Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 60
60 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
orka og iðnaður
að hér er að vaxa og dafna umsvifamikil
stoð þjónusta við áliðnað svo sem í uppbygg
ingu, viðhaldi og rekstri álvera.
Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í Hafn
ar firði er skemmtilegt dæmi um slíkt. Það
fyrirtæki er mjög umsvifamikið í þjón ustu
við áliðnað, ekki aðeins hér á landi, held ur
hefur það flutt út vörur tengdar áliðnaði til
19 landa. Þetta eru tæki sem hönnuð hafa
verið, þróuð og framleidd fyrir álverin á
Íslandi.
Annað ágætt dæmi er verkfræðistofan
HRV sem sinnir nú verkefnum fyrir álverin
sem erlendir aðilar sinntu áður. Það er að
verða til klasaþekking á þessu sviði og ekki
ólíklegt að við sjáum hér verða til öflug
fyrirtæki tengd áliðnaði sem muni í vax andi
mæli flytja út vörur sínar og þekk ingu.“
tækiFæri til nýsköpunar
Þorsteinn segir að nýsköpun í áliðnaðin
um skili auknum útflutningstekjum. „Stórt
verkefni er framleiðsla álvírs hjá Fjarðaáli.
Einnig er verið að breyta framleiðslunni
í Straumsvík í svokallaða bolta sem eru
verðmeiri afurð en núverandi framleiðsla.
Jafnframt má nefna álþynnuframleiðsluna
fyrir norðan sem er áltengd afurð. Þar að
auki eru tvö eða þrjú verkefni í athugun hjá
sjálfstæðum aðilum um frekari úrvinnslu áls.
Tækifærin til nýsköpunar eru margs
konar. Ég held að við eigum á næstu árum
eftir að sjá mörg fyrirtæki sem hafa mikla
þekkingu á áliðnaði flytja hana til annarra
landa. Þessa þróun sáum við á sínum tíma
í kringum sjávarútveginn þegar Marel og
fleiri fyrirtæki gátu vaxið og dafnað í krafti
öflugs iðnaðar heima fyrir.
Þótt vægi íslensks sjávarútvegs í starfsemi
Marels sé ef til vill ekki mikið í dag lék
hann lykilhlutverk á uppvaxtarárum félags
ins. Ég tel mjög líklegt að við eigum eftir að
sjá sambærilega þróun hjá fyrirtækjum sem
þjón usta áliðnað.“
Þorsteinn segir mikla verðmætaaukningu
hafa orðið í orkuiðnaðinum í tengslum
við álframleiðsluna. „Gjarnan er gert lítið
úr þessum þætti. Á liðnum áratug hefur
raforkusala til stóriðju nærri þrefaldast. Á
sama tíma hefur hagnaður orkufyrirtækj
anna fyrir fjármagnsliði og afskriftir
nær fimmfaldast og eigið fé aukist úr 86
milljörð um króna í rúma 300 milljarða króna.
Raforku sala til stóriðju virðist því skila ágætri
arðsemi.“
stöðugleikinn kostur
Stöðugleiki er einn af kostum áliðnaðar
ins, að mati Þorsteins. „Meðallíftími álvers
er 5060 ár. Verðmætasköpunin í kringum
eitt svona fyrirtæki er mikil á svona löng um
tíma. Stöðugleikinn er jafnframt hag stæður
fyrir raforkukerfið. Það er ekki verið að
draga úr framleiðslunni eða auka hana eftir
sveifl um. Það er keyrt á fullum afköstum
árið um kring sem skapar mikið tekjuflæði.“
Álfyrirtækin þrjú eru öll með áætlun um
aukna framleiðslu á næstu árum. Álverið
í Straumsvík er nýbúið að endurnýja
raforkusamning við Landsvirkjun til næstu
25 ára, að því er Þorsteinn greinir frá.
„Það eru 45 ár frá því að framkvæmdir
hófust í Straumsvík. Þar er enn verið að
stækka og fjárfesta þar sem auka á fram
leiðsluna um 40 þúsund tonn. Fjarðaál hef
ur unnið að straumhækkunarverkefni sem
mun auka afkastagetuna um 14 þúsund
tonn á ári. Svo standa yfir framkvæmdir
Norðuráls við álver í Helguvík en afkasta
geta þess er áætluð allt að 360 þúsund
tonn.“
Þótt vægi íslensks sjávarútvegs í starfsemi Marels sé ef til vill ekki
mikið í dag lék hann lykilhlutverk á uppvaxtarárum félags ins.
Ég tel mjög líklegt að við eigum eftir að sjá sambærilega þróun hjá
fyrirtækjum sem þjón usta áliðnað.
Ál gefur okkur einstaka möguleika þegar kemur að hönnun
mannvirkja. Sem byggingarefni býður það upp á nýjar leiðir
við að nýta dagsbirtu og samspil ljóss og skugga. Segja má
að í álinu sameinist notagildi og glæsileiki.
Burðarvirki úr áli koma sér vel þegar byggingar þurfa að
falla vel að umhverfinu. Slík hönnun opnar jafnframt ýmsar
leiðir til bættrar orkunýtingar.
Ekki má gleyma því að ál er endurvinnanlegt og hægt að
byggja úr því aftur og aftur.
www.alcoa.is
Fyrir samFélagið,
umhverFið og
komandi kynslóðir.
Fyrir umhverFið
létt, sterkt og náttúruvænt
ÍSLE
N
SK
A
/S
IA
.IS
A
L
C
54349 03/11