Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 49 fjármálaeftirlit. Það er að vísu ekkert eins­ dæmi að bankar séu ofmetnir en þetta er það mesta sem sést hefur. Verðmæti hlutabréfa féll um 95% við hrunið 2008. Á hverju byggist starfsemi kaup ­ hallar innar í dag? Það er líf í skuldabréfamarkaðnum. Hefur raunar alltaf verið það í íslensku kaup höllinni. Það er eftirspurn eftir ríkis tryggðum bréfum og það eru sjóðir og stærri fjárfestar sem kaupa. Minni spari fjár eigendur njóta síðan góðs af þessu í gegnum sjóðina. Menn vilja hafa fé sitt í öruggri geymslu. Síðan eru það erlendir krónu eigendur sem færa fé sitt til meðan þeir bíða eftir að losni um gjaldeyrishöftin. Er hrunið í Kauphöllinni einstakt í sög unni? Það er einstakt að því leyti að bankar og fjármálafyrirtæki voru hlutfallslega miklu stærri hér en í öðrum kauphöllum. Þess vegna varð fallið svo mikið hér en ná kvæm­ lega sömu einkenni komu fram í öðrum löndum. Er grundvöllur fyrir að reka kauphöll eftir svo mikið áfall sem varð 2008? Já, vissulega, en starfsfólki hér hefur fækkað og við höfum hagrætt í rekstri. Starfs menn eru nú 17 en voru 25. Rekstrar ­ kostnaður hefur lækkað um 50% að raun ­ gildi. Við höfum notið góðs af að vera hluti af erlendu kauphallarfyrirtæki, NASDAQ OMX Group, og njótum þannig hagkvæmni stærðarinnar. Er raunhæft að tala um að byggja að nýju upp traust á hlutabréfamarkaði þegar stærstu fyrirtækin flytja skráninguna úr landi – sbr. Össur? Já, ég tel það raunhæft. Traustið mun fyrst og fremst velta á þeim fyrirtækjum sem verða á markaði og hvernig þau haga samskiptum sínum við fjárfesta. Mikill áhugi á hlutabréfum Icelandair eftir að félagið lauk endurskipulagningu gefur góð fyrirheit. Af samtölum við aðila á mark aði má einn ig merkja mikinn áhuga á hluta bréfa mark­ aðnum. Þá bendir flest til þess að nýskráningar félaga næstu 12­18 mánuði verði fleiri en þær hafa verið frá því í lok síðustu aldar og tek ég þá mið af þeim fyrirtækjum sem hafa kynnt skráningaráform opinberlega (s.s. Högum, TM, Fasteignafélagi Íslands, Reitum o.fl.) og þeim sem hafa tilkynnt Kauphöllinni um slík áform en ekki upplýst um þau opinberlega. Kauphöllin ákvað í byrjun mars að Össur yrði áfram í viðskiptum í Kauphöllinni. Það var gert vegna mikillar andstöðu íslenskra hluthafa við afskráningu Össurar og í ljósi þess að við núverandi gjaldeyrishöft er íslenski hlutabréfamarkaðurinn eini mark­ aðurinn þar sem íslenskir hluthafar geta átt viðskipti með hlutabréf fyrirtækisins án takmarkana. Eru líkur á að Marel verði afskráð á Íslandi? Og ef svo fer, er þá eitthvað umtalsvert eftir á hlutabréfamarkaði? Ég held að líkurnar á því séu litlar. Fyrir­ tækið ítrekaði fyrir skemmstu þau áform að vera áfram í Kauphöllinni. Fyrirtækið hefur sterka stöðu meðal íslenskra fjár festa og mér finnst vandséð að það þjóni hags­ mun um þess að fjarlægjast þá. Hvað sem því líður þá á ég von á því að markaðurinn vaxi og dafni og að fjöldi fyrirtækja gæti tvöfaldast fyrir lok árs 2012, enda er bæði eftirspurn eftir fjármagni sem og fjár fest­ ingarkostum. Hver er framtíð íslensku krónunnar? Ég get ekki fullyrt að krónan sé besti kosturinn til frambúðar. Hitt er víst að það er óskynsamlegt að ætla sér að skipta um gjaldmiðil án þess að aflétta gjald