Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 84
84 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
Eftir á að hyggja hefði ég viljað að bókin væri aðeins styttri,“ segir Guðni við Frjálsa verslun. Um leið vonar hann að þessi umtalaði doðrantur verði ein af vörð unum á
leið íslenskra ævisagna til meiri virðingar.
Á Íslandi hafa ævisögur oft verið skrif
aðar sem lofrullur um söguhetjuna og
ætlað að standa eins og bautasteinar við
minningu þeirra. Í öðrum löndum, sér
stak lega í hinum enskumælandi heimi,
eru ævisögur hins vegar virtur þáttur í
sagn fræðirannsóknum og gagnrýnislausar
lof gerðir ekki settar á prent.
Frjáls verslun bað Guðna að líta til baka og
segja hvernig höfundinum sjálfum hefur þótt
takast til. Voru viðbrögðin við bókinni önnur,
jafnvel harðari, en hann átti von á?
einstæður efniviður
„Ég vissi að þetta efni vekti áhuga og að
ég væri með einstæðan efnivið í höndum,“
segir Guðni. Hann vísar þar í dagbækur og
minnisblöð Gunnars, heimildir sem ekki
hafði verið vitnað til áður og gátu þessa
vegna varpað nýju ljósi á stóran hluta
stjórn málasögu liðinnar aldar – og hugsan
lega okkar aldar.
Guðni bendir á að Gunnar hafi tekið þátt í
stjórnmálum á Íslandi í meira en hálfa öld.
Það er óvenjulangur ferill. Hægt að segja
að minnst þrjár kynslóðir stjórnmálamanna
hafi komið og farið en hann lengst af í eld
línunni á sama tíma. Gunnar var ráðherra
í alls 13 ár, borgarstjóri í 12 ár og alþingis
maður með hléum frá 1934 til 1983.
„Gunnar var á ferðalögum með Jóni
Þorlákssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins,
árið 1930 og hann var forsætisráðherra árið
1983, 53 árum síðar,“ segir Guðni. „Þetta er
einstakur ferill og nær yfir mikil umbrotaár
í sögunni. Það opnar alveg nýja vídd að fá
einkaheimildir frá manni sem er þátttakandi
í stjórnmálabaráttunni svo lengi.“
Guðni segir að við þetta bætist svo að
heim ildirnar frá Gunnari séu mjög einlægar
og lýsi metnaði hans og markmiðum. „Hann
skrifaði það sem hann hugsaði á hverj um
tíma. Hann sagði aldrei hug sinn allan um
þessi mál opinberlega.“
En hafa umræðan og deilurnar um efni bókar-
innar komið höfundinum á óvart?
„Nei, eiginlega ekki,“ segir Guðni. „Þó
má segja að meira sé gert í umræðunni
úr einstökum atriðum en ég átti von á og
efni standa til. Eins og til dæmis flokksvél
sjálf stæðismanna í Reykjavík. Það var ekki
bundið við Sjálfstæðisflokkinn að hafa
trúnaðarmenn á vinnustöðum, safna upp
lýsingum um afstöðu einstakra manna og
merkja kjörskrár. Allir gerðu þetta.“
Guðni segist hafa heimildir fyrir því að
framsóknarmenn og alþýðubandalags
menn hafi borið saman merktar kjörskrár
sínar fyrir forsetakosningarnar 1968. Þær
kjörskrár voru notaðar í baráttunni milli
Kristjáns Eldjárns og Gunnars.
fyrirgreiðslupólitík
Eins er með fyrirgreiðslupólitíkina, sem
birtist skýrt í heimildunum frá Gunnari.
Allir vissu um fyrirgreiðslu stjórnmála
manna og Gunnar segir frá henni á mjög
opinskáan hátt. Það vekur athygli.
„Allir flokkar stunduðu fyrirgreiðslu af
þessu tagi ef þeir höfðu aðstöðu til,“ segir
Guðni. „Bankarnir lutu t.d. pólitískri stjórn
og það breyttist ekki fyrr en með einka
væðingunni, þótt sú áætlun að losa um
tök stjórnmálamanna á bönkunum endaði
síðan með ósköpum. En það er engin eft
irsjón að gamla fyrirgreiðslukerfinu.“
Guðni segir heimildirnar frá Gunnari
varpa ljósi á fyrirgreiðslupólitíkina en
það þýði ekki endilega að hún hafi verið
bundin við einn flokk. „Allir beittu áhrif
„Fólk sem þekkti Gunnar
hefur sagt mér að það sjái
hann í nýju ljósi. Að það
hafi ekki áður áttað sig á
ýmsum þáttum í fari hans.
Þetta styrkir þá skoðun að
heimildirnar frá honum séu
einstakar,“ segir Guðni.
„Ég hef til dæmis orðið var
við að þeir sem fylgdu Geir
Hallgrímssyni að málum í
deilum hans og Gunnars eru
ekki sáttir við þá mynd sem
kemur fram í bókinni.“
guðni th. Jóhannesson sagnfræðingur:
Frjáls verslun fær hér Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing til
að meta umræður um bók hans um Gunnar Thoroddsen. Flokkurinn
nötraði þegar Gunnar sem varaformaður flokksins myndaði stjórn
með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi í óþökk formannsins,
Geirs Hallgrímssonar. En hvað myndi Guðni gera öðruvísi ef hann
skrifaði bókina upp á nýtt?
Gunnar ViLdi inn á miðjuna
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.