Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, veltir því hér fyrir sér á eigin forsendum hvað gerðist yrðu gjaldeyrishöftin afnumin í einu lagi. Hann metur hér tíu leiki fram í tímann í skákinni ef höftin yrðu afnumin strax. Er eitthvað að óttast? Skákin tefld. Hvað gerðist ef höftin yrðu afnumin strax? Skoðun: Jón G. HaukSSon Mynd: Geir ólafSSon Krónan er of hátt skráð. Þess vegna eru gjaldeyrishöft. Of hátt gengi krónunnar dregur úr útflutningi og ýtir undir innflutning. Það er þveröfugt við það sem við Íslendingar þurfum á að halda þegar nauðsynlegt er að afla eins mikils gjaldeyris og hægt er. Þrátt fyrir þetta hafa ríkisstjórn og Seðla­ banki ákveðið að framlengja gjaldeyris höft­ in um fjögur ár eða til ársins 2015. Margir eru ósáttir við þessa ákvörðun og finnst að eigi að losa höftin strax í einu lagi; rífa plásturinn af með einu handtaki. Mörgum finnst líka sem framlenging gjald eyrishafta sé ekki síst til að auka völd Seðla banka og ríkisstjórnar – að viljinn til að hafa kontról á hlutunum sé orðinn ráðandi. En hvað gerðist ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin strax í einu lagi? Er eitthvað að óttast? Hversu mikið er líklegt að krónan félli fyrstu vikuna eftir að höftin yrðu af­ numin? Hvert er líklegt gengi krónunnar þegar mesti óróinn yrði að baki? Seðlabankinn er lafhræddur við að aflands­ krónurnar (krónubréfin), sem eru um 400 til 500 milljarðar króna og eru inn lyksa á Íslandi, leiti til síns heima; einn, tveir og þrír. En er það stóri þrýstingurinn? Af hverju ættu eigendur þeirra að slá stórfellt af verðinu bara til að komast í burtu? Er líklegt að íslenskir innstæðueigendur í bönkunum hér heima hlaupi upp til handa og fóta og taki út fé sitt til að fjárfesta erl endis í öruggara umhverfi? Hversu mik ill er raunverulegur vilji hins almenna inn stæðu­ eiganda til að flýja íslenskt at vinnu líf? Geyma féð úti en búa hér? Kannski er þrýstingurinn orðinn meiri hjá ríkum íslenskum fjárfestum sem treysta ekki stjórnvöldum lengur og hafa áhuga á að flytja af landi brott vegna þess að þeir vilja flýja eignaskatta (auðlegðargjald) og færa peningana sína til útlanda. Gengið ekki varanlega mjög lágt Gengi krónunnar getur ekki fallið og fallið – og verið varanlega mjög lágt. Þá er sú staða komin upp að það borgi sig að geyma féð í íslenskum krónum og kaupa gjaldeyrinn seinna. Þegar gengið fellur og fellur kemur að því að einhver vill selja gjaldeyri. Hvers vegna ættu eigendur erlends gjaldeyris ekki að vilja koma með hann til landsins, selja hann og kaupa krónur og innleysa stórfelldan gengis hagnað? En hvert yrði þá gengið eftir að mesta flóðbylgjan yrði um garð gengin og jafn­ vægi kæmist á markaðinn? Yrði það svipað og við höfum núna í höftunum? Sumir eru Þarf Már Guð mundsson að styðja við krónuna með höftum? GjaLdeyrishöftin framLenGd um fjöGur ár eða tiL ársins 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.