Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 74

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 74
74 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 samspil við náttúruna Hraunið og birtan ofarlega í huga arkitektanna sem hönnuðu Hörpu. Glerhjúpur Ólafs Elíassonar eins og öldufall yfir svartan klett. Rauðir veggirnir í stærsta sal Hörpu, Eldborginni, og lýsingin á bak við þá minna á eldg­ lóð. Veggirnir fyrir utan sal inn eru svartir og drungalegir eins og hraun klettur. Glerhjúp­ ur inn yfir húsinu er eins og öldu fall yfir svartan klettinn. Það fer ekki á milli mála að samspilið við nátt úruna var ofar lega í huga arki tektanna og listamannsins sem hönnuðu tón listar­ og ráðstefnu húsið. „Í samkeppninni um hönnun hússins fórum við strax að velta fyrir okkur tengslum við nátt­ úruna og pældum til dæmis mikið í hrauninu og birtunni,“ segir Sigurður Einarsson arki­ tekt hjá arkitektastofunni Batt­ eríinu arkitektum sem stóð að hönnun hússins ásamt dönsku arkitektastofunni Henning Lars en og listamanninum Ólafi Elíassyni. Samstarf í gegnum netið Arkitektarnir hófu störf við verkefnið þegar árið 2004 þegar auglýst var eftir þátttak­ endum í svokallað forval, að því er Sigurður greinir frá. „Þegar búið var að velja okkur var samstarf okkar og dönsku arkitektanna aðallega í gegn­ um netið auk þess sem við héldum fundi með þeim sem voru að búa til rekstrarpakk­ ann. Þegar við höfðum sigrað í samkeppninni stóð til að við myndum vinna þetta heima. Það var eiginlega gerð krafa um það en vegna þrýstings frá Dönunum, sem sáu ekki fram á að geta flutt fólk hingað heim, var niðurstaðan sú að þetta var meira og minna unnið í Danmörku. Það þýddi að frá okkur unnu allt frá tveimur og upp í fimm á teiknistofunni í Kaupmannahöfn. Sjálfur var ég mikið í Kaupmannahöfn. Auk þess voru reglulega haldnar ráðstefnur í gegnum síma. Ég hef svo haldið meira og minna utan um öll samskipti við bygg ingaryfirvöld, vinnueftir­ litið, heilbrigðisyfirvöld og brunayfirvöld.“ Sigurður segir íslensku arki­ tektana hafa að mestu leyti séð um eftirfylgnina, eins og hann orðar það. „Við höfum meira og minna séð um hönnunina á bílahúsinu og það sem gerst hefur eftir hrun bankanna. Tímagjaldið hefur nefnilega breyst eftir fall krónunnar. Svo hafa innréttingar bæst við auk veitingastaða og ýmislegs annars.“ Glerhjúpurinn er listaverk Þátttaka Ólafs Elíassonar í hönn uninni hófst eftir fyrsta af þrem ur stigum samkeppninnar, að sögn Sigurðar. „Einn dönsku arki tektanna hafði starfað með Ólafi að hönnun ljósakróna í Óperuhúsið í Kaupmannahöfn. Við ræddum um að fá Ólaf til að gera eitthvað og héldum fyrst að það gætu orðið ein­ hverjir glerveggir innanhúss. Hægt og rólega þróaðist þetta í að Ólafur hannaði glerklæðning­ una sem frá upphafi stóð til að yrði yfir öllu húsinu. Gler hjúp­ urinn, sem er einstakt listaverk, er eins og öldufall yfir klettana. Svo spann Ólafur með litina og það er líka hægt að leika sér með litina í lýsingunni.“ Um leik með liti í innanhúss­ lýsingunni nefnir Sigurður sem dæmi svokallaða led­lýs ingu í salnum sem heitir Norður ljós. „Þar er möguleiki á lita skiptum. Lýsingin er á bak við rimlaverk sem er hluti af endur kasti hljómsins ásamt því að skapa ytri umgjörð salarins. Það er hægt að búa til mjög sérstaka stemningu í þeim sal.“ Eftir samkeppnina var tekið tillit til óska tónlistarfólks um minni sal en þá sem hannaðir höfðu verið í upphafi. „Tónlistar­ fólki fannst vanta minni sal sem hentaði kammertónlist og þá varð salurinn Kaldalón til sem er fyrir tæplega tvö hundruð gesti. Þar er yfirbragðið gult en þar er líka hægt að leika sér með lýsinguna eins og í fleiri sölum.“ Sigurður segir að forsalurinn hafi verið hannaður með til­ liti til þess að þeir sem væru í húsinu myndu njóta útsýnisins niðri í bæ og að þeir sem væru í bænum gætu séð lífið inni í húsinu. Hann viðurkennir að auðvit­ að séu menn fullir stolts yfir verkinu sem þeir hafa unnið að lengi. „Þetta hefur verið skemmtileg vinna og sem betur fer var ákveðið að halda áfram með byggingu hússins. Við teljum að þetta verði ein af stóru sprautunum í bæði menn­ ingarlífinu, ferðaþjónustu og ráðstefnuhaldi.“ „Við ræddum um að fá Ólaf til að gera eitthvað og héld um fyrst að það gætu orðið einhverjir glerveggir innan­ húss. Hægt og rólega þróaðist þetta í að Ólafur hannaði glerklæðninguna.“ Sigurður Einarsson arkitekt. Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batt eríinu

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.