Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 56

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 56
56 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Dregur úr frumkvöðla- viljanum við að fara í háskóla? Á nýlegri vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands, sem bar yfirskriftina Aka demían og atvinnulífið, kom fram að háskólamenntaðir frumkvöðlar eru hlutfallslega færri á Íslandi en erlendis. Dregur háskólasamfélagið úr viljanum til að verða frumkvöðull og stofna fyrirtæki? akadEmían og atvinnulífið TexTi: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson E r háskólaumhverfið á Íslandi ekki frumkvöðlum hagstætt? Þetta var m.a. rætt um í panel á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofn­ unar Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Akademían og atvinnulífið. Í þessum panelumræðum tóku þátt Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður innlendra háskólasamskipta HÍ, Margrét Guðmunds­ dóttir, formaður Félags atvinnurekenda, Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtök­ um atvinnulífsins, og Orri Hauksson, fram­ kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samband háskólans og atvinnulífsins er náið og svo hefur verið allt frá því að háskól­ inn var stofnaður fyrir hundrað árum. Eftir því sem viðskiptadeild, lagadeild og verk­ fræði­ og raunvísindadeild urðu rótgrónari og sterkari jukust tengslin og samvinnan á milli háskólans og atvinnulífsins til muna. Einn athyglisverðasti þráðurinn í umræð­ unni var hvort háskólaumhverfið á Íslandi væri frumkvöðlum óhagstætt. Frumkvöðlar eru hlutfallslega fleiri á Íslandi en í Vestur­ Evrópu en háskólamenntaðir frumkvöðlar á Íslandi eru hlutfallslega færri en í nágranna­ löndunum. Fram kom að ein skýringin á þessu gæti verið sú að Íslendingar með háskólanám eru hlutfallslega færri en annars staðar í Vestur­Evrópu. Erfitt er að halda því fram háskólaum­ hverfið sé frumkvöðlum óhagstætt. Að það

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.