Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 25 á því. Yrði það kannski 15 til 20% lægra en núna? Það veit enginn svarið. Það veit enginn hversu mikill þrýstingur er á kerf­ inu. Ekki Seðlabankinn fremur en aðrir. Er eitthvað að óttast með að fella niður gjaldeyrishöftin? Eru ekki mikil mistök að hafa gengi krónunnar eins og það er núna ef það er svona vitlaust skráð. Eftir hverju er verið að bíða? Það kemur aldrei sá tími að hægt sé að afnema höftin án þess að hafa áhyggjur af því hvað muni gerast. Er verið að bíða með afnám haftanna vegna þess að Seðlabankinn finnur að hann hefur mikil völd í skjóli þeirra. Gegnsæið í bankanum er ekki neitt. Gilda sömu reglur um alla? Fá allir sömu afgreiðslu? Ég hef haldið því fram að erfitt sé að af ­ nema höftin og horfa fram á mikla gengis­ fellingu og verðbólguskot í kjölfarið í ljósi þess að flest lán á Íslandi eru verð tryggð og þar með myndu þau hækka skarpt í flóð­ bylgjunni sem kæmi við fall krón unnar. Þetta mætti koma í veg fyrir með tíma­ bundinni verðstöðvun á meðan gusan flæddi yfir og gengið kæmi til baka og styrktist aftur. Yrði jafnvel svipað og nú­ ver andi gengi. Önnur leið væri að setja hámark á það sem verðtryggingin, vísitala neysluverðs, gæti hækkað á ári – og hef ég margoft skrifað um það hér í blaðinu. Kannski þarf ekki að óttast stórfellt gengis fall við afnám haftanna. En höftin eru vegna þess að bankinn er hræddur við gengisfall, þótt hann viti ekkert hversu mikið það yrði. Kannski þarf heldur ekkert að óttast vegna þess að gengi krónunnar speglar fyrst og fremst styrkleika efnahags­ lífsins. Sterkt atvinnulíf, sem nýtur virð­ ingar fjár festa og íbúa svæðisins, er með sterkan gjaldmiðil. Þar ríkir jafnvægi. Helsti galli gjaldeyrishafta 1. Dýrt vegna þess að gengi krónunnar er of hátt skráð. 2. Of hátt gengi dregur úr útflutningi og ýtir undir innflutning. 3. Ekki hægt að færa eignir sínar fram og til baka eftir löndum. 4. Dregur úr því að útlendingar vilji fjár- festa á Íslandi og þeir sem það gera vilja fá meiri arðsemi af eignum sínum en ella (áhættuálag). 5. Íslenskir fjárfestar, sem eiga fé erlend is, horfa raunar á þetta sömu augum. Hika við að fjárfesta hér vegna stjórn- valda og fjárfesta áfram erlendis. 6. Rangar fjárfestingar vegna þess að gengið er vitlaust skráð. 7. Hnattvæðingin leiðir til ójafnvægis og dregur úr samkeppnishæfninni; við erum með gjaldeyrishöft á meðan flestar aðrar þjóðir eru með frjálst fjármagnsflæði og njóta þess í auknum hagvexti. Höftin afnumin Tíu leikir Skákin tefld – ef höftin yrðu afnumin í einu lagi! Gjaldeyrishöftin afnumin að fullu með einum leik. Höftin merkja að gengi krónunnar er of hátt skráð. Frjáls markaður er hafinn með gjaldeyri. Viðskipti hefjast. Hvað gerist? Er eitthvað að óttast? Seðlabankinn gefur út að hann ætli ekki að grípa inn í og verja gengið enda gæti það leitt til mikillar spákaupmennsku og árásar á gengið. Gjaldeyrisforðinn og lánalínur Seðlabankans eru 840 milljarðar króna að teknu tilliti til greiðslna erlendra lána í desember næstkomandi. Viðskipti hefjast. Hvítur leikur fyrsta leikinn, þ.e. innlyksa fé eins og krónubréf (aflandskrónur) upp á 400 til 500 milljarða í heildina leitar til síns heima í útlöndum. Mikil eftirspurn eftir gjaldeyri og gengið hríðfellur á fyrsta degi. Ríkir innstæðueig­ endur í íslenskum bönkum sækjast líka eftir gjaldeyri til að koma fé í erlenda banka; þ.e. í umhverfi sem þeir hafa meiri trú á. Ég spái því að 200 milljarðar af krónubréfum leiti út fyrstu tvær vikurnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir sem eiga 400 til 500 millj arða í erl­ endum verðbréfum koma auga á mikinn gengis hagnað með því að selja eigendum krónubréfa erlendan gjaldeyri á upp­ sprengdu verði. Lífeyrissjóðirnir og aðrir íslenskir fjárfestar sem eiga fé erlendis sleppa ekki þessu tækifæri. Ísland, og íslenskt atvinnulíf, er land lífeyrissjóðanna, þeir eru þegar byrjaðir á að endurreisa atvinnulífið með kaupum á stærstu fyrirtækjum Íslands. Þeim er málið skylt. Ég spái því að lífeyrissjóðirnir kaupi krónubréf fyrir 200 millj arða fyrstu tvær vikurnar og nái sér í myndarlegan hagnað. Innstreymi gjaldeyris verður sem því nemur. 1 2 3 Gjaldeyrishöftin framlenGd um fjöGur ár eða til ársins 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.