Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Síða 86

Frjáls verslun - 01.03.2011, Síða 86
86 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 Fyrsta frumsýning Íslensku óperunn­ar í Hörpu verður hinn 22. október næstkomandi og verkið sem valið hefur verið til sýningar er Töfraflautan eftir Mozart. „Ástæðan fyrir því vali er náttúrlega sú að verkið er einstaklega fallegt auk þess sem óperan er aðgengileg og fjölskylduvæn. Hún verður þar að auki sungin á íslensku sem er sérlega ánægjulegt af þessu tilefni,“ segir Stefán Baldursson óperustjóri sem fagnar betri aðstöðu. „Þótt tónlistar­ og ráðstefnu­ húsið hafi ekki verið hannað fyrir óperuflutning eða yfirleitt til leiksýninga er það engu að síður stórt og glæsilegt þannig að öll aðstaða batnar náttúr­ lega, bæði fyrir áhorfendur og listamennina. Það reynir bara öðruvísi á og við erum full tilhlökkunar,“ segir Stefán. Hann getur þess að mennta­ málaráðuneytið hafi fyrir hönd núverandi eigenda Hörpu beð ið stjórn Íslensku óperunnar að kanna mögulega flutninga í húsið. „Eftir svolitla yfirlegu ákvað stjórnin að láta á þetta reyna. Það voru gerðar nokkrar breytingar af því tilefni en þá var þegar búið að steypa húsið upp. Við þurftum hins vegar að fara fram á ákveðin grund­ vallaratriði, eins og aðgang að einhvers konar æfingarými, aðstöðu til hárgreiðslu og förð unar, litla saumastofu og svo skrifstofuhúsnæði sem var nú minnsti vandinn.“ Að sögn Stef áns voru jafnframt gerðar fleiri lítilsháttar breytingar. „Núna eru fleiri möguleikar til innkomu en voru upphaflega. Allar þessar breytingar nýtast ekki bara Íslensku óperunni, heldur einnig öðrum sem koma þarna með einhvers konar við burði, eins og til dæmis gestasýningar og sumarsöng­ leiki. Þarna er að vísu ekki leiksvið með bakrými og lyftu kerfi fyrir leikmyndir en í stað inn þarf bara að finna snjall­ ar lausnir. Það verður hlutverk leik stjóra og leikmyndahönn­ uða að leysa þetta hverju sinni en þar sem fólk gerir ekki nú á tímum rosalegar kröfur um leikmyndir held ég að þetta geti verið mjög spennandi.“ Leikstjóri Töfraflautunnar verður Ágústa Skúladóttir og hljómsveitarstjóri Daníel Bjarnason. Í helstu hlutverkum verða Þóra Einarsdóttir, Finnur Bjarnason, Garðar Thór Cortes, Jóhann Smári Sævarsson og Ágúst Ólafsson. erum full tilhlökkunar Töfraflautan fyrsta verkið sem Íslenska óperan frumsýnir í Hörpu. Breytingar gerðar í tón- listar- og ráðstefnuhúsinu fyrir óperuna. Stefán Baldursson óperustjóri „Þótt tónlistar­ og ráð stefnuhúsið hafi ekki verið hannað fyrir óperuflutning eða yfirleitt til leik­ sýninga er það engu að síður stórt og glæsilegt.“ Stefán Baldursson óperustjóri í húsnæði Íslensku óperunnar í Gamlabíói áður en hún flutti í Hörpuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.