Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 45
um um sparnað og átta hundruð tillögum um
stefnumótun.
Ég er enn að fá póst með tillögum frá
starfsfólki þótt það sé komið ár síðan við
lukum þessari skipulögðu fundaherferð.
Ýmiss konar hagræðing er ekki frá sjálfri
fjárhagsáætluninni heldur hefur orðið til fyrir
tilstuðlan sjálfstæðra inngripa starfsfólks og
betri vitundar um sparnað.
Við náðum t.d. að lækka rafmagns og
hitakostnað um 15% og pappírskostnað um
þriðjung og þetta er auðvitað árangur fólk
sins sem hefur fundið leiðir til að spara.
Capacent mældi traust samfélagsins til
okk ar og annarra ríkisstofnana í lok septem
ber síðastliðins og hefur það aukist frá
sumrinu 2008. Á þeim tíma sem mælingin
átti sér stað naut LSH næstmests trausts
allra ríkisstofnana. Við mældum starfsumh
verfið á meðal starfsmanna og það kom í ljós
að starfsánægja hafði aukist og starfsandinn
lagast. Að sjálfsögðu er þó ýmislegt sem
við erum ekki ánægð með og viljum bæta.
Upplifað álag starfsmanna er t.d. óbreytt.
Þá hefur streita eitthvað aukist, annað væri
undarlegt í þessu umhverfi sem við búum
við núna.“
Björn sagði að árið 2010 hefði Landspítal
inn skilað rekstrarafgangi í fyrsta skipti í
mjög langan tíma, þótt það hafi verið mjög
lág upphæð. Við þurfum á þessu ári að
halda áfram að skera niður og okkur er
ætlað að spara um sex hundruð og fimmtíu
milljónir til viðbótar.
„Við þurfum því enn að fækka starfsfólki
og ná frekari hagræðingu í vörustjórnun og
lyfjakostnaði. Við lækkuðum lyfjakostnað
um 12% á árinu 2010 og ætlum að lækka
hann um 8% á þessu ári – sem hefur náðst á
fyrstu tveimur mánuðum þessa árs.“
Björn sagði að lokum: „Við gripum í hornin
á nautinu og þurfum að halda fast áfram.
En höfuðáherslan er á að gefa ekki afslátt á
öryggi sjúklinga.“
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, fjallaði um leiðina út úr völundarhúsinu. Hún varp aði
upp á skjá mynd af kompás sem hún tók
sem dæmi um „tæki“ sem nýttist til þess að
rata gegnum völundarhúsið og skilja fyllilega
hvað fælist í því að innleiða breytingar.
Guðrún benti á að með kompásnum væri
hægt að meta styrkleika og veikleika fyrir
tækisins eða stofnunarinnar og innleiða
bestu aðferðir. Einnig gerði hann fyrirtækinu
kleift að fylgja innleiðingunni eftir til lengri
tíma:
„Kompásinn nýtist á ýmsa vegu, t.d. þar
sem hver innleiðing er ólík annarri og hver
og einn leiðangur í gegnum völundarhúsið
einstakur. Með kompásinn að leiðar
ljósi verða erfið verkefni ekki eins flókin í
úrvinnslu. Kompásinn virkar bæði fyrir lítil og
stór fyrirtæki, stofnanir, sem og fyrir verkefni
af mismunandi stærðargráðu.“
Guðrún varpaði síðan fram þeirri spurningu
hversu vel fyrirtæki væru í stakk búin til að
takast á við breytingar.
„Þetta er lykilspurning og hér þarf að
skoða ýmsa mikilvæga þætti, eins og t.d.
hvort fyrirtækið sé með rétt starfsfólk hvað
varðar þá getu og hæfni sem þarf til að
innleiða yfirstandandi breytingar. Hefur
það hvatninguna sem þarf til? Velta þarf
upp þeirri spurningu hvort starfsfólkið skilji
Við gripum í hornin
á nautinu og þurfum
að halda fast áfram.
Höfuðáherslan er að
við gefum ekki afslátt á
öryggi sjúklinga.
Leiðin út úr völundarhúsinu?
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN:
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, flutti erindi sem
nefndist Leiðin út úr völundarhúsinu?
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri LÍN, fjallaði í erindi sínu um
leiðina út úr völdunarhúsinu.