Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 var fram fyrr í vetur. Orkuskiptin miða að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa á kostn að innflutts kolefnaeld­ sneytis og eiga að búa til umgjörð um þær lausnir sem eru nú þegar í gangi. Metan takMörkuð auðlind Notkunin á metani fer sívaxandi á Íslandi nú þegar bensínverð hækkar ört en metan er takmörkuð auðlind, að því er Jón Björn bendir á. „Það er ódýrara að keyra á metani en bensíni en það getur ekki tekið við sem aðaleldsneytið fyrir bíla nema við flytjum inn metan eða sorp. Metan er framleitt úr lífrænu sorpi og í urðunarstöðinni á Álfs­ nesi er áætlað að hægt verði að framleiða metan fyrir 10­15 þúsund bíla. Það eru hins vegar 240 þúsund bílar í landinu.“ Jón Björn segir lífdísilolíu, sem framleidd er í Gufunesi og á Akureyri úr til dæmis afgangsolíu frá veitingastöðum, einnig tak­ markaða auðlind sem og sláturúrgang sem hægt er að nota sem eldsneyti. „Repjuræktun hefur einnig verið í umræð unni en þá getum við kannski lent í deil um eins og eiga sér stað erlendis, það er að segja hvort nota eigið ræktað land til elds neytisframleiðslu eða til framleiðslu mat væla. Það er hins vegar hægt að stór­ auka repjuræktun. Hún hefur gengið von­ um framar hér á landi þar sem birtu nýtur lengi yfir sumarmánuðina.“ raFgeyMarnir leigðir út Rafmagn fyrir rafgeymabíla verður ekki af skornum skammti á Íslandi en rafgeyma­ bílar eru enn talsvert dýrari en hefðbundn ir bílar. „Við hjá NýOrku erum að kanna nýtni rafgeymabíla og keyrum um á slík um. Við erum að mæla drægni bílanna og er þetta verkefni einnig í gangi á Grænlandi og í Færeyjum. Við könnum áhrif frosts, snjóa og hálku auk annars sem hefur áhrif á drægni rafgeymabíla á norðlægum slóðum.“ Það er mat Jóns Björns að rafmagn á rafgeymabíl sem ekið er um 12 þúsund km á ári kosti um 40 þúsund krónur. „Líftími rafgeyma er að vísu styttri en ben sín véla. Vegna óvissu þar um eru sumir erlend ir bíla framleiðendur farnir að leigja rafgeym ana og greiðir viðskiptavinurinn þá bara fast gjald á ári í stað þess að kaupa rafgeyminn með bílnum. Fyrirtækin vilja ekki að rafgeym arnir lifi ekki bílana og það yrði dýrt fyrir viðskiptavininn að skipta út rafgeymum í slíkum bíl. Þróunin er þó í rétta átt.“ vetnisbílar Fyrir 2015 Fyrir nokkrum árum ríkti talsverð bjartsýni varðandi þróun vetnisbíla en þróunin hef ur gengið hægar en vonast var til, að því er Jón Björn greinir frá. „Það stefna eiginlega öll bílafyrirtæki heims að því að koma slík um bílum á markað fyrir 2015 en ef spá dómar þeirra frá 1999 hefðu ræst væru vetnis bílar á götum borgarinnar talsvert fleiri en nú er. Miðað við spádómana 1997 hefði maður haldið að rafgeymabílar ættu fyrir löngu að vera orðnir samkeppnishæfir í öllu,“ segir Jón Björn. Mat hans er að úrval rafgeymabíla eigi eftir að aukast hratt á næstu tveimur til þremur árum. „Þeir verða væntanlega dýrari í byrj un en hefðbundnir bílar en það dregur að öllum líkindum hratt saman með þeim og öðrum til 2018. Það er búist við að vetnisbílarnir verði kannski tveimur árum seinna á ferðinni en rafgeymabílarnir og að þeir verði samkeppnishæfir í verði á árunum 2015­2018. Okkar áætlun gerir ráð fyrir að það verði ekki dýrara að keyra um á vetni. Ef verð á bensíni heldur áfram að hækka verður vetnið ódýrara. Því meira sem olíuverðið hækk ar þeim mun samkeppnishæfara verð ur allt annað eldsneyti.“ Að sögn Jóns Björns er metan það eina sem nú getur keppt við hefðbundið bílaelds neyti í verði. „Það er mjög æskilegt að nýta í dag það metan sem við höfum til brúks. Markaðurinn mun hins vegar ráða miklu. Rafgeymabílar verða væntanlega ódýrastir í akstri ef bílaframleiðendum tekst að ná fjárfestingarkostnaðinum niður. Nýtni á eldsneyti verður þó alltaf best í rafgeymabílum.“ Jón Björn segir ríkisstjórnina hafa hvatt neytendur til þess að kaupa vistvænni bíla orka og iðnaður Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. Lengst til vinstri er breyttur Prius sem brennir vetni í stað bensíns. Í miðjunni er Ford focus með rafhreyfil og lengst til hægri er THINK-rafgeymabíll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra skoðar hér Mitsubishi-hleðslurafbíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.