Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 af hverju þessar ákveðnu breytingar hafi orðið fyrir valinu og hvers vegna þær eru mikilvægar. Miðlun upplýsinga er lykilatriði og í því samhengi þarf að huga að: Hvers vegna fyrirtækið þurfi að innleiða breytingar. Hvað starfsfólkið þurfi að gera. hvernig starfsfólkið muni njóta góðs af því. Hver áhrifin verða. Hversu langan tíma breytingaferlið muni standa yfir. Árangursrík miðlun upplýsinga er afar mikil­ væg því hún dregur úr hugsanlegri mót spyrnu starfsfólks við innleiðingu breytinga.“ Guðrún sagði að skoða þyrfti vinnustaðar­ menninguna út frá því hversu vel núverandi menning styddi breytingarnar. „Gæta þarf þess að ferlarnir styðji við breytingarnar eða hvort það þurfi að endurhanna þá,“ sagði Guðrún. „Eftirfylgnin er mjög mikilvæg. Þegar starfs fólk tekst á við hið óþekkta og sýnir rétta hegðun þarf það hvatningu og umbun. Stjórnendur þurfa að fylgjast með hvort eftir­ fylgnin hvetji starfsfólkið til að halda áfram að sýna rétta hegðun. Síðast en ekki síst er rýni nauðsynleg. Þá þarf að spyrja og fá svör við spurningum eins og hvort framkvæmdirnar hafi skilað æskilegum árangri. Hvað þarf að gera öðru­ vísi í dag en í gær? Hefur eitthvað breyst í umhverfinu sem kallar á breyttar áherslur? Með kompásinn að leiðarljósi er líklegra að fyrir tæki og stofnanir nái þeim árangri sem lagt var upp með í upphafi vegferðarinnar.“ Við breyttum skipuritinu þegar ég tók við árið 2008,“ sagði Birkir Hólm í erindi sínu. „Hugmyndin var að ein falda uppbygginguna, hraða ákvarð anatöku, skýra ábyrgð starfsmanna og gefa í raun verkefnastjórum, fólki í sér­ hæfð um stjórnunarstörfum, meiri ábyrgð og leyfa því að taka ákvarðanir. Við tókum út þrjá framkvæmdastjóra og sex millistjórnendur.“ Hann sagði að eftir stæðu þá tvö megin­ svið. „Framleiðslusvið og sölu­ og markaðs­ svið – en þar undir eru m.a. söluskrifstofur okkar. Svo eru tvö stoðsvið; fjármálasvið og starfsmannasvið.“ Birkir hefur starfað hjá Icelandair í ellefu ár, m.a. á mörgum mörkuðum félagsins erlend­ is, svo sem í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Norðurlöndunum, og tók við sem framkvæmda­ stjóri félagsins árið 2008. Síðan þá hefur Icelandair gengið í gegnum mestu krísur sem flugþjónustan hefur lent í; bankahrunið í október 2008 og eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010.“ Fram kom hjá Birki að Icelandair hefði haft starfsmenn úti um allan heim en þeim hefði fækkað töluvert. Þegar hann fór til starfa í Bandaríkjunum árið 2002 voru 97 starfsmenn á skrifstofu Icelandair þar, en núna eru þeir 22 talsins. „Hugmyndin hefur verið að taka út af söluskrifstofunum erlendis allt sem ekki tengist beint sölu­ og markaðsmálum. Félagið hefur m.a. flutt allt bókhald til Íslands og lokað símsvörun í viðskiptalöndum sínum. Núna er öllum símtölum svarað á Íslandi. Markmiðið með þessari aðgerð var að verja störf á Íslandi, annars hefði þurft að fara í enn fleiri uppsagnir.