Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 48

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 48
48 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 stjórnun Ágreiningur er einn helsti farartálmi fram­þróunar í samfélög­um, stofnunum og fyrirtækjum og skapar jafnvel fleiri hindranir en takmarkaður aðgangur að náttúruauðlindum eða skortur á fjármagni. Næst á eftir náttúruöflunum er ágreiningur líklega stærsta eyðileggingarafl sem við þekkj­ um. Ágreiningur er ástæða þess að þjóðir fara í stríð, flýja heimkynni sín og berjast inn byrðis árum eða jafnvel ára­ tugum saman. Í stjórnmálum og atvinnulífinu stendur ósættanlegur ágreining­ ur í vegi fyrir því að gripið er til aðgerða, nýjungum hleypt af stokkum, tækifæri nýtt og mark miðum um góðan árangur náð. Við slíkar aðstæður glatast tæk ifæri sem annars væri hægt að nýta til að bæta lífskjör og mannlíf. Hvað er ágreiningur og hvernig verður hann til? Flestir eru sammála um að andstaða, ósamræmi og samskipti séu meginþættir í ágreiningi og síðast en ekki síst skynjun. Ef enginn skynjar eða upplifir ágreining, þó að andstaða eða ósamræmi sé fyrir hendi, er ekki um ágrein­ ing að ræða. Í þessu samhengi má lýsa ágreiningi sem ástandi sem ríkir þegar menn eru svo ósammála að það stendur í vegi fyrir framgangi mála eða stöðvar þau. Ágreiningur er viðkvæmt fyrirbæri og jafnvel léttvæg málefni geta auðveld­ lega snúist upp í stór ágrein­ ingsmál og breyst úr því að vera mismunandi sjónarmið í að vera persónu legur ágreiningur. Ágreiningur verður þannig til þegar ekki finnst sameiginleg niðurstaða og ekki tekst að sætta ólík sjónar mið. Ágreiningur getur risið af mörg ­ um ástæðum og er skort ur á upp lýsingum líklega megin ástæð­ an. Hagsmunir stangast á en ástæður eru líka persónuleiki fólks, persónuleg og fagleg sambönd, menningarmunur, vinnuumhverfi, kröfur markaðar­ ins og samkeppni. Vinnustaðir 21. aldarinnar bera margir með sér einkenni spennu og átaka. Áhrif mikillar samkeppni á markaði virðast endurspeglast inn í fyrirtækin. Spennan og átökin eru því ekki einungis í ytra umhverfi heldur einnig innanborðs. Samskipti undir slíkum kringumstæðum eru gjarnan erfið. Mikil áhersla er á arðsemi og árangur og því fylgja þrengri tímaáætlanir, meira vinnuálag og hræðsla við uppsagnir. Stjórnendur mis­ munandi deilda forgangsraða á ólíkan hátt og hafa mismunandi markmið sem getur leitt til árekstra og ágreinings um þá val kosti sem eru til staðar. Þegar mikil óvissa ríkir eiga stjórnendur það til að setja fram lausnir án þess að búið sé raunverulega að skilgreina vanda málið. Stjórnendur grípa þá gjarnan til þess ráðs að hag­ ræða aðstæðum og réttlæta að­ gerðir sínar með ýmsum hætti ef engar haldbærar uppl ýsingar liggja fyrir. Með hverjum ert þú í liði? Hversu oft finnum við okkur í aðstæðum þar sem við forð­ umst að takast á við ákveð in mál af ótta við ágreining? Sjáum við okkur í þeim sporum að gefa okkur ekki tíma til að hlusta á sjónarmið annarra eða skortir okkur stundum vilja til að setja okkur í þeirra spor? Eigum við auðvelt með og leyfum við okkur að skipta um skoðun eða viðurkenna mistök? Hvers vegna er svona erfitt að sætta ólík sjónarmið? Meginástæðan er sú að þegar kemur að ákvarðanatöku eru fjölmargir ólíkir hagsmunir sem togast á og oft er erfitt að greina hvaða sjónarmið ráða ferðinni. HVAÐA SJÓNARMIÐ RÁÐA FERÐINNI? Eru það einkahagsmunir stjórnenda, væntingar um völd, laun, ábata og viðurkenn ingu? Fjölskylduhagsmunir s.s. um afkomu, búsetu og frítíma? Hagsmunir undirmanna og samstarfsmanna um forgangs röðun, fjármagn, mannauð og athygli innan fyrirtækisins? Hagsmunir fyrirtækisins, gagnvart hluthöfum, viðskipta­ vinum, birgjum, keppinautum eða samfélaginu? Er það sá hagsmunahópur sem stjórnandi tilheyrir, stjórn­ málaflokkur, stétt, kynþáttur, kyn, sveitarfélagið eða viðhorf til samfélagslegrar ábyrgðar? Er það þjóðerni stjórnand­ ans, landamæri, efnahags­ bandalög, sanngjörn skipting auðlinda, ábyrgð og hlutverk í samfélagi þjóða? Eða heimurinn í heild, kyn­ slóðin, lífskjörin, tæknibreyt­ ingar, þróunin, efnahagsleg sjónarmið eða náttúruverndar­ sjónarmið, sjálfbærni, lofts­ lagsbreytingar og endurnýjan­ legar auðlindir? Allt getur þetta togast á í einni og sömu manneskjunni, hvað þá þegar margir ólíkir einstaklingar og fulltrúar ólíkra hagsmunahópa koma saman að ákvarðanatöku. Stjórnandi sem setur sína persónulegu hagsmuni og hagsmuni fjölskyldu sinnar framar hags munum starfsmanna, Ágreiningur og togstreita Nýta má ágreining með skynsamlegum hætti. Til dæmis hafa mörg fyrirtæki náð tökum á að nýta ágreining á hvetjandi hátt til aukinnar hugmyndaauðgi og nýsköpunar sem skapar ný tækifæri og samkeppnisforskot. TexTi: siGrún ÞorleifsdóTTir Mynd: Geir ólafsson o.fl. sigrún Þorleifsdóttir, stjórn enda­ þjálfari og einn eigenda Vendum – stjórnendaþjálfunar. Það er áhugavert í því sambandi að velta fyrir sér mis­ muninum á samræð­ um (e. dialogue) og rökræðum (e. discuss­ ion). Hvort tveggja eru samskiptaferli en fela í sér ólíkar áherslur.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.