Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Hin indverska Indra K. Nooyi hefur ekki setið auðum höndum hjá PepsiCo frá því að hún hóf störf hjá fyr ir tækinu fyrir rúmum 15 árum. Hún hefur nánast frá upphafi verið í fararbroddi í mótun og útfærslu stefnu fyrir ­ tæk isins og leitt sókn þess á alþjóðamörkuðum. Indra tók við fyrir liðabandinu hjá PepsiCo árið 2006 og undir stjórn hennar hefur verið blásið til sóknar undir merkinu „Árangur með til ­ gangi“. Hugsunin sem býr að baki þessari yfirlýsingu er að rekstrarárangur fyrirtækisins og siðferðilegar pælingar þurfi að eiga samleið. Markmið sem fyrirtækið hefur sett um að auka hollustu vara sinna má skoða í þessu ljósi. Indra telur að stjórnendur fyrirtækja standi að mörgu leyti á tímamótum. Í því sambandi nefnir hún nokkur atriði. Mikilvægast er að hennar mati að þeir hugsi til langs tíma í stað þess að vera fangar skammtímahugsunar og aðgerða. Þeir þurfa að skilja hvernig heimar einka­ og opinbera geirans mætast og leggja sitt af mörkum á uppbyggilegan hátt í því sambandi. Indra er jafn framt þeirrar skoðunar að stjórnendur þurfi í framtíðinni að hafa ríka tilfinningagreind. Og síðast en ekki síst þurfa þeir að hafa þá afstöðu til starfsins að menn verða seint fullnuma stjórn endur og lærir svo lengi sem lifir.“ ERLENDI FORSTJÓRINN Loftur Ólafsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum: Samkvæmt nýjasta mati Hagstofu Íslands minnkaði verg landsframleiðsla á árinu 2010 um 3,5%. Þetta sýnir að á því ári, u.þ.b. tveimur árum eftir hrun að jafnaði, dýpkaði kreppan enn frekar. Þessi niðurstaða er í algjöru ósamræmi við yfirlýsingar forsætis­ og fjármálaráðherra frá því fyrir tæpu ári er þeir lýstu því yfir að það væri að rofa til í efnahagslífinu. Þessi glámskyggni helstu efnahagsyfirvalda þjóðarinnar er mikið áhyggju efni. Hún sýnir að ekki aðeins kunna þau lítt að sigla þjóðarskútunni heldur er sýnin fram á veginn, spár og horfur um landsframleiðslu líka í ólagi. Á árinu 2010 var umtalsverður hagvöxtur í nánast öllum ná­ granna löndum Íslands. Ísland er því enn að dragast aftur úr þessum löndum. Því miður er afskaplega fátt sem bendir til þess að efnahagsþróunin árið 2011 verði umtalsvert hagstæð. Hagspár ríkisstjórnar og Seðlabanka sem gera ráð fyrir hófleg­ um hagvexti 2011 hafa til þessa reynst óhóflega bjartsýnar. Tónninn hjá heimilum og fyrirtækjum er ekki uppörvandi. Að vísu er kreppan nú þegar orðin það djúp að erfitt er að dýpka hana frekar. Því er líklegt að á árinu 2011 verði einhver hagvöxt­ ur. Flest bendir hins vegar til þess að hann verði ekki verulegur og miklu minni en við þurfum á að halda til þess að dragi úr at vinnuleysi og eiga sæmilega möguleika á því að bæta lífskjör þjóð arinnar á komandi árum.“ EFNAHAGSMÁL Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: Frjáls verslun hefur fengið þekkta ein stakl inga til liðs við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu tengdu við skiptum og efnahagslífi í hverju tölu blaði. uMsJón: svava JónsdóTTir Þóranna Jónsdóttir segir að áhugi á stjórnarháttum hafi aukist mikið á síðustu árum og segja megi að til hafi orðið nýtt fag í viðskiptaheiminum og innan háskólaumhverfisins þar sem rannsóknum á þessu sviði hafi fjölgað. „Það er talsvert meira vitað um stjórnun og starfsemi þeirra en fyrir nokkrum árum. Það ber þó nokkuð á skorti á skilningi á því hvaða hlutverki stjórnir gegna og þá er allur gangur á því hvað þær gera eða hvar áherslur þeirra liggja. Lykilatriðið er að stjórnir verða að gæta jafnvægis á milli þess að vera með eftirlit með rekstrinum og sinna mótun framtíðar fyrirtækis­ ins. Þær þurfa bæði að passa upp á það að starfsemin og rekst ur inn sé jafnan í góðu horfi og líka að búa þannig um hnútana að fyrir tækið geti tekist á við áskoranir sem eru framundan og grípa inn í ef þörf er á.“ STJÓRNARHÆTTIR Dr. Þóranna Jónsdótir, framkvæmdastjóri samskipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital: Gæta jafnvægis Lítil bót í vændum Hin nýja áskorun Pepsi Hjól atvinnulífsins snúast hægt og margir telja að IceSave­mál ið sé orsökin og þau muni fara á fleygiferð við samþykki samn ingsins. En tengist þetta eða er um óskhyggju að ræða? Svar ið er: Samþykkt samningsins mun engu breyta.“ Jón Snorri segir að ástæða kyrrstöðunnar liggi fyrst og fremst í stefnu ríkisstjórnarinnar m.a. með auknum beinum og óbeinum skatta álögum á fyrirtæki og einstaklinga. „Einstaklingar hafa ekki ráð stöf unartekjur nema til lágmarksinnkaupa á vörum og þjónustu en þessi útgjöld eru forsenda til að fyrirtæki auki umsvif sín og ráði til sín starfsfólk. Margir segja að afstaða erlendra fjárfesta muni breytast í áhuga við samþykki IceSave og Ísland öðlist aftur traust þeirra. En mun andstaða VG við að fá hingað erlenda fjárfesta breytast með samþykki IceSave? Eða mun skattaumhverfi breytast og auka ráðstöf unartekjur fólksins í landinu við samþykkið?“ Beðið eftir IceSave? FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræð ideild Háskóla Íslands: Álitsgjafar frjÁlsrar verslunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.