“ Birkir sagði að leiðakerfi Icelandair væri í rauninni hornsteinninn í starfsemi félagsins og gæfi félaginu samkeppnisforskot. „Vélar okkar fara á morgnana til Evrópu og koma svo seinni partinn á sama tíma inn til Keflavíkur. Þá fara þær til Norður­Ameríku og koma til baka næsta morgun. Þetta er því 24 tíma hringur og við seljum í þessu kerfi farþegum sem við köllum VIA­farþega flug á milli Evrópu og Norður­Ameríku, auk þess sem við seljum Íslendingum ferðir til útlanda og erlendum ferðamönnum flug til Íslands. Leiðakerfið, með Keflavík sem miðstöð flugs­ ins, býr til þessa miklu tíðni ferða frá Íslandi.“ Að sögn Birkis sjá þeir hjá Icelandair fyrir sér mikil tækifæri í ferðaþjónustunni og mikla fjölgun erlendra ferðamanna. „Árið 2000 komu um 300 þúsund ferðamenn til landsins og árið 2008 voru þeir 500 þúsund. Þetta er 67% aukning á átta ára tímabili með tiltölulega sterka krónu. Við sjá um fyrir okkur mikla fjölgun farþega til Íslands á næstu árum. Það er áhugavert að Icelandair er með fleiri flugferðir frá Keflavík til Norður­Am­ eríku á viku en ýmsir stórir millilandaflug­ vellir í Mið­Evrópu og fleiri ferðir en aðrar höfuðborgir í Skandinavíu. Það sem Icelandair hefur lagt áherslu á sl. fimm ár er fyrst og fremst þróun og uppbygg­ ing leiðakerfisins sem nýtir staðsetningu Íslands til að byggja upp mikla flugstarf­ semi. Við teljum mikinn kost að vera hér þegar kemur að umferð á milli Evrópu og Norður­Ameríku. Sveigjanleiki er okkur mjög mikilvægur. Við fórum því miður í gegnum mikinn niðurskurð eftir hrunið en erum að byggja fyrirtækið hratt upp aftur.“ Birkir sagði ennfremur að starfsmannavelta Icelandair væri lítil; í kringum 1% þegar þeim væri sleppt sem hættu vegna aldurs. Meðaltími starfsmanna hjá fyrirtækinu væri yfir 20 ár og hann væri hærri hjá áhöfnum vélanna eða 25 ár. „Við búum að mikilli reynslu og þekkingu hjá Icelandair – sem er ómetanlegt. Iceland­ air leggur áherslu á íslenskan uppruna, en áður var meiri áhersla á að vera alþjóðlegt flugfélag. Við erum stolt af uppruna okkar; hann er undirstaðan í þjónustu okkar og upp­ lifun viðskiptavina.“ Þá kom Birkir inn á að félagið hefði lagt áherslu á að auka upplýsingaflæði innan fyrir tækisins verulega með reglulegum frétta­ bréfum og öðrum leiðum og lögð væri áhersla á gott samstarf við starfsfólkið. Hann sagði afar mikilvægt að starfsfólkið væri upplýst um stefnu félagsins og væri samstiga stjórn­ endum félagsins í átt að markmiðum. Þegar hefði verið kynnt innanhúss stefnumótun til ársins 2015. Efnahagshrunið haustið 2008 Birkir sagði að miklar sveiflur hefðu verið í at­ vinnulífinu síðustu árin, ekki síst eftir banka­ hrunið haustið 2008. Þetta ætti við um önnur flugfélög líka þar sem fjármálakreppan hefði herjað á Bandaríkin og Evrópu. „Við þurftum að endurskipuleggja fyrirtækið og skipurit þess var einfaldað eftir hrunið. Við fórum í fjöldauppsagnir og 385 urðu því miður að hætta. Sem betur fer eru margir þeirra komnir aftur til starfa. Það var skorið niður Tækifæri og ógnir í ferðaþjónustunni Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair: Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair og nýútnefndur viðskipta- fræðingur ársins hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga, flutti erindi á hátíðarfundi Stjórnvísi og nefndist erindi hans Tækifæri og ógnir í ferðaþjónustunni. Árangursrík miðlun upplýsinga er afar mikilvæg því hún dregur úr hugsanlegri mót­ spyrnu starfsfólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.