Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 72
72 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
orka og iðnaður
Með verðmætasköpun atvinnugreina
er átt við hvað einstakar atvinnugreinar
greiða fyrir framleiðsluþættina sem notaðir
eru til framleiðslunnar. Uppistaðan er
laun en einnig teljast vextir og hagnaður
til framleiðsluþátta. Verðmætasköpun
at vinnugreina er mikilvægur mælikvarði
á umfang og efnahagslegt mikilvægi ein
stakra greina.
Í gegnum tíðina hefur vægi iðnaðarins
verið nokkuð stöðugt í kringum 25% en
hins vegar hafa verið talsverðar sviptingar
milli greina. Byggingariðnaður og mann
virkjagerð hafa undanfarin ár lagt til á
bilinu 89% af landsframleiðslunni en á
árunum 20052007 hækkaði hlutfallið veru
lega og fór hæst í 11,6% árið 2007.
Á þessum árum dróst vægi hefðbundins
iðnaðar nokkuð saman. Skýringin liggur
öðru fremur í erfiðum samkeppnisskilyrð
um þegar gengi krónunnar var sem sterk
ast. Árin 2008 og 2009 hefur hefðbundinn
iðnaður verið að ná sér nokkuð á strik á ný.
Eftir að kreppan reið yfir hefur heildar
vægi iðnaðar dregist saman úr um 25% í
20% árið 2009. Helsta skýringin er gífur leg ur
samdráttur í byggingariðnaði og mannvirkja
gerð. Birtingarmynd þessa sam dráttar er mikil
fækk un starfa og aukið atvinnu leysi. Árið
2010 hefur vægið aukist tals vert aftur á ný.
Vægi annarra greina í atvinnulífinu hefur
líka verið að breytast. Fyrstu tvö ár krepp
unnar hefur lítið dregist saman í opinbera
geiranum á meðan einkageirinn hefur
gengið í gegnum mikla aðlögun. Þannig
hefur vægi opinbera geirans vaxið nokkuð
árin 2008 og 2009 sem hlutfall af heildinni.
Líklegt er að á næstu tveimur árum muni
þetta leiðréttast að nokkru leyti enda stend
ur verulegur samdráttur fyrir dyrum hjá
hinu opinbera.
Til lengri tíma litið má búast við því að
iðnaðurinn nái sér nokkuð á strik og vægi
hans nálgist aftur um fjórðung. Skýringin
liggur öðru fremur í því að helstu vaxtar
tækifæri í atvinnulífinu liggja í ýmsum
greinum iðnaðarins þó svo að vissulega sé
almenn óvissa um þróun efnahagslífsins á
næstu misserum.
gjaldeyrissköpun
er líFæð eFnahagslíFsins
Lífæð efnahagslífsins er útflutningur. Með
sölu á vöru og þjónustu til útlanda öflum
við tekna til að standa straum af nauðsyn
legum innflutningi og afgangur af viðskipt
um við útlöndum gerir okkur kleift að
borga niður erlendar skuldir. Eftir að gengi
krónunnar féll árið 2008 jukust útflutning
stekjur þjóðarinnar verulega án þess þó að
útflutt magn ykist að ráði. Árið 2010 voru
fluttar út vörur fyrir 560,6 milljarða en inn
fyrir 442 milljarða. Afgangur af vöruskipt
um var því 118,6 milljarðar.
Árið 2010 var heildarverðmæti vöruútflutn
ings 15,7% meira en árið áður á föstu gengi.
Iðnaðarvörur voru 55,5% alls útflutnings
og er þetta þriðja árið í röð, frá því að
skráning á árlegum útflutningi hófst með
reglubundnum hætti árið 1862, sem hlut
deild iðnaðarvara er meiri en sjávarafurða.
Verðmæti iðnaðarvara var 31,9% meira á
árinu 2010 en árið áður og vó ál þyngst í út
flutningnum. Sjávarafurðir voru 39,3% alls
útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2%
meira en árið 2009.
Verðmætasköpun í iðnaði
Til lengri tíma litið má búast við því að iðnaðurinn nái sér nokkuð á strik
og vægi hans nálgist aftur um fjórðung. Árið 2010 voru fluttar út vörur fyrir
560,6 milljarða en inn fyrir 442 milljarða.
TexTi: inGibJörG b. sveinsdóTTir Mynd: Geir ólafsson
ný rammaáætlun umhverfisráðu neyt is
um nýtanlega orku sýnir að næga orku
er að fá úr líklegum virkjunum til að sinna
þörfinni um fyrirsjáanlega framtíð. Þetta
eru 1.500 megavött.
hvaðan kemur orkan? hér koma líkleg
ar virkjanir á næstunni.
1) Stækkanir og viðbætur á vegum Lands
virkjunar í Þjórsá. Búið er að opna tilboð
í upphafsverk 80 megavatta Búðarháls
virkj unar.
Þá eru Urriðafoss, Hvamms og Holta
virkj anir í Þjórsá en Landsvirkjun setti þær
á stopp eftir ákvörðun Svandísar Svavars
dótt ur umhverfisráðherra í fyrra.
2) Orka úr frekari vinnslu jarðvarma á
vegum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellis heiði,
Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkjun.
Fram kvæmdasvæði Bitruvirkjunar er í sveit
arfélögunum Ölfusi og Gríms nes og Grafn
ingshreppi. Áætlað er að jarð hitavinnsla
á Bitru nægi til allt að 135 mega vatta
raf magns framleiðslu. Framkvæmda svæði
Hverahlíðarvirkjunar er í sveitarfélaginu
Ölfusi. Áætlað er að jarð hitavinnsla í
Hverahlíð nægi til allt að 90 megavatta
rafmagnsframleiðslu.
3) Virkjanir á nokkrum stöðum á Reykja
nesi á vegum Hitaveitu Suðurnesja.
4) Við þetta bætast svo hugsanlegir virkj un
arkostir fyrir norðan vegna álvers á Bakka.
hvert fer orkan?
1) Af því sem fáanlegt er á Suðvesturlandi
þarf Norðurál rúm 400 megavött vegna
Helguvíkur.
2) Álverið í Straumsvík þarf annað eins,
400 megavött, þegar og ef af stækkun
verður. Þar hefur hins vegar ekkert verið
ákveðið og framhaldið ræðst meðal
annars af nýrri atkvæðagreiðslu íbúa í
Hafnarfirði um stækkun.
3) Álverið í Straumsvík fær 7075 megavött
frá Búðarhálsvirkjun í Þjórsá vegna fram
leiðsluaukningar innan núverandi álvers.
líklegar virkjanir á næstunni
fraMLag iðNaðariNs TiL verðMæTasköpuNar 19902010
Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem
leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir
viðskiptavina þannig að af beri í samkeppni.
Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að
þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins
vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist.
Við viljum skara framúr í hæfni til að sjá
fyrir breytingar á þörfum viðskiptavina
og snerpu til að bjóða áhugaverðustu
lausnirnar á hverjum tíma.
Lynghálsi 3 Reykjavík
Lónsbakka Akureyri
www.lifland.is
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
frjálsverslunheils.pdf 3/31/2011 1:32:28 PM