Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 23 Næsta tæknibylting er spjaldtölvurnar. Í janúar í fyrra kom Apple með iPad, sem seldist eins og heitar lummur, 30 milljón stykki voru seld á fyrsta árinu. Tímarit og dagblöð, sérstaklega vestan­ hafs, hafa tekið þessu fagnandi og forráðamenn þeirra segja að pappírsútgáfur dagblaða og tímarita muni hverfa á næstu árum. Nú ári síðar kemur Apple með aðra kynslóð af iPad; 33% þynnri og fjórðungi léttari – og enn hraðvirkari. Spjaldtölvurnar gefa útgefendum frelsi til að koma með nýjungar, hreyfimyndir, viðtöl með hljóði, hreyfiauglýsingar eins og í sjónvarpi. Aðrir framleiðendur keppast við að koma með spjaldtölvur, fá sneið af kökunni. Í fyrra seldust spjaldtölvur fyrir 11 milljarða dollara, eftir tvö ár er búist við að salan verði yfir 70 milljarðar dollara og Android­ farsímastýrikerfið verði ráðandi, með spjaldtölvum frá Samsung, Motorola og LG, og Nokia með Windows frá Microsoft. Þetta eru snjallsímaframleiðendur, ekki fornir tölvuframleiðendur. Það eru fleiri byltingar. Þriðji heimurinn stytti sér leið og hoppaði yfir fastlínusíma beint í farsíma. Ég undraðist það mikið þar sem ég var í Dogon­héraði í Malí í Vestur­Afríku að allir voru með farsíma þegar næsta rafmagnsinnstunga var í 300 kílómetra fjarlægð. Hvernig hleður maður símann? Jú, Nokia kom með byltingu, dýnamó­hleðslutæki fyrir reiðhjól sem hleður Nokia­farsímann þinn á augabragði. Páll Stefánsson, ljósmyndari: Bylting á byltingu ofan Græjur 5NÝIR OG SPENNANDI ÁFANGASTAÐIR+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is Stjórnunarmoli: Einelti er ekki aðeins vandamál í skólunum. Æ oftar heyrist rætt um einelti á vinnustað. Og þegar farið er lýsa eineltinu muna allir eftir slíkum atvikum frá fyrri vinnu stöðum og þekkja dæmin á núverandi vinnustað. mörg andlit eineltiS þau hafa orðið Eineltið hefur alltaf verið til en ekki litið alvarleg um aug um fyrr en nú. Því má raunar halda fram að vandinn hafi verið meiri áður fyrr og þá jafnvel talið sjálfsagt að hafa einhvern útundan og stríða honum svolítið. Starfs menn eru lagðir í einelti af vinnufélögum sínum en stjórnendur geta líka gerst sekir um einelti. Ef til vill oftar en margir halda. Núna er viðurkennt að einelti getur reynst fyrirtækjum og stofnunum dýrt. Það veldur veikindum, það spillir andrúms­ lofti á vinnustað og getur valdið kröfum um skaðabætur fyrir dómstólum. Forstjóri vill ógjarna sitja á sakamannabekk. Einelti meðal vinnufélaga birtist oftast sem hrekkir. Það þykir fyndið að hrekkja einn. Einelti stjóranna er öðruvísi. Því er venjulega skipt í tvo flokka: Útilokun. Starfsmaðurinn finn ur fyrir því að hann er ekki með. Upplýsingar berast honum ekki. Hann er ekki boðaður á fundi og ákvarðanir teknar á valdsviði hans að honum forspurðum. Hann er frystur úti. Blóraböggull. Starfsmann­ inum er kennt um flest sem miður fer. Hann fær að vita ótt og títt um mistök sín stór og smá. Hann fær að vita að einmitt hann er vandamálið í fyrirtækinu og hrökklast oftast burt. En hvað er til ráða ef þú sérð að einhver í fyrirtækinu sætir einelti? Eða ef það ert þú sem lendir í eineltinu? Það eru til ráð. En því má aldrei gleyma að fórnarlamb eineltis er sá sem hafður er undir. Baráttan gegn eineltinu er því oft háð út frá erfiðri stöðu. Og oft er fórnar lambið talið eiga upphafið að eineltinu og jafnvel að því líki eineltið. TexTi: Gísli krisTJánsson hér eru ráðin: Treystu á sjálfa/n þig. Skráðu hjá þér atvik sem þú upplifir sem einelti. Ræddu vandann við fólk sem þú þekkir og hafðu samband við stéttarfélag þitt. Láttu þann sem leggur þig í einelti strax vita að þér líki þetta ekki. Það er erfitt. Gott er ef vitni eru að samtalinu. Ekki einangra þig. Haltu sam­ bandi við vini þína. Borðaðu hollan mat. Þetta er mikilvægt því líkamlegt ástand hefur áhrif á það andlega. Ekki láta útiloka þig frá félags­ skap á vinnustað. Þetta krefst hugrekkis. Heilsubrestur er ein afleiðing eineltis. Fylgstu með heilsunni. Íhugaðu að skipta um vinnu. Vinnustaðurinn getur ekki verið mikilvægari en heilsan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.