Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 92
92 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 he Tree of Life er kvikmynd sem ekki er hægt að fjalla um án þes s að gera leikstjóranum ter ence malick hátt undir höfði. Það eru flestir sammála um að hann er einn af snillingum kvik­ myndanna, en um leið er hann einn mesti sérvitringurinn og í fyrsta sæti yfir afkastaminnstu kvik mynda ­ leikstjóra, sem er í raun ekkert vondur stimpill þegar haft er í huga hversu margar slæmar kvikmyndir eru gerðar. Sérviska malicks snýr einnig að verðlaunaveitingum og verðlaunahátíðum og hann passaði sig sérstaklega á að frumsýna ekki The Tree of Life fyrr en alda kvikmyndaverðlauna í Bandaríkjunum var að baki. malick var til­ búinn með myndina síðastliðið haust en bíður með frumsýningu þar til í lok maí á þessu ári. aðrir aðstandendur myndarinnar gera sér síðan vonir um að hún verði fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en malick var forðum daga valinn besti leik­ stjór inn í Cannes fyrir Days of Heaven (1978), sem er hans önnur kvikmynd, en afrakstur hans sem leikstjóri eru fimm kvik myndir á 38 árum að The Tree of Life með tal inni. Lítil hliðarsaga um alheiminn Eins og í öllum kvikmyndum sínum sækir terence malick efnið í fortíðina og The Tree of Life gerist á síðari hluta tuttugustu aldar, hefst á sjötta áratugnum og heldur áfram fram eftir öldinni. aðalpersónan er jack, elstur þriggja bræðra sem alast upp í miðvesturríkjum Bandaríkjanna og segir myndin frá ferðalagi hans í lífinu fram á fullorðinsár. Við fáum fyrst innsýn í líf hans þegar hann er ellefu ára og ekki annað að sjá en að hann sé hamingjusamt barn í hamingjusamri fjölskyldu, móðirin sýnir son um sínum mikinn skilning og alúð og faðirinn upplýsir drengina um staðreyndir lífsins. En ekki er allt sem sýnist og eftir því sem tíminn líður verður veruleikinn dekkri hjá jack, einkum vegna samskipta hans við föður sinn. utan um söguna af uppeldinu fylgjumst við með jack á fullorðinsárum. Hann er orðinn fjölskyldumaður sem á erf­ itt með að fóta sig í lífinu og er innilokuð sál í nútímaveröld, maður sem hefur orðið fyrir persónulegum áföllum og lifir í eigin völundarhúsi. jack er þó ekki án vonar um betra líf og myndin endar þegar jack hefur gert sér grein fyrir því að til að fá virðingu fyrir lífinu verður hann að öðlast trú á mann ­ kyninu og um leið á sjálfum sér. Í hlutverki jacks á fullorðinsárum er Sean Penn og Brad Pitt leikur föður hans. aðrir leikarar í burðarhlutverkum eru jessica Chastain, sem leikur móður jacks, joanna Going, Fiona Shaw og kari matchet. TexTi: HilMar karlsson Það myndast alltaf spenna þegar von er á kvikmynd frá Terence Malick. Hann er einn af snillingum kvikmyndanna og um leið sá afkastaminnsti. Eftir hann liggja aðeins fimm kvik- myndir á rúmum þrjátíu árum og er þá meðtalin The Tree of Life sem frumsýnd verður í maí og skartar Brad Pitt og Sean Penn í aðalhlutverkum. Tré lífsins T Brad Pitt leikur í The Tree of Life föðurinn sem synirnir vilja líkjast. Sean Penn í hlutverki Jacks sem á erfitt með að fóta sig í lífinu vegna bernskuminninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.