Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 59

Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 59
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 59 Útrás útrás íslensks útivistarFatnaðar Á rsvelta 66°NORÐUR er um þrír milljarðar króna. Fyrirtækið rekur verksmiðju í Lettlandi þar sem stór hluti vörunnar er fram­ leiddur auk þess sem framleitt er í verksmiðjum í Kína. Um 300 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Hér á landi eru starfs­ menn um 130. Vörurnar eru seldar í rúmlega 500 versl­ unum í fimmtán löndum. Að sögn Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra fyrirtækisins, eru stærstu markaðirnir á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hvað vefverslunina varðar segir Helgi hana vaxandi. „Fyrirtækið byggir á 85 ára sögu og mjög sterkri arfleifð,“ segir Helgi, „og gríðar lega sterkum hópi einstaklinga sem hafa ára­ langa og sumir áratugareynslu af hönnun og framleiðslu fatnaðar. Fyrirtækið er búið að framleiða sjóstakka á íslenska sjómenn síðan 1926 og það sem einkennir fyrirtækið er sú framleiðsla sem þróaðist síðan út í fatnað á hinn almenna neytanda. Þar má nefna pollagalla sem fyrirtækið hefur ver ið þekkt fyrir í mörg ár og síðar var farið að framleiða útivistarfatnað. Fyrirtækið fram­ leiðir m.a. fatnað til björgunarsveita, lög­ regl unnar og slökkviliðsins.“ Helgi segir að 66°NORÐUR hafi náð fram úrskarandi árangri í hönnun á útivist­ ar fatnaði, m.a. í notkun nýjustu efna sem í boði eru á markaðnum. „Fyrirtækið vann verðlaun fyrir hönnun og gæði en nýr jakki, sem ber nafnið Snæfell, var valinn besti útivistarjakkinn á einni stærstu sýningu á útivistarfatnaði í heimi sem haldin var í München í febrúar og kallast ISPO. Það er ekki eina vara fyrirtækisins sem fær góða dóma hjá fagaðilum erlendis.“ Fyrirtækið kemur með nýjar vörur á hverju ári og bætir í vörulínu sína. „Við erum með vörur sem við seljum í nokkur ár en gerum hugsanlega einhverjar þróunarlegar breyt­ ingar á þeim. Við leggjum áherslu á að flík urnar endist og að þær standist tímans tönn.“ 66°norður „Fyrirtækið vann verð laun fyrir hönnun og gæði en nýr jakki, sem ber nafn ið Snæfell, var valinn besti útivistar­ jakkinn. Helgi Rúnar Óskarsson. „Fyrirtækið vann verðlaun fyrir hönnun og gæði en nýr jakki sem ber nafnið Snæfell var valinn besti útivistarjakkinn á einni stærstu sýningu á útivistarfatnaði í heimi sem haldin var í München í febrúar og kallast ISPo.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.