Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 58

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 58
58 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 útrás íslensks útivistarFatnaðar Fyrirtækin Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR, Cintamani, Icewear, Nikita og ZO-ON framleiða og selja útivistarfatnað víða um heim. Þá selja þau öll vörur í gegnum netverslanir sínar. TexTi: svava JónsdóTTir Myndir: Geir ólafsson N ikita var stofnað árið 2000 og eru starfsmenn 35. Rúnar Ómarsson framkvæmdastjóri segir að hvað áherslur í rekstri fyrirtækisins varðar sé það hönnun, markaðssetning og sala á götutísku og snjóbrettafatnaði fyrir stelpur undir nafninu Nikita. Fyrirtækið kynnir árlega fimm vörulínur og yfir 95% af sölu Nikita fer fram erlendis. Vörur fyrirtækisins eru framleiddar í fimm löndum eftir því um hvaða vöru­ flokk er að ræða en mest er framleitt í Kína, Taívan og Túnis. Vörurnar eru seldar í gegnum dreifingaraðila, verslanir og eigin smásölu í tæplega fjörutíu löndum. Nikita hefur um árabil selt vörur sínar í gegnum leiðandi vefverslanir í götutísku og útivistar­ geiranum en opnaði auk þess eigin vefverslun í fyrra. „Nikita hefur á þeim tíu árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt vaxið úr því að selja um 1.500 flíkur fyrsta árið yfir í að selja um 1.500 flíkur á dag alla daga ársins. Ársveltan er um átta milljónir evra og Nikita er heimsþekkt vörumerki með gríðarlega vaxtar­ möguleika í sölu á vörum félagsins.“ Rúnar segir að Nikita sé í auknum mæli að færa sig nær endanlegum neytanda í vörusölu. „Þannig hefur fyrirtækið verið að taka yfir dreifingu í fleiri löndum og selur þá vörur sínar beint til smásala í stað dreifingar­ aðila. Bein sala í gegnum vefverslun fyrirtækisins lofar góðu og fleiri Nikita­ verslanir eru á teikniborðinu með áherslu á Evrópu. Nikita er eftirsótt til samstarfs af stærri aðilum í útivistar­ og lífsstílsgeiranum. Náið samstarf og jafnvel samruni við stærra erlent fyrirtæki eða vörumerkjaregnhlíf er ekki ósennilegur þar sem markaðurinn ber miklar væntingar til vörumerkisins Nikita, jafnvel meira en infrastrúktúr og eignarhald fyrirtækisins ræður við í núverandi mynd.“ Rúnar Ómarsson. „Bein sala í gegnum vefverslun fyrirtækisins lofar góðu og fleiri Nikita­versl­ anir eru á teikniborðinu með áherslu á Evrópu.“ (Mynd: Jói Kjartans) nikita Rúnar segir að Nikita sé í auknum mæli að færa sig nær endanlegum neyt­ anda í vörusölu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.