Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 fyrst & fremst Eina fyrirtækið sinnar tegundar Áslaug Magnúsdótt­ir lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands, meistaraprófi (LLM) frá Duke­háskóla í Bandaríkjun­ um og MBA­námi frá Harvard Business School. Hún vann í nokkur ár sem ráðgjafi hjá Mc­ Kinsey í London, hún vann hjá Baugi þar í borg og hélt síðan til Bandaríkjanna þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri hjá Marvin Traub í New York um nokkurra ára skeið en um er að ræða ráðgjafarfyrirtæki sem hefur einbeitt sér að ráðgjöf í tísku heiminum. Þess má geta að langt viðtal við Áslaugu birtist í Frjálsri verslun árið 2007 þegar hún vann þar. „Ég hef unnið sem fjárfestir, ráðgjafi og stjórnandi innan tískuheimsins í mörg ár. Á þeim árum hef ég oft heyrt frá hönn­ uðum að margt af því sem þeir hafa hannað hafi aldrei staðið viðskiptavinunum til boða því verslanir kaupa inn einungis lítinn hluta af þeirri hönnun sem sýnd er á tískusýningum. Ég hef einnig heyrt frá fjölmörgum kon­ um að þær hafi séð ákveðnar flíkur á tískusýningum sem þær hafa horft á á netinu og hefðu gjarnan viljað eignast en hafi ekki staðið til boða í verslunum. Ég vildi því leggja áherslu á að finna leið til að tengja hönnuðina beint við viðskiptavinina – við þá sem kunna best að meta hönn un þeirra.“ Stofnendur og eigendur Moda Operandi eru tveir: Áslaug og Lauren Santo Domingo auk þess sem fjárfest­ ar eiga einnig hlut í fyrirtækinu. Lauren vann lengi sem „contri­ buting editor“ eða ráðgefandi ritstjóri hjá Vogue. Sautján manns starfa hjá fyrir tækinu í New York. geta valið úr öllu Moda Operandi er að sögn Ás laugar eina fyrirtækið sinnar tegundar – bæði hvað varðar það að viðskiptavinir geti pantað nýjustu tísku innan nokkurra daga frá tískusýningu ákveðins hönnuðar sem og að þeir geti valið úr öllu sem hönnuður sýnir á hverri tískusýningu. „Fyrir tíu árum virkaði það kerfi, sem er ennþá við lýði, þar sem viðskiptavinir höfðu ekki vitn eskju um hvað væri í boði eftir sýningar. Það sem þeir sáu á þeim tíma var aðeins það sem verslanir höfðu keypt og buðu síðan til sölu. Fólk hefur svo miklu meiri þekkingu á tísku núna veg­ na auðvelds aðgangs að upp­ lýs ingum og getur því séð alla nýjustu hönnun á netinu jafnvel meðan á sýningu stendur. Það er mikilvægt að koma til móts við áhugasama viðskiptavini sem gera kröfur um að tryggja sér hlutina strax og vilja ekki bíða í marga mánuði. Það er ljóst að þegar fólk sér eitthvað sem það hefur áhuga á að fjárfesta í ætti það að vera sjálfsagður hluti samskipta við viðskiptavininn að bregðast við fljótt og vel.“ vera Wang og Nina ricci Áslaug segir að heimsmark aður­ inn fyrir lúxusvörur hafi minnkað talsvert frá árinu 2007 til 2009 en á árinu 2010 hafi aftur orðið mikill vöxtur á markaðnum í nánast öllum heimshlutum. „Ég held reyndar að margir hafi ákveðið að vanda valið meira en þeir gerðu áður – kaupa færri stykki en virkilega einblína á gæði og sérhæfða hönnun. Moda Operandi­síðan hentar mjög vel þeim sem vilja vanda valið og kaupa hágæðavöru.“ Hvað varðar áherslur í rekstrin­ um segir Áslaug að það sé að bæta við viðskiptavinum og auka vöruúrvalið jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að kynna bestu hönnun í heimi og veita bestu mögulegu þjónustu.“ Áslaug segir að í upphafi hafi Moda Operandi verið í samstarfi við um fimmtíu bestu merkin og á meðal þeirra eru Vera Wang, Missoni, Nina Ricci, Matthew Williamson og Alberta Ferretti. „Við vinnum beint með hönn­ uðum sem vörurnar koma frá. Við förum almennt á vinnustofur þeirra einum til tveimur dögum eftir tískusýningar og tökum myndir af vörunum frá ýms­ um sjónarhornum þannig að við skiptavinir okkar fái að sjá öll smá atriði svo sem efni, sauma og skreytingar. Við setjum vör­ una á sölu á Moda Operandi­ síðunni nokkrum dögum eftir myndatökuna og eru vörurnar á síðunni í allt að viku í senn. Eftir að sölu lýkur sendum við hönnuðinum pöntun fyrir þeim vörum sem viðskiptavinirnir hafa pantað. Við erum því ekki með lager nema á þeirri vöru sem þegar hefur selst.“ Nokkrir stílistar vinna hjá Moda Operandi við að svara spurn­ ingum viðskiptavina allan sólar­ hringinn. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Hönnuðirnir eru afskap­ lega spenntir fyrir því að hafa tækifæri til að selja alla línuna sína og að fá svona fljótt upp­ lýsingar um hvaða vörum við­ skiptavinir eru spenntastir fyrir. Þetta gerir hönnuðunum kleift að skipuleggja framleiðsl una betur. Viðskiptavinir hafa líka tekið mjög vel í þessa hugmynd. Eftir ein ungis fimm vikur í rekstri erum við strax komin með marga fasta kúnna sem versla hjá okkur einu sinni til tvisvar í viku.“ Áslaug Magnúsdóttir er annar eigandi og framkvæmda- stjóri Moda Operandi sem selur hátískuföt á netinu nokkr- um dögum eftir tískusýningar hönnuðanna. Moda Operandi: TexTi: svava JónsdóTTir Áslaug Magnúsdóttir. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Hönnuðirnir eru afskaplega spenntir fyrir því að hafa tækifæri til að selja alla línuna sína og að fá svona fljótt upplýsingar um hvaða vörum viðskiptavinir eru spenntastir fyrir.“ iPhone 4 Stundum eru orð of fátækleg til að lýsa upplifuninni. Stærsti skemmtis ta›ur í heimi! d a g u r & s t e in i 3.000 kr. símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 250 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort. Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter 7.990 kr./18 mán. iPhone 4 16 GB 3.000 kr. notkun á mán. í 12 mánuði fylgir! Staðgreitt: 139.990 kr. 3.000 kr.símnotkun ámánuði í 12mán. fylgiriPhone 4hjá Nova!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.