Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 47
skóla og nota fjölda nóbelsverðlaunahafa sem einn af mælikvörðunum. Háskóli get­ ur mælst framúrskarandi ef hann er með einn nóbelsverðlaunahafa, án þess að vera sérstaklega góður í raun og veru. Þannig að ég set þann fyrirvara við þessa samantekt að það er horft á afmarkaða þætti en þetta er ekki heildstætt gæðamat á skólunum.“ Finnst þér yfirhöfuð mikilvægt að bera saman gæði skóla innbyrðis og gerir ríkið það? „Já, við sinnum því lögbundna hlutverki að meta gæði skóla, en kannski ekki aðal­ lega til að bera þá saman, því við viljum auðvitað að skólarnir geti þróað sína sér­ stöðu, heldur til að ganga úr skugga um að þeir standist þær kröfur sem við gerum til þeirra sem góðra framhaldsskóla. Við látum framkvæma úttektir á skólun­ um sem byggjast á viðurkenndum aðferðum í gæðamati á skólastarfi og þá er auðvitað tekið tillit til miklu breiðari heildarsýnar en það er hins vegar ekki endi lega verið að skoða þá þætti sem könn un Frjálsrar verslunar tekur til. Við er um með hefðbundna mælikvarða eins og til dæmis árangur nemenda þegar komið er upp í háskóla. Við metum líka hvernig skólasóknin er, hvert útskriftarhlutfallið er og hversu margir nemendur klára á réttum tíma. Við metum líka menntun kennara og þátttöku þeirra í endurmenntun. Síðan er það stofnþjónustan: Hvernig er hlúð að nemendum með sérþarfir? Hvernig er þróunarstarfið innan skólanna? Er verið að vinna að einhverjum umbótum, einhverri nýbreytni eða gagnsæjum stjórnunarhátt um? Svo er það líðan nemenda, viðhorf foreldra og einnig viðhorf nemenda til náms ins.“ Menntaskólinn í Reykjavík skorar hæst í samantekt Frjálsrar verslunar í ár og var sú niðurstaða nokkuð afgerandi. Hver eru þín viðbrögð við þessu og er það eitthvað sem kemur þér á óvart? „Líkt og bent er á skýrist þessi niðurstaða af afburðaárangri nemenda skólans í árleg um fagkeppnum í raungreinum og tungu málum og svo auðvitað Gettu betur. Mennta skólinn í Reykjavík hefur lagt mikla áherslu á þátt töku í þessum keppnum og náð þar ár angri, sem kemur fram í þessari könnun. Síð an hefur sá skóli líka þá sérstöðu að geta valið inn nemendur.“ Ef við skoðum þá skóla sem eru efst ir í þessari könnun, þá eru skólarnir í efstu fimm sætum listans allt rótgrónir reyk vískir skólar. Er það eitthvað sem kemur á óvart og er þetta áhyggjuefni? „Það má þá nefna að MH, MR, Verzlunar­ skólinn og Kvennaskólinn eru allir í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Þann ig að ef þeir geta valið inn nemendur þá ná þeir árangri í þessari könnun. En tökum eftir að hér er ekki endilega verið að mæla framfarir nemenda. Nemendur hafa einmitt líka sótt í þessa skóla af því að þeir þykja góðir og byggja á hefðum. Ég held að það spili tvímælalaust líka inn að þeir eru rótgrónir. Það eykur vinsældir þeirra meðal nemenda. En eins og ég sagði áðan er ekki verið að mæla alla þætti, þannig að ég veit ekki hvort þetta er áhyggjuefni en þetta sýnir sérstöðu þessara skóla á sumum sviðum.“ Ef litið er á þá skóla sem eru neðarlega á listanum þá eru það gjarnan nýlegir skólar og síðan skólar af landsbyggðinni. Finnst þér það vera áhyggjuefni að skólar utan höfuðborgarsvæðis virðast eiga erfiðara með að laða til sín bæði nemendur og vel menntað starfsfólk? „Það er einfaldlega aðstöðumunur milli þess að vera hér á höfuðborgarsvæðinu og þess að vera í fámennu sveitarfélagi úti á landi. Sá aðstöðumunur er bæði hvað varðar aðsókn nemenda, því nemendur af höfuðborgarsvæðinu sækja ekki í skóla á landsbyggðinni, en það er líka erfiðara að manna skólana úti á landi. Þetta er auð vitað áhyggjuefni almennt: Hvernig tryggj um við öflugt skólastarf um land allt, sér staklega í fámennari skólum?