Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 34
34 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 oft festast hagsmunaaðilar í sessi þeg ar vel gengur og berjast síðar gegn nauð­ synlegum breytingum, verja status quo. Það er sveigjanleikinn sem skiptir máli fyrir langtímavelgengni hagkerfa.“ Ýtrasti munur á þeim ríku og fátæku í heim- inum hefur aldrei verið meiri. Er þetta púður- tunna sem á eftir að springa? „Þessi fullyrðing er víst ekki alveg rétt – nema borin sé saman meðalafkoma þjóða, og Íslendingar hafa þá sama vægi og Kínverjar. Ef reynt er að meta tekju­ skipt inguna í heiminum eins og um sé að ræða eitt ríki, þá skilst mér að jöfnuður hafi heldur aukist hin síðari ár. Það skýrist einkum af miklum hagvexti í Kína og á Indlandi hin síðari ár. Eigi að síður, eins og þú gefur í skyn, er ójöfnuðurinn stórhættulegur. Um 1800 var miklu minni munur á lífskjörum í Norðvestur­Evrópu og þróunarlöndum en hann er í dag. Helstu ríki Evrópusambandsins eru auðug en slöpp. Innfæddum fjölgar ekki lengur – þeim fækkar. Allt um kring eru fátækar þjóðir Afríku og Asíu sem sækja með auknum þunga að nægtaborði Evrópu. Kannski minnir staðan á endalok Róma­ veldis, en hvað sem því líður er það klárt hags munamál fyrir nær öll auðug ríki í heim­ inum að minnka bilið milli fátækra og ríkra þjóða. Uppreisnir í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku að undanförnu stafa af atvinnuleysi ungs fólks og skorti á lýðræði. Sýnir þetta ekki að hagkerfi brotna alltaf innan frá en ekki vegna áróðurs utan frá? „Menn deila um það hvort lýðræðisást eða fátækt sé leiðarljós uppreisnarmanna í þessum heimshluta. Ég veit ekki hvor þátturinn skiptir meira máli. Hagkerfi eða stjórnkerfi brotna oft innan frá, en svo eru einnig bókstaflega innrásir að utan, stríð. Stundum koma áhrif að utan, ekki beinlínis sem áróður heldur í mynd samanburðar. Inn lendir menn bera stjórnarfar landsins og lífskjör saman við það sem gerist hjá ná lægum þjóðum og taka til sinna ráða ef sam anburðurinn er mjög óhagstæður. Í Mið­Austurlöndum og Norður­Afríku hafa ríki dregist aftur úr löndum sem stóðu á svipuðu stigi efnahagsþróunar og þau fyrir 50 árum. Ýmsir leiðtogar á svæðinu eru teknir að eldast og þeir hafa margir reynt að koma á ættarveldi og sett oft elskuleg afkvæmi sín í toppstöður. Þá var mörgum nóg boðið. Í einræðisríkjum, þegar næstum allir hafa fengið nóg, er erfitt að bera saman bækur sínar. Fólk veit ekki að allur fjöldinn er á einu máli. Frjáls samtök og frjáls fjölmiðlun er ekki leyfð. Þá gerist það stundum að óvæntir atburðir verða að sameiningartákni fyrir upp reisnarmenn. Til dæmis, ef örfáir aðilar gera hróp að einræðisherranum þegar hann ávarpar fjöldasamkomu þá siglir fjöld inn í kjölfarið. Og nú eru komin ný sam skipta­ tæki, farsímar og tölvur, sem hafa breytt leiknum. Reyndar báðum megin borðsins.