Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 76

Frjáls verslun - 01.03.2011, Qupperneq 76
76 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Hvað kostar Harpa? Harpan er tíguleg við höfnina. Þetta er lang þráð tónlistarhús fyrir unnendur óperu söngs og fagurra tóna – sem og fyrir ráðstefnur og kynningar. Harpan kostar sitt og um það hefur verið skrifað og þrefað; 27,5 milljarða króna fullkláruð. Það er mikið fé á erfiðum tím um. Upphaflega var ráðgert að Harpan kostaði 12,5 milljarða króna – en það var á verð­ lagi ársins 2004. Kostnaðurinn fyrir hrunið í október 2008 var kominn í um 10 milljarða hjá fyrrver andi eig endum sem stofnuðu til verks ins; þ.e. gamla Landsbank an um og Nýsi. Það var úr vöndu að ráða eftir hrun. Framkvæmdir stöðv uð ust. Átti að láta verkið standa hálfkarað í áratugi á ein um fjölfarn asta reit landsins í miðbæ höfuðborg­ ar innar eða klára það? Seinni kosturinn var valinn. Það mun kosta núverandi eigendur Hörpu 17,5 millj­ arða króna að klára húsið samkvæmt núverandi bygging­ aráætlun. Núverandi eigendur greiða fjárfestingu sína niður á 35 ár­ um en þá verður húsið komið að fullu í þeirra eign. Þeir munu ekki greiða til rekstrar hússins. Austurhöfn hf. á Hörpu. Eig­ endur Austur hafnar eru ríkið með 54% og Reykjavíkurborg 46%. Ríkið er því meirihluta­ eigandi. Eina eign Austurhafnar hf. eru hlutabréf í Portusi sem er með tvö dótturfélög; fast eignafélag sem byggir og á húsið og rekstr ar félag sem rekur það. Systurfélag Portusar er Situs. Það á lóðirnar á svæðinu í kringum Hörpu þar sem m.a. er gert ráð fyrir byggingu hótels. Áætlað er að tekjur Hörpu af tónlistar­ og ráðstefnuhaldi á fyrsta heila rekstrarárinu 2012 verði 636 milljónir króna. Á því ári er reiknað með 750 þúsund gestum í húsið. Skipting in er áætluð svona: Ráðstefnu­ og fundagestir verði 52.000, tón leikagestir 196.000, veislugestir 55.000, erlendir ferða menn 275.000 og Íslend­ ingar í öðrum erindum um 172.000. Opnunartónleikarnir í Hörpu verða þrennir tónleikar Sinfóníu hljómsveitar Íslands 4., 5,. og 6. maí undir stjórn Vladi­ mirs Ashkenazys. Þegar eru bókaðir 230 tón leikar út þetta ár og 82 ráð stefnur. Þá hafa 35 annars konar viðburðir verið bókaðir í húsinu. Bygging Hörpu hófst í sept ­ ember 2006 en stöðvaðist í októ ber 2008 þegar fyrri eig­ end ur, gamli landsbankinn og nýsir, til kynntu að þeir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Framkvæmdir hófust aftur í mars 2009 af hálfu Austurhafnar. Harpan kostar sitt en hún er bæjarprýði. Harpan kostar sitt og um það hefur verið skrifað og þrefað; 27,5 milljarða króna full­ kláruð. Það er mikið fé á erfiðum tím um. TexTi: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.