á við ögrandi hluti sem eru þér einhvers virði. Eina leiðin til að ná slíkum árangri er að vinna af eldmóði og hafa gaman af því sem þú fæst við. Ef þú hefur ekki fundið starf sem skilar þér vellíðan haltu þá áfram að leita að því. Engar málamiðlanir í þeim efnum. Láttu hjartað ráða og þá veistu um leið hvenær rétta starfið rekur á fjörur þínar. – Steve Jobs stjórnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.