Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 82

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 82
82 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 stærstu steypur íslandssög- unnar litu dagsins ljós Þar sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er að nokkru leyti und ir sjávarmáli þurfti að sérhanna lausnir við bygginguna. Að sögn Hilm- ars Ágústssonar framkvæmdastjóra þróaði BM Vallá sérstakan bolta- graut til að festa niður akkeri ofan í bergið undir sjávarmáli. Akkerin eru not­uð til að halda Hörp unni niðri svo hús ið fljóti ekki upp. Við fram leiddum einnig alla steyp­ una í tónlistarhúsið og auk þess er í byggingunni múr, flotefni og svört steypa frá fyrirtækinu. Í steypuframleiðsl unni voru ítrekað slegin fram leiðslumet og stærstu steypur Íslandssög­ unnar litu þar dagsins ljós.“ Steypa fyrir séríslenskar aðstæður Hilmar segir steinsteypuna vera byggingarefni Íslendinga, hún hafi verið bylting í húsagerð hér á landi og hafi mun meiri þýðingu fyrir Ís lendinga en flest­ ar aðrar þjóð ir. Íslenska veður­ farið sé of harkalegt fyrir flest byggingarefni: „Þess vegna þurfa þeir sem framleiða fyrir íslenskan markað að gera vöru sína sérstaklega veðurþolna, annars skemmist hún og moln­ ar niður á stuttum tíma. Það krefst mikillar sérfræðiþekk ­ ingar og reynslu að framleiða fyrir þær aðstæður sem eru á Íslandi, ef vanda skal til verka. BM Vallá stendur nú vel þrátt fyrir erfitt árferði. Til að mæta breyttu viðskiptaumhverfi hefur aukin áhersla verið lögð á vöruþróun og útflutning á nýjum vörum í gegnum er ­ l enda samstarfsaðila. Sú vinna gengur vel og er þegar farin að skila góðum árangri. Við erum þjónustu­ og þekkingarfyrirtæki sem leggur aukna áherslu á vöru þróun og útflutning.“ Bjartsýnn fyrir hönd Hörpunnar Hilmar segir flest benda til þess að á árinu 2011 sé botninum náð í íslenskum byggingar iðn­ aði, spurning sé helst hversu hröð umskiptin verði. Framund­ an á næstu árum sé töluverð uppbygging og fjárfesting. „Við hjá BM Vallá höfum ein­ sett okkur að nýta tímann vel, bæta tækni og verklag, auka vöruþróun og útflutning og skipuleggja okkur fyrir átökin framundan. Við erum bjartsýn á framtíðina, bæði hjá okkur og Hörpunni,“ segir Hilmar að lokum. Hilmar segir stein­ steypuna vera bygg­ ingarefni Íslendinga. Hilmar Ágústsson, framkvæmda­ stjóri BM Vallár. Helgason ehf. BM Vallá þróar nýjungar fyrir Hörpuna Stefán Ari Helgason, framkvæmdastjóri steinsmiðjunnar S. Helgason: „Fyrirtækið okkar framleiddi gólfflísar í Hörpuna en þær eru unnar úr íslensku blágrýti, nánar tiltekið stuðlabergi. Hráefnið kem ur allt austan úr Hrepphól­ um í Hrunamannahreppi. Í öðrum verkum höfum við einnig unnið með erlendar steinteg­ undir sem oftast eru þá granít og marmari sem fluttar eru inn m.a. frá Miðjarðarhafslöndum, Norðurlöndum og Kína.“ Mikil lyftistöng fyrir menningarlífið Hvernig hefur vinnan gengið? „Vinna við verkið hefur gengið mjög vel enda hefur S. Helgason mikla reynslu af framleiðslu á flísum úr íslensku grjóti. Félagið hefur unnið stór verk í fram­ leiðslu á flísum, t.d. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þótt ekkert jafnist á við þetta verkefni. Þetta verk var að okkar mati mjög áhugavert enda áberandi og merkileg bygging.“ Sérðu Hörpuna slá í gegn? „Harpan mun án efa slá í gegn. Enda þessi aðstaða mikil lyftistöng fyrir bæði menningar­ líf okkar og ekki síður fyrir ferðaþjónustuna.“ „Fyrirtækið okk ar framleiddi gólfflísar í Hörpuna.“ Hráefnið austan úr Hrunamannahreppi Fyrirtækið S. Helgason var stofnað árið 1953 og því byggt á gömlum og traustum grunni. Starfsemin felst í rekstri á steinsmiðju til almennra steinsmiðjuverka. Með hvaða hætti kemur S. Helgason að Hörpunni? S. Helgason ehf. Stefán Ari Helgason framkvæmda stjóri.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.