eyris­ höftum fyrst og fá krónuna til að fljóta. Króna í höftum er ekki góður undirbúningur fyrir upptöku nýs gjaldmiðils, sérstaklega þar sem höftin losa hagstjórnina undan nauðsynlegum aga. Þar að auki fylgir þeim óhagkvæmni sem eykst með tíma. Gengi krónunnar ræðst af styrk efnahagslífsins. Gjaldmiðilsspurningin má ekki villa okkur sýn. Efnahagsleg velsæld mun að lang­ mestu leyti ráðast af öðrum þáttum en hvort hér verður notuð haftalaus króna eða evra. Er mögulegt að losa um gjaldeyrishöftin án þess að hrun krónunnar fylgi strax á eftir? Ég held það. Hættan á gengishruni er of­ metin. Gengi krónunnar er lágt skráð núna í sögulegu ljósi en það er erfitt að gera sér grein fyrir hvert gengið yrði á frjáls um markaði. Gengið er 20 til 30% undir sögu­ legu raungengi. Ég held að gengið á markaði fyrir aflands­ krónur sé óraunhæft og skráð gengi Seðla­ banka nær lagi. Gengið á aflands mark aði er þvingað. Það er gengi sem verður til þegar krónueigendur verða að losa um peningana sína og sætta sig þá við óhag­ stætt gengi. Það verður að hafa í huga að við núverandi gjaldeyrishöft er nytsemi aflands krónunnar afar takmörkuð. Krónan er sterkari gjaldmiðill en margir halda. Það skýrist af tiltölulega góðri stöðu framleiðslunnar í landinu með umtals verð­ um afgangi af viðskiptum við útlönd. Inn­ viðir þjóðfélagsins eru þrátt fyrir allt sterkir. Þetta ætti að fá krónueigendur til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa annan gjaldeyri. En ekki er útilokað að gengið taki dýfu ef gjaldeyrishöftin hverfa. Ég held þó að sú dýfa yrði bæði grynnri og skamm­ vinnari en svartsýnisspár gera ráð fyrir. Það er ekki rökrétt að halda að alvarleg dýfa myndi endast lengi. Ég kom til Buenos Aires í Argentínu eftir hrun efnahagslífsins og gjaldmiðils þar árið 2001. Það sást á aðstæðum að maður var kominn í hrunið þjóðfélag. Ekkert slíkt sést á Íslandi. Þú varst einn af hagfræðingum Þjóð hags­ stofnunar síðustu þrjú árin sem hún starfaði. Var rangt að leggja stofnunina niður? Já, það var misráðið. Þar var góður hópur hagfræðinga sem starfaði sjálfstætt og var bæði ríkisstjórn og þingmönnum til ráðgjafar. ævi og störf: Fæddur í Reykjavík 14. febrúar 1966. Foreldrar: Hörður Einarsson, hrl og lengi fram- kvæmdastjóri DV, og Steinunn H. Yngvadóttir húsmóðir. Fjögur systkini. Kvæntur: Deborah-Ann Vanessu Hughes, doktor í amerískum fræðum frá Yale. Þau eiga þrjú börn á barnaskólaaldri. Stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1985. BA-próf í hagfræði frá Macalester-háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1989. Hagfræðinám við Yale-háskólann í Connecticut í Bandaríkjunum með áherslu á leikjafræði og atvinnuvegahagfræði. Doktor í hagfræði frá Yale 1998. Eigin ráðgjafarþjónusta með Magnúsi bróður sínum fyrst eftir heimkomu frá námi 1998 til 1999. Hagfræðingur við Þjóðhagsstofnun frá 1999 til 2002. Staðgengill Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, frá 2002. Þá bendir flest til þess að nýskráningar félaga næstu 12-18 mánuði verði fleiri en þær hafa verið frá því í lok síðustu aldar og tek ég þá mið af þeim fyrirtækjum sem hafa kynnt skráningar- áform opinberlega (s.s. Hög um, TM, Fasteignafélagi Íslands, Reitum o.fl.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.