Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 13
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 13 fyrst & frEmst S igrún Lilja Guð jóns­ dóttir lauk stúdents­ prófi af viðskipta­ og hagfræðibraut og hóf síðan vinnu í fjölskyldufyrir tækinu Tanna þar sem hún vann í nokkur ár. Þá hefur hún sótt ýmis nám skeið og er með diplóma í fjöl miðla­ fræði frá Háskóla Íslands. Hún fór ung að hanna og sauma á sig föt og prófaði fyrir nokkr um árum að hanna á sig skó og tösku. Hún fékk þá hug mynd í kjölfarið að stofna fyrirtæki í kringum framleiðslu á skóm og fylgihlutum úr leðri. „Ég vildi hafa yfirbygging una litla og prófa vöruna á mark­ aðnum áður en ég færi út í frek ari skuldbindingar. Þetta var árið 2007 og á þeim tíma var þrýst ingur á mig að taka lán en mér fannst það ekki spennandi kostur. Einhverra hluta vegna vildi ég sem betur fer fara þá leið að skuldsetja mig ekki heldur leyfa fyrirtækinu að byggja sig upp sjálft en frá byrjun hef ég tekið lítið utanaðkomandi fjár­ magn. Ég setti mína peninga í þetta, við höfum reynt að passa upp á í hvað er eytt, reynt að vera útsjónarsöm í fjármálum og það hefur hjálpað til. Ég er tiltölulega nýfarin að vera á launum og það má segja að þetta sé í raun nýfarið að verða alvörufyrirtæki.“ Undirbjó sig vel Sigrún Lilja byrjaði á að fara í verkefnið Brautargengi hjá Impru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Um er að ræða nám­ skeið fyrir konur sem vilja m.a. hrinda viðskiptahugmynd í fram kvæmd. „Það hjálpaði mér að byggja upp sjálfstraustið og þora að taka af skarið. Ég er búin að komast að því að maður þarf ekki að vita alla leiðina hvernig maður ætlar að fara að hlutunum; það mikilvæg­ asta er að vera með ákveðin markmið.“ Sigrún Lilja ákvað strax að framleiðslan yrði líka seld á erl endum markaði. „Ástæðurnar fyrir því eru tvær. Ég leyfi mér að hugsa stórt og er draumóramann­ eskja og þegar framleitt er erlendis þarf magnið að vera fyrir hendi. Íslenski markaðurinn er því miður mjög lítill og hann dugar ekki í slíkt. Ég fór í verk­ efni hjá Útflutningsráði sem heitir Útflutningsaukning og hag vöxtur. Þar fær maður til liðs við sig ráðgjafa og nemendur í meist aranámi í alþjóðaviðskipt­ um við Háskóla Íslands. Við unnum saman að því að gera útflutningsáætlun og skoðuðum markaði. Þetta hjálpaði mér líka. Ég var ekkert að tvínóna við hlutina og ári eftir að ég stofnaði Gyðju var ég komin til Los Angeles og farin á fyrstu vörusýninguna.“ Yfirstíganlegar hindranir Þær hafa verið nokkrar hindran­ irnar á leiðinni og stundum hefur Sigrún Lilja verið við það að gefast upp. „Ég hef reynt að temja mér að líta ekki á þetta sem hindranir heldur sem verkefni sem þarf að leysa. Mér finnst nánast hvaða hindrun sem er vera yfirstíganleg. Fyrsta hind r unin var að finna góðan framleiðanda. Það var erfitt því ég vildi framleiða í litlu magni, mjög góða vöru og fyrir eðlilegar upp hæðir. Það reyndist mér erfi ð­ ast að yfirstíga og það tók mig tvö ár. Fylgihlutirnir eru framleiddir í Kína og nú er ég að skoða fleiri staði fyrir framleiðsluna. Ég tók eitt skref í einu og hélt áfram.“ Það hafði líka mikið að segja þegar leikkonan Aníta Briem fór að ganga í skóm og vera með fylgihluti frá Gyðju, m.a. á rauða dreglinum. Erlendur dreifingar­ aðili Gyðju komst í samband við stílista Paris Hilton og í kjöl­ farið fór hún að nota vörur frá fyrirtækinu. Á meðal fleiri frægra kvenna sem eiga vörur frá Gyðju má nefna Carmen Electra og Beyoncé. Þrautseigja og metnaður Gyðja er með dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk­ landi og Suður­Afríku. Búið er að opna söluskrifstofu í Miami en þar eru tveir starfsmenn í fullu starfi og nokkrir verktakar. Hér á landi eru tveir starfsmenn í fullu starfi auk fjármálastjóra og von er á nýjum starfsmanni í vor. „Ég hef yfirbygginguna ennþá eins litla og hægt er til að halda föstum kostnaði í lágmarki.“ Sigrún Lilja segir að mikill á hugi sé fyrir ilmvatninu í Evrópu og þar sé líka verið að herja á markaði. „Fókusinn hefur alltaf verið á Bandaríkin vegna þess að við tókum þá stefnu í byrjun. Það er erfitt að komast inn á þann markað en við teljum að möguleikar okkar þar séu góðir.“ Sigrún Lilja segir að draumur inn sé að Gyðja verði alþjóð legt, stórt og þekkt lífsstíls­ merki í framtíðinni og hún segist ætla að vinna hörðum höndum að því. Sigrúnu Lilju bauðst að skrifa kafla í bókinni The Next Big Thing sem kom út fyrir stuttu og komst á metsölulista hjá amazon.com sólarhring eftir að hún fór í sölu. Í bókinni er m.a. fjallað um hvað hægt er að gera í núverandi efnahagsástandi til að fyrirtæki plumi sig en þeim sem stóðu að útgáfu bókarinn­ ar fannst áhugavert að Sigrún Lilja skyldi ekki taka nein lán í byrjun og hvernig henni hefur tekist að halda yfirbyggingunni á fyrirtækinu lítilli. „Allt svona hefur jákvæð áhrif í för með sér bæði fyrir Gyðju og mig sjálfa. Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa mér að auka trúverðugleika minn og hjálpa mér að koma fyrirtækinu á fram­ færi í Bandaríkjunum.“ Hún segir nauðsynlegt að hafa þrautseigju og vera metnaða r­ fullur við uppbyggingu og rekstur fyrirtækis. „Þetta er blóð, sviti og tár, því verður ekki logið, en ég hef haft þessa ástríðu sem hefur komið mér á þann stað sem ég er á í dag.“ Eitt skref í einu Gyðja Collection: Sigrún Lilja Guðjónsdóttir stofnaði Gyðja Collect ion árið 2007 en fyrirtækið framleiðir skó, fylgihluti og ilm vatn. Í dag er fyrirtækið komið með dreifingaraðila víða um heim og kvikmyndastjörnur hafa skartað hönnun inni á rauða dreglinum. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. „Fókusinn hefur alltaf verið á Bandaríkin vegna þess að við tókum þá stefnu í byrjun. Það er erfitt að komast inn á þann markað en við teljum að möguleikar okkar þar séu góðir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.