Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 50
50 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 bækur Fátt er reynslunni fróðara, segir máltækið, og má með sanni segja að þessi orð eigi við um bókina What’s holding you back, 10 bold steps that define gutsy leaders eftir Robert J. Herbold. Herbold var framkvæmdastjóri hjá Microsoft á árunum 1994­2001. Í tíð Herbolds hjá Microsoft fjórfaldaðist velta fyrirtækisins og hagnaðurinn sjöfaldaðist sem verður að teljast harla góður árangur. Áður en hann gekk til liðs við Microsoft starfaði hann í 26 ár hjá stórveldi Procter og Gamble, síðustu árin sem for ­ stjóri auglýsinga og upplýsinga­ þjónustu fyrirtækisins. Herbold hefur því gríðarlega reynslu sem hann deilir með les endum sínum í bókinni auk þess að taka fjölmörg dæmi um önnur stórfyrirtæki, sigra þeirra og ósigra. Dæmin sanna Helsti styrkur bókarinnar er ein mitt þessi dæmi en þau gera lesandanum kleift að gera sér í hugarlund hvernig beita megi þeim tíu lögmálum sem Herbold setur fram í bókinni. Það að lesa raunverulega dæmisögu um heims þekkt fyrirtæki og stjórnend­ ur og í kjölfarið ráð um hvernig ná má viðlíka árangri eða sneiða hjá pyttunum sem fallið var í gerir bókina einstaklega hagnýta og trúverðuga. Dæmin sýna líka hvernig hægt er að nýta ráð in til framkvæmdar og aukins ár angurs. Bókin fer því skrefi lengra en margar handbækur stjórn enda og leiðtoga. Sigrar og ósigrar þekktra stórfyrirtækja Það sem gerir bókina áhuga­ verða og trúverðuga er sú stað reynd að dæmin sem höf­ undur tekur eru frá vel þekkt­ um stórfyrirtækjum á borð við Apple, Microsoft, Porsche, IBM, Merck, Canon, Sony, Whirlpool, IDEO, Tesco, P&G, Target, 3M, Nintendo, Ford, Ericsson, Tesco, U.S. Steel, Kodak, Honda, BP, Volkswagen, Fiat og Hyundai auk margra annarra. Sum þess­ ara fyrirtækja hafa náð mjög góðum árangri en önnur síður. Það er engu að síður hægt að læra af þeim öllum og dregur höfundur fram góðan lærdóm, hvort sem þau eru af árangri eða ósigrum. Því má segja að mesti styrkur bókarinnar felist í reynslunni sem kristallast í hverj­ um kafla og nýtist lesandan um til að ná enn meiri árangri í við­ fangsefnum sínum. Skjót ákvarðanataka er lykillinn Auðvelt er að segja að bókin sé fyrir alla leiðtoga, hvort sem þeir hafi mikla reynslu eða litla, fáa undirmenn eða marga. Hún er sér staklega fyrir þá sem vilja efla hugrekki sitt við ákvarðanatöku við erfiðar aðstæður en höfund­ ur heldur því fram að helsti styrkur stjórnenda sé að taka skjótar og öruggar ákvarðanir á ögurstundu. Í því felist kjarkur og sterk leiðtogahæfni þar sem rétta ákvörðunin er oftar en ekki aðeins minna „slæm“ en valkost­ urinn, fellur ekki alltaf í kramið hjá öllum, skapar óvild og gæti jafn­ vel orðið til þess að stefna frama viðkomandi stjórnanda í hættu. Stjórnendum hættir einnig til að skorta nauðsynlegar upplýsin­ gar til að geta tekið ígrund aðar ákvarðanir. Bókin er uppfull af hagnýtum ráðum sem hjálpa stjórnendum og leiðtogum á öllum stigum að takast á við erfiðar aðstæður og grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða sem geta skilið á milli feigs og ófeigs í viðskiptum. Hvað heldur aftur af þér? Í bókinni What’s holding you back skrifar Robert J. Herbold, fyrrv. forstjóri Microsoft, um þá þætti sem skilja sterka leiðtoga frá þeim veikari. Hann notar fjölda dæmisagna úr sínu eigin starfi og annarra vel þekktra fyrirtækja sem gerir bókina einkar áhuga verða og hagnýta. TexT: unnur valBorG HilMarsdóTTir 1. Gerðu raunsæja áætlun. Einangraðu einn eða tvo þætti sem verða að breytast til að þú getir náð meiri árangri og gerðu áætlun um hvernig best er að takast á við þá. 2. Rétta fólkið. Til að geta hrint áætluninni í framkvæmd þarftu kerfisbundið að koma auga á bestu starfsmennina og styrkja þá um leið og þeim lakari er stýrt til aukins árangurs eða út úr fyrirtækinu. 3. Burt með losarabraginn. Ferlar og kerfi verða að vera snurðulaus og á ábyrgð tiltekins starfsmanns. 4. Upp með kostnaðarvitundina. Það þýðir að grípa strax inn í þegar áætlanir standast ekki. 5. Gerðu kröfu um hámarksárangur á hverju sviði. Það þýðir að leiðtogar hvers sviðs innan fyrirtækisins eru ekki einasta sérfræðingar á sínu sviði heldur kunna að beita sérfræðiþekkingu sinni, rísa gegn viðteknum venjum, einbeita sér að þeim verkefnum sem skila árangri og halda sig við áætlanir en vita um leið hvenær á að hvika frá þeim. 6. Skapaðu umhverfi sem ýtir undir nýsköpun. Nýsköpun er lykillinn að árangri, ýttu undir hugmyndaflæði og forðastu ótta við að gera mistök. 7. Gerðu kröfu um öruggar ákvarðanir og ábyrgð og forðastu þörf manna fyrir einingu. Það kemur niður á verkefninu ef allir verða að vera sammála og enginn þorir að taka ákvaðanir sem eru óvinsælar einhvers staðar innan fyrirtækisins. 8. Ekki missa af lestinni. Vertu stöðugt að leita að nýrri tækni, skoðaðu ný hegðunarmynstur neytenda sem gætu falið í sér tækifæri. 9. Góðar hugmyndir leynast alls staðar. Gerðu fólki ljóst að þú kannt að meta allar hugmyndir sem leiða til aukins árangurs, sama hvaðan þær koma, svo fremi sem þær leiði til framfara. 10. Hristu upp í fyrirtækinu. Ef starfsfólkið og uppbygging fyrirtækisins er látið í friði verður niðurstaða morgundagsins sú sama og í gær. Til að ná meiri árangri þarf að rísa gegn viðteknum venjum, nýta hæfileika til fulls og endurskipuleggja í takt við það. Auðvelt er að segja að bókin sé fyrir alla leiðtoga, hvort sem þeir hafi mikla reyn­ slu eða litla, fáa und­ irmenn eða marga. 10 leiðir til að ná meiri árangri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.