“ Nýjar reglur um innritun í framhaldsskóla hafa verið umdeildar og nú síðast skilaði stór hluti 10. bekkinga mótmælum gegn þeim til þín. Hver er þinn rökstuðningur fyrir reglunum? „Ég hef náttúrlega rökstutt þetta með breyttu lagaumhverfi í framhaldsskólum. Þegar fræðsluskyldan dettur á 2008 breytist eðli framhaldsskólanna. Stjórnvöld eru þá skuldbundin til að veita öllum nemendum skólavist upp að 18 ára aldri. Ástæða þess að við tókum upp þennan hverfakvóta var sú að fyrsta sumarið sem ég var hér í menntamálaráðuneytinu, fyrsta árið eftir að þessi fræðsluskylda komst á, var algjört ófremdarástand í innritunar­ málum framhaldsskólanema. Þetta end­ aði með því að nemendur voru að fara borgar hluta á milli og þá var mjög kallað eftir því að það væri tekið tillit til þessara nærumhverfissjónarmiða við innritun. Síðan var farið í þá vegferð að gera það og þá komu gagnrýnisraddir á móti. Sagt var að það væri verið að skerða val nemenda með því að láta búsetu ráða för. Þá kemur sú gagnrýni fyrst og fremst úr Reykjavík því kannski hefur búsetan alltaf ráðið för annars staðar á landinu. Þetta er auðvitað vandratað en ætlunin var fyrst og fremst sú að koma til móts við þessi sjónarmið um nærumhverfið en svo fórum við auðvitað líka í miklar aðrar breytingar á innrituninni, eins og að fara í forinnritun, að fækka valskólum úr fjórum í tvo og annað sem þurfti til að þetta gengi greiðar fyrir sig og við myndum ráða við það verkefni sem okkur var sett með lagaskyldu.“ Ef við lítum á niðurstöður úr samantekt Frjá lsrar verslunar, með öllum þeim fyrir vör­ um sem eðlilegt er að gera, þá eru þeir skólar sem enda efstir allt skólar úr rótgrónari hverf um Reykjavíkur. Hefurðu ekki áhyggjur af því að hverfaskiptingin komi til með að auka félagslega misskiptingu í samfélaginu? „Ég gæti þá spurt á móti hvort þetta auki þá ekki breiddina í þessum skólum og hvort nemendahópurinn verði þá ekki fjölbreyttari. Þannig að þetta ætti í raun og veru að virka öfugt. En þetta er alveg eðlileg spurning, við hljótum líka að velta þessu fyrir okkur þegar kemur að umræðu um grunnskóla hvort félagslegir styrkleikar séu ekki mjög mismunandi milli hverfa og það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess. Við sjáum það til að mynda á fjölda þeirra nemenda sem stunda tónlistarnám í vesturbæ Reykjavíkur annars vegar og í Breiðholtinu hins vegar sem var skoðaður í nýlegri rannsókn.“ Nú hefur innritunarkerfið verið að breyt­ ast síðustu tvö ár. Hvernig sérðu þetta fyrir þér til langframa? „Við erum einfaldlega stödd í innleiðingu á þessum nýju lögum, þannig að við þurf­ um að móta þessar innritunarreglur núna og gefa okkur tíma, en margar þeirra breytinga sem við komum á hafa verið til góðs. Við höldum þeim, við lækkuðum svo hverfakvótann úr 45% í 40% og munum síðan auðvitað meta árangurinn af þessu með skólameisturum. En svo má líka velta því fyrir sér, úr því að rætt er um jafnræði, að þrír af þessum fimm efstu skólum eru bekkjarskólar. Nemendur spyrja okkur gjarnan: „Hvernig getum við fengið jafnan aðgang að áfanga­ kerfi og bekkjarkerfi?“ Svarið er að það er ekki jafn aðgangur núna, því við erum með sex bekkjarkerfisskóla af hátt í fjörutíu framhaldsskólum. Þar af eru fjórir hér í Reykjavík, einn á Laugarvatni og einn á Akureyri. Tilhneigingin hefur verið sú að nýir skólar hafa tekið upp áfangakerfi og svo eru miklar breytingar fyrirhugaðar í nýjum framhaldsskólalögum. Það má því spyrja sig: Hvernig tryggjum við þennan jafna aðgang? Það er vandgert.“ „Það má þá nefna að MH, MR, Verzl unar­ skólinn og Kvenna­ skólinn eru allir í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.