Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 32
32 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 ráinn Eggertsson er að láta af störfum við Háskóla Íslands eftir þrjátíu ár sem prófessor í hag­ fræði. Hann sinnir stunda kennslu áfram. Þráinn hóf kennslu við skólann árið 1973 sem lektor en varð prófessor árið 1980. Hann á það sameiginlegt með starfsbræðrum sínum Ragnari Árnasyni, Þor valdi Gylfasyni og Gylfa Zoëga að vera þekktur hag fræðingur erlendis. Hann kennir þessa mánuðina við Hertie­ háskólann í Berlín. Hann er alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University og var um árabil gistiprófessor við Columbia­háskólann í New York og ýmsa aðra bandaríska há skóla, eins og Stanford og Washington­háskóla í St. Louis. Hann hefur einnig starfað hjá Max Plank­stofn­ uninni í Þýskalandi og verið gesta pró fess­ or við Hong Kong­háskóla. Þráinn nam hag fræði við háskólann í Manchester og útskrifaðist þaðan 1964. Hann varð doktor í hagfræði frá Ohio­ríkis há skólanum 1972. Helstu áhugamál hans eru ferðalög, tónlist, myndlist, bókmenntir, leiklist, kvikmyndir, saga og veitingahús. Hann segir að sér líði best í Suður­Evrópu. Hvaða fræðimenn hafa haft mest áhrif á þig? „Sá kennari sem ég helst minnist frá Manch ester­háskóla var víðkunnur mann­ fræðingur, Max Gluckman. Hann hafði áður fyrr búið mánuðum eða árum saman með ættbálkum í Afríku og hlaupið með þeim um frumskógana fáklæddur. Gluck­ man var upphaflega lögfræðingur að mennt og hafði áhuga á grunnlögmálum sam félagsins og fann þau þarna hjá ættbálkunum. Ég hef oft notað íslenskt samfélag í svipuðum tilgangi. Það var sama sagan í Ohio­ríkishá skólan­ um, þar var aðeins einn fræðimaður sem hafði varanleg áhrif á mig. Hann hét Karl Brunner og var ættaður frá Sviss. Brunner var blindur en lét eins og hann hefði fulla sjón. Brunner var tær snilld. Hans sér svið voru peningamál en hann hafði einn ig gífurlega þekkingu á aðferðum og vinnubrögðum vísindanna. Ótrúlega innsýn í þau mál. Og það var ekki fyrr en tiltölulega nýlega að ég áttaði mig einnig á því að Brunner hafði tileinkað sér ýmis helstu hugtök stofnanahagfræði, sem á þeim tíma var eiginlega ekki til sem fræði­ grein. Sérgrein mín – og doktorsritgerð – fjall­ aði um vinnumarkaðinn. Í Háskóla Íslands kenndi ég nær öll þau námskeið sem deildin bauð upp á í hagfræði og hóf kennslu í greinum sem ekki höfðu verið kenndar áður. Oftast hélt ég sama námskeiðið aðeins tvisvar eða þrisvar. Þetta var ágæt æfing og alls ekki leiðin­ leg. Það er óskemmtilegt að staglast á sama námsefninu áratugum saman. Rúm lega fertugur fékk ég áhuga á því að endurmennta mig og skoða hagkerfi í víðu samhengi – það er eiginlega sama rann­ sóknar prógramm og Karl Marx glímdi við. Eftir mikla umhugsun og lestur í stjórnmálahagfræði og ýmsum hliðargrein­ um fann ég loks nýjan lærimeistara sem ég hafði sterka samkennd með. Hann heitir Douglass North, sérfræðingur í hagsögu, og var árið 1984 að flytja frá Seattle til Saint Louis. Hann bauð mér að heimsækja Washington­háskóla í Saint Louis og þang­ að kom ég nokkrum sinnum hálft skólaár, en eitt árið var North í leyfi og þá tók ég við námskeiðunum hans. Ég var einnig tvö ár við Stanford­háskóla en North var jafnan þar á vormisserinu. Upp úr þessum samskiptum spratt bók eftir mig, Economic Behavior and Institutions, sem hefur verið þýdd á ýmis tungumál, svo sem rússnesku, spönsku, kínversku og japönsku. Ég er hálfgerð örútgáfa af North. Á þessum árum kynntist ég einnig Ronald Coase í Chicago. Coase fæddist 1910 og er enn á lífi en samt orðinn söguleg per sóna. Hann er faðir stofnanahagfræði og einnig réttarhagfræði (law and econom­ ics). Coase er á þessu ári að gefa út nýja frumsamda bók, How China became Capi­ talist, sem kemur út skömmu fyrir 101. afmælisdaginn hans. Coase var kominn vel á áttræðisaldur þegar ég heimsótti hann fyrst í Chicago. Við borðuðum kvöldmat á veitingahúsi og fórum síðan á bar til að fá einn fyrir svefninn. Þar sátum við þegar staðnum var lokað, en í stað þess að reka okkur út bað vertinn okkur um að skella í lás þegar við færum. Við fórum ekki fyrr en klukk an þrjú um nóttina. Um þetta leyti kynntist ég einnig Oliver Williamson, en hann hefur rannsakað áhrif viðskiptakostnaðar á skipulag at vinnu ­ lífsins. Og loks nefni ég Elinor Ostrom. Ég var í tvö ár samfleytt hjá Elinor og Vincent Ostrom í rannsóknarstofnun við Indiana­ háskóla í Bloomington. Og þar stúd eruðu menn nýtingu náttúruauðlinda svo sem skóga eða vatnsbóla – eins og hún gerist um allan heim. Tilgangurinn var að finna einföld lögmál um hagkvæma nýtingu auðlindanna, en það kom á daginn að þau eru ekki til. Það er ekki til eitt kerfi sem passar alls staðar. Coase, North, Williamson og Ostrom voru og eru hálfgert utangarðsfólk í hag­ fræðinni. Þau stofnuðu alþjóðafélag um stofnanahagfræði, International Society Jón g. hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, ræðir við Þráin eggertsson, prófessor við Háskóla Íslands, um nóbelsverðlaunahafana Coase, North, Williamson og Ostrom sem hann hefur unnið náið með, framfarir í hagfræðinni, frjálshyggjuna, fyrirmyndarhagkerfi, háskaleg hagkerfi, siðfræði í viðskiptum, samband tækni og hagvaxtar, tengsl háskóla við atvinnulífið, alþjóðlegu fjármálakreppuna og bankahrunið 2008, einkaeignarrétt á auðlindum, samkeppnishæfni þjóða, aukið bil á milli ríkra og fátækra í heiminum, þróunar­ löndin, áhrif stórfyrirtækja á viðskiptalíf og pólitík, stofnanahagfræði, prófessorana Gylfa Þ. Gíslason og Ólaf Björnsson, muninn á viðskipta­ og hagfræðikennslu á Íslandi og Bandaríkjunum, kennarann Þráin Eggertsson, uppvaxtarárin á Íslandi, 70 ára afmælið, áhugamálin og árin við Háskóla Íslands. viðTal: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.