Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 94

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 94
94 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 kVikMyndir Fyrr á þessu ári fékk Meryl Streep sína 19. óskarstilnefningu og bætti þar með eigið met í tilnefningum og er aldrei að vita nema við bætist ein eða jafnvel tvær tilnefn- ingar á næsta ári því aldrei þessu vant eru tvær kvikmyndir frumsýndar sem skarta Meryl Streep. Önnur er Ricki and The Flash, þar sem hún er í aðalhlutverki, og hin er Suffragette, þar sem hún er í aukahlutverki sem kvenréttindakonan Emmeline Pankhurst. Rafmögnuð Meryl Streep TexTi: HilMar karlSSon Y firleitt lætur Meryl Streep sér nægja að leika í einni kvikmynd á ári, sem er ágæt staða fyrir aðrar leikkonur á henn ar aldri þar sem vitað er að yfirleitt eru henni boðin kröfuhörð kvenhlutverk á undan öðrum svo það er engin furða að hún skuli alltaf vera í úrvalskvikmyndum og í fjölbreyttum hlutverkum þar sem miklir leikhæfileikar hennar nýtast vel. Ekki er hægt að hugsa sér ólíkari hlutverk en rokksöngkon­ una og gítarleikarann Ricki Randazzo í Ricki and The Flash og kvenréttindakonuna Emmel­ ine Pankhurst sem var leiðtogi breskra kvenna þegar þær gerðu uppreisn gegn karlaveldinu snemma á síðustu öld. Ekki þarf að efast um að Meryl Streep á eftir að gera báðum hlutverkum góð skil. Streep er fín söngkona, eins og hún sannaði í Mama Mia, og bætir nú við gítarleiknum. Og sem bresk kvenréttinda­ kona hlýtur það að koma henni til góða að hafa leikið Margaret Thatcher í The Iron Lady, en fyrir það hlutverk fékk hún sín þriðju óskarsverðlaun. Engum þarf að koma á óvart að einn helsti styrkur Streep er hversu vel hún fer með ólíkan málhreim í enskri tungu og engin tilviljun að mörg hennar þekktustu hlutverk eru byggð á raunveru­ legum persónum. Minnst hefur verið á Margaret Thatcher og bæta má við Juliu Child, Ethel Rosenberg, Karen Silkwood, Karen Blixen, Robertu Guasppari, Lyndy Chamberlain, Susan Or­ lean og nú Emmeline Pankhurst. Að ná að leika allar þessar konur nánast fullkomlega krefst mikillar vinnu og Meryl Streep er orðlögð fyrir vinnusemi og mikinn undir­ búning. bEst En Ekki launahæst Metið sem Meryl Streep á í óskars ­ tilnefningum verður sjálf sagt aldrei slegið en þótt hún sé með flestar tilnefningar leikara á hún langt í land með að ná tónskáldinu John Williams í til nefningum en hann er með 45 tilnefningar á bakinu. Svo á hún enn eftir að jafna Katherine Hepburn í fjölda óskarsverðlauna; hún hlaut fern alls en Streep hefur hlotið þrenn. Það er þó að öllum líkindum tímaspursmál hvenær Meryl Streep jafnar metið. Engum þarf að koma á óvart að hvar sem borið er niður þegar velja á bestu og áhrifamestu kvik­ myndaleikkonur allra tíma trónir Meryl Streep á toppnum á öllum listum. Hvað varðar tekjuhæstu leikkonurnar þá er Streep langt á eftir þeim tekjuhæstu enda setur hún engar launakröfur þegar hún velur hlutverk, tekur því sem henni er boðið, sem eru samt eng ar smáupphæðir. Talið er að hún hafi í tekjur rúmar þrjár milljónir dollara á ári þegar búið er að borga skatta og annan kostnað, sem er dágóð upphæð fyrir hana og fjölskyldu hennar, sem samanstendur af eiginmanni hennar, myndlistarmanninum Don Gummer, og fjórum börnum, einum syni og þremur dætrum, sem öll eru farin að vinna fyrir sér. Eru tvær eldri dætur hennar, Mamie og Grace, leikkonur sem hafa gert það gott á síðustu árum. Meryl Streep er dugleg að styðja við góð málefni, má þar nefna samtök sem stuðla að meiri þátt töku kvenna í atvinnulífinu, söfn sem halda á lofti störfum kvenna, rannsóknir sem stuðla að framförum í lyfjum gegn eyðni og húsaskjóli fyrir heimilislausa. mæðgur lEika saman Af þeim tveimur kvikmyndum með Meryl Streep sem frumsýnd­ ar verða á árinu verður Ricki and the Flash frumsýnd á undan. Þar leikur Streep enn eina persónu sem bætist við fjölbreytileika í hlutverkavali og að auki fær hún tækifæri til að leika á móti elstu dóttur sinni, Mamie Gummer, sem þegar hefur getið sér gott orð í Ricki and the Flash. Meryl Streep í hlutverki rokksöngkon­ unnar Ricki Randazzo. Barack Obama Bandaríkjaforseti veitir Meryl Streep Presidential Medal of Freedom við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í fyrra. Meryl Streep ásamt dætrum sínum þremur. Myndin er tekin fyrir einum tíu árum þegar Streep var að taka á móti einni af fjölmörg­ um viðurkenningum sem hún hefur fengið í gegnum tíðina.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.