“ Í hagfræðinni er Gini-stuðull notaður þegar tekjujöfnun er borin saman á milli landa. Hversu mikilvægur finnst þér þessi stuðull? „Hann er ágætt tæki en hefur takmarkað gildi. Er tekinn allt of hátíðlega, eins og meiri háttar opinberun. Þarna er um að ræða aðeins eina tölu sem mælir skiptingu tekna hjá þjóð. Tvær þjóðir, önnur rík en hin fátæk, geta haft sama Gini­stuðul. Þjóð sem sér vel um þá sem minnst mega sín en skiptir eignum mjög ójafnt milli millistéttar og efnamanna getur haft sama Gini­stuðul og þjóð þar sem lífskjör láglaunafólks eru einstaklega slök en nokkuð jafnt er á með millistétt og efnafólki. Það eru einnig fjölmörg önnur rök sem mæla gegn því að nota Gini­stuðul­ inn eingöngu sem mælikvarða á rétt læti. Hann er aðeins fyrsta skrefið – og tæplega það – í slíkum samanburði.“ Hver er helsta skýringin á hinum hraða hag- vexti í hagkerfum Asíu á undanförnum þrjátíu árum? Felst samkeppnishæfni þeirra eingöngu í lágum launum og löngum vinnudegi? „Hvort tveggja er til staðar í Norður­ Kóreu en þar gengur ekki vel. Auðvitað kemur margt fleira til. Fyrst má nefna að ráðamenn í þessum löndum, flestum, eru með hagvöxt á heilanum – af ýmsum ástæðum sem ég þekki ekki. Kannski tengja þeir stundum saman hagvöxt og land varnir – svo sem í Suður­Kóreu eða Taívan. Hagvöxtur hefur algeran forgang. Í þróunarlöndum, þar sem hagkerfið er í lama­ sessi, hafa ráðamenn yfirleitt meiri áhuga á öðrum málum en hagvexti – þeir hugsa fyrst og fremst um að maka krókinn fyrir sig og valdaklíkuna. Önnur markmið, svo sem þróun atvinnulífsins, eru sett í baksætið. Spilltir þjóðar leiðtogar búa til öflugt valdajafnvægi sem styður þá. Leið­ tog arnir telja oft að róttækar endur bætur á atvinnulífinu kunni að steypa þeim úr sessi – og það er oft hárrétt athug að hjá þeim. Fátækt þróunarlanda er fyrst og fremst pólitískt vandamál. Við megum ekki gleyma því, að jafnvel einræðisríki geta hrint af stað örum hagvexti ef aðeins er um að ræða nýtingu framleiðslutækni sem er vel þekkt og notuð víða um heim. Einvaldar ráða við tíma bund inn eftir ­ báta hagvöxt. Málið vandast þegar lengra verður ekki komist án þess að þróa nýja framleiðslutækni. En víkjum aftur að Asíu og menningu fólksins þar, ekki síst í Suðaustur­Asíu. Fólkið sem flytur til Bandaríkjanna frá þessum lönd­ um, og er yfirleitt sárfátækt, hefur sprengt alla ameríska skala um góða frammistöðu. Þetta fólk er núna auðugasti og best menntaði þjóðfélagshópurinn í Bandaríkjunum – og að meðaltali með hæstu greindarvísitöluna! Ungt fólk í Banda ríkj un um, sem á ættir að rekja til Suð austur­Asíu, stendur sig svo vel í námi, að háskólar Kali forníuríkis hafa sérstaka kvóta til að takmarka aðgang þeirra að háskólum rík­ isins – og svo tossakvóta fyrir aðra hópa til að auðvelda aðgang þeirra.“ Þráinn á það sam­ eig inlegt með starfs­ bræðrum sínum Ragnari Árnasyni, Þorvaldi Gylfasyni og Gylfa Zoëga að vera þekktur hag­ fræðingur erlendis. Hann kennir þessa mánuðina við Hertie­ háskólann í Berlín. Hann er alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University og var um árabil gesta prófessor við Columbia­háskól­ ann í New York og ýmsa aðra banda­ ríska háskóla. Hann hefur einnig starf­ að hjá Max Plank­ stofnuninni í Þýska­ landi og verið gesta­ prófessor við Hong Kong­háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.